Liverpool eru erkiféndurnir, City er borgarslagurinn, en Leeds? Leeds er hatrið.
Á morgun mætir Manchester United á Elland Road í fyrsta skipti fyrir framan áhorfendur síðan í október 2003. Þetta er annað ár Leeds í úrvalsdeild síðan þá en útaf soltlu fór leikurinn á síðasta tímabili fram fyrir tómum stúkum. Leikmenn United þurfa því í fyrsta sinn að kynnast hvernig það er að spila fyrir framan áhorfendur sem virkilega virkilega hata United.
Það er góð grein á The Athletic í dag um þennan mikla slag og eitt af því sem Andy Mitten bendir á er að síðast þegar United slóst við Leeds voru í liðinu eintómir karakterar, en erfitt er í dag að segja að liðið sé uppfullt af þeim og ef eitthvað er, frekar brothætt lið. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þeim gengur í nornakatlinum.
Við vitum öll að þetta hefur verið bölvað bras undanfarið og það þurfti rautt spjald í síðasta leik til að gera það auðveldara fyrir United. Leeds er hins vegar í bullandi fallbaráttu, hafa náð einu stigi af síðustu níu, töpuðu 3- fyrir Everton um síðustu helgi og eiga nú United, Liverpool og Spurs í næstu leikjum og því ansi erfitt hjá þeim. Marcelo Bielsa hefur enst lengur hjá þeim en flest bjuggust við en nú er svo komið að hann gæti verið að komast á endastöð. United þarf að hjálpa til á morgun.
Einn af þeim sem United mætir á morgun er Dan James. James hefur staðið sig ágætlega hjá Leeds og er með þrjú mörk í síðustu fimm leikjum og hefur verið að spila fremstur. James var í viðtali í vikunni og blessunarlega segist hann ætla að fagna ef hann skorar enda er þetta að fagna ekki gegn fyrra liði orðið vel þreytt. United losaði sig við hann og hann skuldar United ekkert.
En nóg um það, liðinu er spáð svona
Það er búið að vera nóg að gera í herbúðum United í vikunni, slúður um ósætti milli leikmanna, meintar deilur um fyrirliðaband og svo langt gengið að leikmenn eru byrjaðir að taka fyrir svoleiðis sögur á samfélagsmiðlum.
Edinson Cavani er enn frá og því verður Ronaldo fremstur þó að Meistaradeildarleikurinn gegn Atlético sé á miðvikudag og það hefði verið betra að þurfa ekki að láta hann byrja. Fred er talinn ólíklegur eftir slaka frammistöðu í síðasta leik og Covid eitthvað að hrella enn. Varane gæti byrjað en það fær að bíða, Atlético mikilvægara.
Skildu eftir svar