Liðið var enn á ný í 4-2-2-2 uppstillingunni
Varamenn: Henderson, Jones, Shaw, Wan-Bissaka, Matic (78′), Van de Beek, Cavani (46′), Sancho (46′), Elanga
Áherslan hjá Ralf Rangnick hefur verið að styrkja vörnina og endurkoma Raphaël Varane átti sannarlega að gera það. Það voru hins vegar ekki liðnar sjö mínútur þegar Varane misti boltann, sókn Newcastle endaði hjá Saint-Maximin sem lék inn í teiginn, var um það bil að missa jafnvægið en náði skotinu sem small í netinu, óverjandi fyrir De Gea.
Köld tuska í andlit United, og Newcastle voru bara ansi frískir eftir þetta, Joelinton átti ágætis tilraun framhjá.
Það leið þó hjá og United fór að ná upp betri leik og virkari hápressu. Áhugavert samt að þegar Newcastle náði upp sókn sem United stoppaði var gagnsóknin síður en svo hröð og sendingar til hliðar og aftur komu í ljós, væntanlega ekki það sem Rangnick vill sjá.
Að leyfa Jonjo Shelvey frítt hlaup frá miðju er líklega heldur ekki á óskalista nýja stjórans, vildi til að De Gea gat kýlt skotið frá þegar það kom. Hefði reyndar átt að vera dæmt á brot á McTominay í aðdragandanum.
Mikið af spili United fór gegnum Marcus Rashford hægra megin og það gekk sjaldnast mjög vel. United komst ekkert áfram og Newcastle náði loksins yfirtökum. Allan Saint-Maximin var bestur á vellinum og á 38. mínútu valsaði hann gegnum næstum alla vörn United og gaf stungusendingu en blessunarlega var Wilson rangstæður þegar hann skoraði. Þar slapp United vel.
Einhver slakasti leikur United lengi. Miðjan gagnslaus, Bruno áhrifalaus úti á kanti og Rashford slakur. Það hefði enginn United maður getað kvartað undan því að vera tekinn útaf í hálfleik nema helst David de Gea en það voru Fred og Mason Greenwood sem véku og Jadon Sancho og Edinson Cavani komu inná
Leikurinn var samt ekki tveggja mínútna gamall þegar Saint-Maximin átti að koma Newcastle í 2-0, fékk boltann aleinn inni í markteig, innan við tveimur metrum frá marki en skotið var næstum beint á De Gea sem varði vel. Ótrúlegt að klára þetta ekki betur, og stórkostlega slakt hjá vörn United.
United kom nokkrum skotum að marki en engu á mark, og það var lítið fyrsta kortérið í seinni sem benti til að eitthvað hefði gerst í hálfleik til að breyta til. Besta færið kom þegar Newcatle kom í flotta gagnsókn, Joelinton óð upp völlinn og gaf út á Fraser frían en skot hans fór nokkurn veginn beint á De Gea.
United leikmenn höfðu verið vælandi allan leikinn, aðallega hver í öðrum en Bruno tókst að væla það mikið í dómaranum að hann fékk gult fyrir og missir af næsta leik.
Newcastle voru áfram betri en á 70. mínútu tókst United að jafna, fyrirgjöf Dalot frá hægri, Cavani aleinn í teignum skaut í varnarvegginn en fékk boltann til sín aftur, slæmdi fæti í boltann og skotið fór inn úti við stöng.
Fjarri því sanngjarnt og Newcastle ítrekaði það strax á eftir, Saint-Maximin með fínt skot sem De Gea þurfti að fara vel niður til að verja.
Síðasta skipting United var Matic fyrir McTominay, ekki kannske skiptingin sem mann dreymir um til að loka leiknum en svona er þetta.
Newcastle hafði verið með boltann 27% af leiknum og hefði getað klárað leikinn á 88. mínútu, Lewis fékk að athafna sig óáreittur í teignum vinstra megin, gaf inn í þvöguna og United gat ekki hreinsað betur en beint á Lewis sem skaut í þetta skiptið, í stöng og út og Almirón átti frábært skot sem stefndi inn undir slána en De Gea kom svífandi og varði frábærlega.
Cavani hefði getað gert aðeins betur þegar hann vippaði yfir Dubravka á þriðju mínútu uppbótartíma, en það vor of laust og tveir varnarmenn björguðu. Þetta var eftir að Dubravka hafði misst háa sendingu til Sancho.
En þrátt fyrir smá tilburði frá United síðustu mínúturnar kom markið ekki og United stálheppið að sleppa með stig. Þrátt fyrir að vera mun minna með boltann voru leikmenn Newcastle miklu betri, og leikur United var í molum.
Ralf Rangnick bíður erfitt verk að koma sínum leikstíl að og það verður afskaplega fróðlegt að sjá hvort 4-2-2-2 lifir að sjá leikinn gegn Burnley á fimmtudaginn.
Einar says
Hvað er hægt að segja eftir 45 mín.Á móti lélegustu vörn deildarinnar. 🤬
Elis says
Látum okkur sjá það er kominn nýr stjóri og maður myndi halda að það myndi koma smá kraftur með því en það er sama helvítis andleysið og alltaf.
Jájá nýr stjóri fær auðvita tíma en ég held að meðal greindur mann api hefði getað stillt upp Man utd liði og látið þá spila á þessum gæðum með þessa ákefð.
