Leikurinn í gærkvöldi hefði unnist auðveldlega ef United hefðu nýtt færin.
Liðið var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og langt fram í seinni. Ronaldo brenndi af víti á 20. mínútu eftir klaufalegt brot á Pogba í teignum. Jadon Sancho kom svo United yfir fimm mínútum síðar, fékk frábæra sendingu frá Fernandes, lék inn í teig og skoraði með góðu skoti. Boltinn fór reyndar af varnarmanni en Sancho átti þetta mark sannarlega skilið, var gríðargóður í leiknum.
Skömmu seinna átti Ronaldo gott færi beint á markmann og undir lok hálfleiksins komu tvö skot Rashford eftir horn, annað fór í varnarmann og yfir og eftir það horn kom Rashford skoti á rammann en nokkuð beint á markmanninn. Rashford átti svo prýðilegt færi snemma í seinni hálfleik en skaut hátt yfir. Rétt eftir það kom skot frá Ronaldo í hliðarnetið, eftir undirbúning Rashford, ansi mörg sem héldu að hljóðið þegar boltinn small í netinu væri góðs viti.
En á 64. mínútu jafnaði Middlesbrough. boltinn kom inn á teiginn, Watmore tók á móti honum og boltinn fór í útrétta hönd hans og þá náði hann fyrirgjöfinni og Crooks renndi boltanum í netið. Dómarinn og VAR dæmdu að þetta hefði verið óviljandi og þar sem Watmor var ekki sá sem skoraði er þá ekki dæmd hendi. Slakur varnarleikur engu að síðar
Eftir þetta missti United tökin. Fátt markvert gerðist og framlengingin var döpur. Phil Jones kom inn á fyrir Varane og Jadon Sancho fór af velli eitthvað meiddur. Steindautt og fór í vítakeppni.
United vann uppkastið en leyfði Boro að byrja. 60% liða sem eiga fyrsta víti vinna og svo fór hér. Alger dómgreindarbrestur þar.
Síðasta vor var spáð í hvort Henderson hefði átt að fara í markið fyrir vítakeppnina móti Villareal en þarna sýndi hann ekkert sem benti til þess að það hefði virkað betur. Flest víti Boro reyndar góð en United reyndar líka þangað til Anthony Elanga brenndi illilega af og United er dottið úr bikarnum.
Ekki alslæmt, nema úrslitin en það verður að fara að ræða Ronaldo. Hann var skelfilega slakur, hann hefur í vetur stundum skorað sjálfur en nú er svo komið að mörkin hafa horfið og þá er ljóst hvað hann er að gera lítið fyrir liðið. Hann hefði kannske mátt fara til City, þar væri hann ekki að byrja alla leiki.
Liðið:
Grant, Jones(91′), Mata(100′), Fred(82′), Heaton, Wan-Bissaka, Matic, Elanga(82′), Mejbri
Einar says
Hvernig var þetta hægt?😡
Brynjólfur Rósti says
Ótrúlega svekkjandi úrslit, en spilamennska liðsins var miklum mun betri en í undanförnum leikjum. Greinilega lagt upp með að spila beinskeytt og ekki vera ragir við að skjóta. Nákvæmni í einnar snertingar spili og akvarðanatöku fyrir framan markið má auðvitað bæta, en það er greinilegt að hugmyndafræðin hans Rangnick er hægt og bítandi að síast inn.
Að því sögðu mun ég sennilegast aldrei fyllilega átta mig á því hvernig við fórum að því að vinna ekki þennan leik.
Tómas says
Liðið smátt og smátt er að spila betur. Seinust leikir verið prýðilegir hvað það varðar.
Ótrúlega svekkjandi úrslit. Ekki hægt að leyfa sér að klúðra svo mörgum færum.
Björn Friðgeir says
4,2 í xG. xG er ekki fullkomið en þetta segir svo mikið
Elis says
Er staðan orðið virkilega þannig á Man utd að menn eru að reyna að sjá glassið hálf fullt með því að benda á að spilamennskan leit betur út en í mörgum leikjum.
Var ástæðan kannski sú að liðið var að spila við fucking championship lið á heimavelli?
Þetta var eina keppninn sem eftir er sem hægt er að vinna titil( þetta lið á ekki break í meistaradeild gegn alvöru andstæðingin) og að detta út gegn lélegu Boro lið er ömurleg frammistaða.
Í sambandi við Ronaldo þá hefur hann oft spilað illa í vetur en ná að pota inn einu marki í restina og þá er öllu gleymt og allir dásama hann fyrir að vera bjargvættur þrátt fyrir skelfilega frammistöðu heilt yfir en núna þegar mörkin koma ekki þá er hann allt í einu orðið vandamál. Hann hefur verið vandamál frá því að hann kom og hann átti aldrei að koma í fyrsta lagi. Djöfull hefði hann átt að fara í Man city. Já já Man utd goðsögn og allt það en það má ekki bitna á liðinu að hafa stærsta egó í heimi á hraðri niðurleið á ferlinum takandi mín frá ungum leikmönnum og láta liðið snúast um sig.
Hvað á svo að gera restina af tímabilinu? Jú það á að berjast um 4.sætið. Er þetta eitthvað fucking grín. Eitt ríkasta lið í heimi sem lenti í 2.sæti á síðasta tímabili og bætti við sig Varane(heimsklassa miðverði), Sancho( einum eftirsóknasta unga leikmanni í heimi) og Ronaldo sem átti að vera lokapússlið í að liðið gerir alvöru atlögu að titli.
Ef liðið nær 4.sæti , ætla allir þá bara að vera kátir með árangurinn og tala um að þetta farið í reynslubankan og að næsta tímabil verður okkar tímabil o.s.frv eða þarf ekki að fara að kafa djúpt í þessu liði sjá að það er eitthvað rosalega mikið að og þarf kannski að hreinsa verulega til bæði innan vallar og utan.
Man utd er algjör trúðaklúbbur í dag og að Greenwood málið er bara aukamál í þessu öllu saman segir allt sem segja þarf um ástandi.
Brynjólfur Rósti says
„Er staðan orðið virkilega þannig á Man utd að menn eru að reyna að sjá glassið hálf fullt með því að benda á að spilamennskan leit betur út en í mörgum leikjum.“
Uhh… já?
Er búinn að prófa að:
a) Væla yfir Glazer fjölskyldunni
b) Væla yfir Ed Woodward
c) Væla yfir metnaðarleysi
d) Væla yfir leikmannahópnum
e) Væla yfir frammistöðu leikmanna innan vallar
f) Væla yfir frammistöðu leikmanna utan vallar
g) Væla yfir félagsskipamarkaðnum
h) Væla yfir hversu [insert gaffer] spilar [insert neikvætt lýsingarorð] fótbolta
i) Væla yfir leikmannavali
j) Væla yfir skiptingum
k) Væla yfir stuðningsmönnunum
l) Sniðganga United varning
…í 9 ár.
Virkar ekki.