Liðið er næstum eins og Daníel sá það fyrir, 4-2-2-2
Varamenn Henderson, Heaton, Bailly, Jones, Shaw, Lingard, Van de Beek, Greenwood, Elanga
Ljótt en það hefst
Cristiano Ronaldo skoraði eina mark Manchester United þegar liðið marði Norwich City á Carrow Road í dag. Það jákvæða eftir leikinn er að United vann þrátt fyrir að spila illa.
Nýr skerfari er mættur í bæinn en þorpsbúar eru enn við sama heygarðshornið. David de Gea var besti maður Manchester United í dag, varði ein fimm fínustu skot frá Norwich.
Ralf Rangnick stillti upp óbreyttu byrjunarliði frá leiknum gegn Crystal Palace fyrir viku með þeim orðum að leikmennirnir hefðu staðið sig það vel að þeir verðskulduðu annað tækifæri. Fróðlegt verður að sjá hvaða breytingar hann gerir fyrir Brentford á þriðjudag, með þá sömu rökfræði að þeir sem ekki standa sig vel endi á bekknum. Það athyglisverðasta í liðsvalinu var að tveir markverðir, Tom Heaton og Dean Henderson, voru meðal varamanna.
Sendingar út í loftið í fyrri hálfleik
Norwich byrjaði leikinn betur, voru grimmari á boltann og fastari fyrir í návígum. Þannig var það frekar í gegnum leikinn. Botnliðið var líka á köflum óheppið, hluti af uppleggi United virtist vera að biðja um aukaspyrnur þegar þeir urðu undir í baráttunni. Það virkaði betur fyrir gestina.
Þannig náði Marcus Rashford í aukaspyrnu rétt utan teigs eftir rúmar tíu mínútur. Alex Telles skaut í vegginn og þaðan datt boltinn í þverslána. United var meira með boltann eftir þetta en fékk fá færi. Það besta fékk Ronaldo á 37. mínútu þegar hann slapp inn fyrir vörn Norwich hægra megin, en slök fyrsta snerting hægði á honum þannig Norwich menn gátu þrengt að Ronaldo sem gat lítið annað en skotið á Tim Krul.
United gekk illa að halda boltanum í fyrri hálfleik. Slakastir þar voru Bruno Fernandes og Marcus Rashford en þriðjungur sendinga þeirra fór á mótherja, sem er óásættanlegt, jafnvel þótt Bruno hafi leitast við að reyna stungusendingar. Rangnick hefur sagt að hann vilji fá fleiri sendingar fram á við, frekar en til hliðanna og hefur varla verið ánægður með það sem hann sá í dag.
Betra að Bruno hefði nýtt færið
Eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik varð de Gea frábært skot Teemu Pukki. Hann átti eftir að verja tvisvar vel frá Özan Kabak auk þess sem varnarmenn United náðu að henda sér fyrir tvö skotfæri Billy Gilmour.
En áður en flest þessara færa komu hafði United reyndar náð að skora. Við fyrirgjöf frá hægri fór Ronaldo niður í markteignum með miklu öskri. Upptökur sönnuðu að Max Aarons hafi gerst sekur um að leggja höndina utan um herðar Portúgalans sem nýtti sér það til fulls. Ronaldo skoraði svo sjálfur úr vítinu á 75. mínútu með föstu skoti. Hins vegar hefði verið óþarfi að deila um vítið hefði Bruno nýtt skallafærið sem hann fékk á fjærstönginni þegar Ronaldo var rifinn niður.
Portúgalarnir tveir fengu á lokamínútunum tvö færi á lokamínútunum til að gera út um leikinn, einkum Ronaldo sem mokaði boltanum yfir úr markteignum eftir undirbúning Rashford. Það varð til þess að vænt mörk leiksins voru 1,25-1,99 United í hag, en talan lækkar í 1,22 án vítaspyrnunnar. Það segir kannski sitt um að United slapp með skrekkinn.
Þegar um kortér var eftir af leiknum fór Viktor Lindelöf út af meiddur. Fyrstu fréttir er að hann hafi fengið högg og átt erfitt með að anda en eigi að ná sér fljótt og vel.
Lítilfjörlegur sóknarleikur
De Gea var bestur í liði United. Sólskinsdrengurinn Fred átti líka fínan dag, vann 11/12 návígum og sendi rúm 90% sendinga sinna á samherja. Á köflum virtist sem hann hefði helst verið að hlusta á þjálfarann því hann virkilega leitaði að færum til að senda boltann fram á við. Ekki er beint hægt að segja að ákveðnir leikmenn United hafi spilað illa, Bruno og sérstaklega Rashford, bættu ráð sitt í seinni hálfleik, en sem fyrr segir spiluðu fáir útispilarar vel. Fyrsta markmið Rangnick var að United færi að halda hreinu. Það er jákvætt að það hafi tekist tvo deildarleiki í röð. Margt er hins vegar óunnið í leik liðsins. United skapaði sér ekki mörg dauðafæri gegn Palace og sóknin var afar stirðbusaleg í dag. Leikmenn Norwich voru tilbúnir til að nota líkamann vel og gekk ágætlega að ýta framherjum United út úr aðgerðum sínum. Það má líka setja spurningamerki við 4-2-2-2 kerfi Rangnick í dag, það virtist vanta breidd í sóknarleikinn. Líkt og Palace reyndist Norwich ekki of erfitt að verjast United inn á miðjunni. Samhæfð pressuvörn lét lítið yfir sér í dag, nema helst að Norwich voru snöggir að loka á sóknaraðgerðir United. Vissulega er styrkleikamerki að vinna jafna leiki, en United verður að spila betur strax á þriðjudag.