Newcastle liðið er skelfilegt og eiginlega verra en skelfilegt en lélegt Man utd lið létu þá líta vel út í kvöld. Maður er búinn að sjá Man City og Liverpool sundurspila þá út á vellinum í undanförnum leikjum og svo í kvöld sér maður Newcastle liðið vera að spila við lið að svipaðri getu.
DeGea en og aftur maður leiksins en Newcastle fengu fleiri færi í þessum lið.
Harry skelfilegur í vörn en og aftur.
Rashford og Ronaldo alveg skelfilegir en og aftur.
Man utd á að vinna þetta Newcastle lið mjög þægilega ef maður skoðar leikmanna hópa liðana en ekkert er þægilegt við Man utd liðið í dag og eiginlega bara allt óþægilegt við að horfa á liðið.
Scaltastic says
Til að setja hlutina í samhengi þá vantar einungis Lindelöf og Pogba.
Ég gerði mér fullkomlega grein fyrir því að öll liðin í deildinni væru meira fit og physical en okkar menn, en ég hélt í fullustu alvöru að gæði liðsins (sérstaklega framávið) myndi ná að jafna það út… Maður lifandi hvað ég hafði rangt fyrir mér.
Þessi leikmannahópur er glæpsamlega ofmetinn. Sannleikurinn svíður en framtíðarhorfur Arsenal eru umtalsvert bjartari en okkar, hverjum hefði grunað það fyrir hálfu ári síðan?
Vonandi sjá Ragnick og Co alla meðvirknina sem er gegnsýrð í kringum klúbbinn. Það er kominn tími á horfast í augu við raunveruleikann, það er mín nýársósk.
Joi says
Bara skít lélegir
Egill says
Ég ger ekki þessa vörn sem Maguire á að vera að stýra, þetta er gjörsamlega til skammae og ekki einu sinni blindustu Maguire menn geta varið þetta lengur.
Ég veit að Varane er ekki í leikformi eftir meiðsli, en holy shit!! Hann var á Maguire leveli allan leikinn.
Ég er svo kominn með nóg af Rashford, það er ekki nóg að skora eitt og eitt mark þegar hann er einn versti maður vallarins leik eftir leik. Það eru komin tvö ár síðan hann àtti góðan leik. Við hefpum alveg eins getað selt Rashford fyrir fullt af pening og haldið Alexis Sanchez, þeir virðast hafa jafn mikinn áhuga á að spila fyrir Man Utd.
Það er síðan öllum ljóst að McTominay er í besta falli fallbaráttu leikmaður, hann hefur ekkert að gera í liði eins og Man Utd.
Án þess að ætla að afskrifa Sancho strax, en er ég sá eini sem átti von á tal ert meiru en hann hefur skilað?
Ennþá early days hjá Ralf en ég hef áhyggjur af því að hann sé í sama rugli og Ole var í með að vera með ákveðna leikmenn sem fá að spila leik eftir leik þràtt fyrir að valda meiri skaða en einhverju öðru.
Þessi leikur var gjöramlega til skammar frá upphafi til enda.
Þorsteinn says
Ég hef mjög miklar áhyggjur af mínu liði. Enn það sama nenna ekki að sækja bolta, eru með gervipressu, nenna ekki að hlaupa og lélegur mórall osfrv. Fannst flott að taka tvöfalda skiptingu í hálfleik sem er framför – en það þarf eitthvað mikið að gerast til þetta lið funkeri og Harry Kane virðist ekki vera partur af því. Hann virðist ekki virka með De Gea og þurfa að fá Henderson til að sparka í rassgatið á sér, svo var Varanne glataður og flestir hinir bara pirrandi.
Gummi says
Við getum farið að kveðja meistaradeilda bolta á næsta ári enda eigum við ekkert erindi í deild þeirra bestu
Egill says
Nei það er rétt Þorsteinn, Harry Kane virðist ekki vera partur af framtíð félagsins, no arguments there.
En þar sem ég geri ráð fyrir því að þú eigir við Slabhead þá er ekki eins og hann virki með Henderson heldur, og það skiptir engu máli hvaða varnarmann hann er með sér við hlið, alltaf spilar hann eins og fáviti. Maður fékk í magann þegar Newcastle spilaði langa bolta á Gayle því hann hljóp tvöfalt hraðar er þessi sauður. Hann er lélegur leikmaður, það er ekkert flóknara en það.
Maguire vagninn talar um hvað hann er sterkur î loftinu, en við höfum fengið 90 horn á tímabilinu og ekki skorað eitt mark. Aftur á móti erum við að fá fullt af mörkum á okkur úr hornum. Þetta eru einfaldlega verstu kaup í sögu félagsins.
Smalling hefði verið talsvert betri kostur en þetta gerpi.
Og ekki var viðtalið við hann eftir leik sannfærandi, þetta er dæmigerður relegation centerback.
Audunn says
Rashford er líklega ofmetnasti leikmaður í heiminum í dag, hann getur nákvæmlega ekki neitt.
United ætti að losa sig við hann meðan það er hægt að fá einhvern pening fyrir hann, það er löngu kominn tími til að setja hann út úr liðinu og lofa honum að hugsa sin gang.
S says
Burt með Maguire og Rashford