Þessa leiks verður ekki minnst fyrir annað en að fjórir ungir leikmenn komu inná, meðalaldur þeirra var 18 ár. Ralf Rangnick gerði 11 breytingar á byrjunarliðinu og setti kjúklingana á bekkinn.
Varamenn: Heaton(68′), Kovar, Hardley, Mengi(61′), Iqbal(88′), Savage(88′), Shoretire(68′)
Leikurinn var svo sem ekkert sérlega viðburðaríkur fyrstu mínúturnar og lítið frá að segja fyrr en á 9. mínútu, Anthony Elanga kom upp, gaf út á Shaw á kantinum sem fór næstum upp að endamörkum áður en hann gaf út í teiginn, og þar klippti Greenwood boltann í netið. Eitt – núll.
United var í raun í nokkur konar 4-2-2-2 sem fyrr, and leikmenn voru mjög hreyfanlegir og voru alltaf stutt hver frá öðrum, og pressan var sannarlega á sínum stað.
Þetta var svo áfram stórtíðindalaust, United varðist ágætlega þegar þurfti. Amad átti frábæra rispu upp völlinn sem endaði inni í teig, í stað þess að reyna frekar að finta varnarmanninn, gaf hann út þar sem Lingard var. Boltinn var hins vegar ekki hárnákvæmur og Lingard var of sofandi til að bregðast við og náði ekki í boltann. Dræmt það.
Hraðaupphlaupin voru að búa til hættu, rétt eftir þetta kom Mason Greenwood upp vinstramegin, meðfram endamörkum og gaf út í teiginn. Juan Mata tók ágætt skot en varnarmaður teyfði aftur fót og boltinn fór í hæl hans og yfir. Ágætt þar svo sem.
Sóknir svissneska liðins höfðu flestar endað í langskotum sem Henderson hafði tekið auðveldlega en rétt fyrir hlé voru United að spila á milli rétt utan teigs, Van de Beek gaf ónákvæmt á Wan-Bissaka, Fabian Rieder hirti boltann af tám Wan-Bissaka og smellti beint í skotið sem í þetta sinn var óverjandi fyrir Henderson og Young Boys búnir að jafna
Eftir hljö komu Young Boys mun sterkari til leiks, en sem fyrr voru það aðallega langskot þesm þeir reyndu. United gekk illa að skapa eitthvað fyrr en á 57. mínútu að þeir spiluðu sig í gegn og Elanga var kominn einn á móti markmanni en lét hann verja hjá sér.
Fyrsta skipting kom svo skömmu síðar, Teden Mengi fyrir Luke Shaw. Svissneska liðið tók þrefalda skiptingu rétt á eftir. Hún setti þá síður en svo útaf laginu, sóknir þeirra urðu sterkari ef eitthvað var.
United gerði breytingu. Tom Heaton kom inná í ínum fyrsta leik fyrir United, ellefu árum eftir að hann fór frá liðinu eftir fimm ára dvöl án leiks. Shola Shoretire kom á sama tíma inná, nítján árum yngri en Heaton og að leika inn fjórða leik.
Áfram hélt þetta á sama hátt, Young Boys sóttu án mikillar ógnar og United gerðu ekki mikið. Það var síðan næst að segja frá að Ralf Rangnick sá til þess að allir unglingarnir fengu að koma inn á, á 88. mínútu komu Zidane Iqbal og Charlie Savage inná fyrir Lingard og Mata.
Þetta var sem fyrr segir ekki skemmtilegt á að horfa. Þarna voru leikmenn sem áttu að vera að sanna sig og fæstir gerðu neitt til að sýna það. Markið hjá Greenwood var reyndar mjög vel tekið en Elanga á að gera betur en hann gerði í þessu dauðafæri.
Hugurinn leitar óneitanlega til ákveðins leiks gegn MR Dons.
Andri says
Er ekki líklegra að Matic sé miðvörður og þetta sé aftur 4-2-2-2 ?
Björn Friðgeir says
Jú það er líklegast. En ef okkur tekst að sækja hlýtur Matic að fara framarlega
Zorro says
Svakalega er þetta leiðinlegur leikur
Scaltastic says
Ekki voru væntingar mínar himinháar fyrir leikinn, enda var bæði balance-inn á liðinu lítill sem og leikform leikmanna. Ég átti hins vegar ekki von á að hörmungar frammistaðan gegn City fengi harða samkeppni um rusl frammistöðu tímabilsins, því miður varð sú raunin.
Það yrði blaut tuska í andlitið ef ehv þessara leikmanna byrji á móti Norwich, að undanskildum Greenwood. Danny og Lingard voru vonbrigði kvöldsins að mínu mati.
Ps. Er það samnefnari að bera bandið og fá cirka 2-3 heilafrost per leik á þessu tímabili? Þetta er efni í góða heimildarmynd eftir 10 ár.
AO says
Mikið svakalega ertu oft með niðurdrepandi og leiðinlegar athugasemdir.. Ekki skemmtilegasti boltinn spilaður í kvöld, enda var mikil rótering á liðinu, eins og við var að búast. En margt jákvætt er hægt að taka úr leiknum, ungir og efnilegir fengu tækifæri og stigu sín fyrstu skref á Old Trafford í kvöld – það er jákvætt!! gefur öðrum ungum leikmönnum trú um að kallið mun koma með miklum dugnaði og þrautsegju. P.S. Greenwood var virkilega flottur, mikil vinnusemi og geggjað mark.. Bailly var rock solid!
Egill says
Dalot var sigurvegari kvöldsins, og hann var ekki einu sinni að spila. Litla ruslið sem AWB er, hann kann ekkert nema að tækla og hlaupa hratt án bolta.
Annars var þetta bara varaliðið að spila eins og aðalliðið gerði hjá Ole. Geggjað mark hjá Greenwood en restin af liðinu má fara á sölulista.
Getur einhver sagt mér hver styrkleiki VdB er? Ekki er hann góður sóknartengiliður og ekki er hann djúpur miðjumaður. Ég hef heyrt mikið kallað eftir því að hann fái að spila, en aldrei hef ég séð hann geta neitt af viti.