Helgi P says
þetta er skeilfilegur hálfleikur
Zorro says
3-4 Ára uppskera fra Òla vin okkar.. er þetta ùtkomann…skelfileg og hreinasta hörmung……að Fred skuli vera okkar langbesti miðjumaður segir allt…
Rúnar P says
Voða getur fólk vælt.. hörku leikur með fullt af tækifærum, vörnin og varnar miðjan að skila sínu, bestu menn vallarins vöru örugglega þeir þrír sem flestir hérna hafa ekki þolað síðustu 2-3 árin (Dalot, Telles og Lindelöf) ef þið eruð að bíða eftir leik sem er 100% ManU í öllu, í nútíma fótbolta, þá held ég að þið ættuð að finna ykkur annað sport til að horfa á eða halda ykkur við Fifa2008 í PS2!
Dr. Gylforce says
Sammála síðasta ræðumanni. Það mætti bæta De Gea í hóp bestu manna. Þetta gengur út á að reyna að halda hreinu, skora mark/mörk og krækja í stigin þrjú sem í boði eru.
Scaltastic says
DeGea bjargaði afturendanum á fremstu fjóru í kvöld. Hann og Lindelöf hafa verið einu leikmennirnir sem hafa sýnt stöðugleika í þeirra frammistöðu á þessu tímabili. 3 stigin eru kærkomin miðað við það.
Bruno – Rashford – Sancho og CR7 combo-ið þarf að kíkja í smá naflaskoðun eftir þessa frammistöðu. Gef Rashford þó það að hann sýndi smá neista síðustu 20 mín, vonandi kemur sjálfstraustið með því.
Jóhann says
Eins ljótt og það gerist. Það býst enginn við að nokkur leikur fari 100% eins og United vill. En svo ég svari einhverjum hér að ofan þá segir sína sögu að enn eitt skiptið skuli markmaðurinn vera besti leikmaður vallarins.
Norwich var á löngum köflum meira með boltann. Það er ekki ásættanlegt þegar United er að mæta botnliði. Norwich var áræðnara, duglegra og vinnusamara liðið. Svo ég vitni í Sir Alex Ferguson þá getur þú aldrei vanmetið vinnusemi. Ef ég hefði ekki vitað betur þá hefði mátt segja mér að United hefði verið 2-3 leikmönnum færri. Á tímabili var Norwich 70% með boltann. Það er ekki ásættanlegt af liði sem er í toppbaráttu að mæta botnliði. Það er heldur ekki lið sem ætlar að stjórna leikjum. DeGea varði einhver 2-3 dauðafæri. Ég sá ekki Tim Krul verja 2-3 dauðafæri í leiknum. Það var skotið frá Ronaldo sem var varla opið færi og skallin frá Maguire sem var ansi langsótt að hefði nokkurn tíma farið inn.
Svo ég svari enn betur einhverjum hér að ofan, ef þetta er gott eða ásættanlegt eða að gagnrýna þessa frammistöðu er væl, þá eru kröfurnar ekki nógu háar. Þetta er Manchester United, botnlið þó á heimavelli séu eiga að geta spriklað í smá stund en svo á United að stjórna leiknum frá A til Ö. Önnur frammistaða er bara engann veginn nógu góð fyrir United.
Þessi leikur sýnir að það er augljóslega verk að vinna. Menn sluppu við þetta í dag en bara af því að menn voru að keppa við botnliðið. Ef Norwich hefði haft aðeins meiri gæði þá hefðu þeir unnið leikinn.
Robbi Mich says
Nýr stjóri er að byrja með liðið, kynnast leikmönnunum og kynna þeim fyrir sinni hugmyndafræði og taktík. Það gerist ekki á núll-einni eins og þið virðist halda. Gefið honum og liðinu smá breik.
Scaltastic says
Sem betur fer ætlar UEFA að láta draga aftur. Þetta var sæmilegi farsinn áðan.
Johann says
Ég er í alvöru farinn að efast um að þeir sem skrifa pistla á þessari síðu séu virkilega stuðningsmenn Manchester United.
Björn Friðgeir says
Búinn að vera spila the long con í 9 ár, skrifa sem Liverpool aðdáandi á United síðu. Busted.