0-1 tap gegn sennilega ógeðslegasta liði sem að Manchester United hefur mætt frá upphafi. Veit eiginlega ekki hverju þarf að bæta við. Manchester United tapaði fyrir gríðarlega skipulögðu (og óheiðarlegu) liði og er fallið úr leik í Meistaradeildinni.
Svona stilltu liðin upp.
Man Utd:
Atlético Madrid:
Hér er tölfræði til að koma okkur öllum í gott skap.
Since David Moyes, Man Utd have won 0 Champions League home knockout games and scored 1 goal (Lukaku's very sad consolation vs Sevilla). That covers a period of 8 years. That's the legacy of Ed Woodward and a corporate lawyer running a football club.
— Colin Millar (@Millar_Colin) March 15, 2022
Endalaus vandræði
Vandræði Manchester United endurspeglast í þessu tapi.
Þau endurspegluðust í þeirri ákvörðun að skipta Juan Mata inná til þess að bjarga því sem að bjarga varð. Juan Mata. Leikmaður sem að hafði spilað 172 mínútur fram að leiknum í gær og ekki beinlínis í mikilvægustu leikjum tímabilsins. Þessi skipting hefði meikað smá sens ef að Mata væri búinn að spila nokkuð stöðugt í gegnum tímabilið, en hann spilaði síðast í bikartapinu dásamlega gegn Middlesbrough.
Eða þegar að Harry Maguire fékk baunað á sig kaldhæðnisklapp og blístur þegar hann var tekinn af velli. Fyrirliði liðsins. Ekki var gáfulegra að sjá Nemanja Matic og Raphael Varane í óvissu yfir því hvor ætti að setja það á upphandlegginn. Sá franski gerði það fyrir rest.
Marcus Rashford átti daufa innkomu. Svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Eða jú, gerum það bara. Innkoma Marcus Rashford var ævintýralega léleg. Mér leið eins og ég væri að horfa á lítinn stressaðan strák í 4. flokki á yngra ári, að spila við stráka sem eru komnir með hár á ýmsa staði og dýpri raddir. Rashford hefur ekki séð til sólar í marga mánuði.
Auðvitað væri hægt að fara í gegnum allt liðið. Við litum ágætlega út í fyrri hálfleik. Allavega fram að marki Atlético. Pressuðum þá ágætlega án þess að skapa okkur opin marktækifæri, en ég held að það sé óhætt að fullyrða að leikurinn hefði spilast öðruvísi ef að skot Anthony Elanga í markteig Atlético hefði farið aðeins hærra og þá yfir hausinn á Jan Oblak í markinu. En nei… Renan Lodi skoraði rétt fyrir hálfleik og United panikkaði. Það er ekki flóknara en það.
Liðið þarf alltaf að skora þrjú mörk í hverri sókn þegar að það lendir undir. Bruno Fernandes verður einhvernveginn holdgervingur óðagotsins. Ótímabær skot, tæpar og erfiðar sendingar og svo endalaust nudd og nagg í dómurum. Þetta smitar út frá sér og yfirleitt ekki á hvetjandi hátt. Í það minnsta þá pirrar þetta stuðningsmenn.
Það hjálpaði reyndar ekki að dómari leiksins, Slatko Vincic, féll í hverja einustu gildru hjá gestunum. Samræmið var sömuleiðis ekkert. Hann t.d. stöðvar leikinn þegar að Jadon Sancho ætlar að vaða inn í teig Atlético, af því að Marcos Llorente hélt um sköflunginn á sér! Það var auðvitað ekkert að honum, en áfram gakk. Einhverju seinna þá heldur Diogo Dalot um höfuð sér, en þá er sko í góðu lagi að leyfa leiknum að fljóta. Jafnvel þó að sókn Atlético sé hans megin og þeir ná stórhættulegri fyrirgjöf á meðan að Portúgalinn liggur óvígur eftir. Eins og við segjum á ensku: make it make sense.
Til að gera langa sögu stutta þá hélt Atlético út og fer verðskuldað áfram. United skapaði lítið sem ekkert gegn varnarmúr gestanna, sem að hefði kannski verið í góðu lagi ef að gestirnir hefðu ekki skapað eitt færi. Dósum og flöskum rigndi yfir Diego Simeone þegar hann hljóp inn í göngin sem að er sorgleg hegðun frá nokkrum stuðningsmönnum Manchester United.
This has been an, erm, interesting interpretation of officiating a game from referee Slavko Vincic
— Melissa Reddy (@MelissaReddy_) March 15, 2022
Hvað er framundan?
Nú er komið að landsleikjapásu. Er það ekki bara vel þegið?
Þegar að henni lýkur þá fær Manchester United Leicester í heimsókn. Brendan Rodgers og félagar hafa ekki verið góðir að undanförnu, en það höfum við svosem heldur ekki verið. Svo að það er til mikils að hlakka. Auðvitað er allt kapp lagt í að ná þessu síðasta Meistaradeildarsæti en Arsenal eru þar í afar sterkri stöðu og að spila margfalt betur en okkar menn.
Mikið hefur verið ritað og rætt um næsta stjóra Manchester United. Tveir menn einoka slúðrið: Erik ten Hag og Mauricio Pochettino. Nú vilja einhverjir snillingar afskrifa þá, svona í ljósi þess að þeir féllu út úr Meistaradeildinni á sama stað og United. Sú lógík er jafn hættuleg og hún er heimskuleg. Án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því að þá hallast ég að ten Hag. Samkvæmt blaðamönnum vilja United tilkynna hver næsti stjóri verður áður en tímabilið klárast, jafnvel um mánaðarmótin apríl-maí. Það verður æðislegt að fylgjast með þeirri hringavitleysu, eins og allri annarri í kringum ástkært félag okkar. Við erum á vondum stað.
Það er alltaf dimmast rétt fyrir dögun og við erum í myrkrinu. En af litlum neista verður oft mikið bál og ég vona innilega að sá neisti finnist fljótlega, þó að líkurnar séu hverfandi. Áfram Manchester United.
Egill says
Nýr leikur, ný “óheppni” hjá versta varnarmanni í sögu félagsins. Ég get ekki beðið eftir því að hann verði seldur á klink í neðri hluta deildarinnar. Ég hef ekki hatað einn leikmann svona mikið síðan Suarez málið kom upp.
Egill says
Ég get ekki horft á fleiri leiki með Maguire. Ástæðan fyrir því að hann á að stíga upp frá vörninni er svo hann geti komið í veg fyrir stungusendingar, en hann er gjörsamlega ófær um það sem skilar sér í því að við fáum á okkur enn eina sóknina þar sem aðrir varnarmenn þurfa að fylla í stöðuna hans og við fáum á okkur mark. En hann er víst bara óheppinn skv. skýrsluhöfundi í síðasta leik.
Rashford má fara til Real ef hann vill, verði þeim að góðu. Hann hefur ekki getað sparkað í bolta síðan hann varð að móður Teresu. Burt með hann strax! Við versnuðum til muna við að fá hann inná völlinn, hann getur akkúrat ekki nokkurn skapaðan hlut lengur.
Ég vona að allir leikmenn Att Madrid verði frá vegna meiðsla í nokkra mánuði, en þeir virkuðu allavega rosalega meiddir í allt kvöld. Og dómarinn má fara aftur í vasann á Simeone í lok leiks.
Sigkarl says
Sælir MU menn. Ég er Liverpool maður en er fullkomlega sammála því sem Daníel Smári segir um Atletico. ógeðslegt lið á allan hátt.
Scaltastic says
Var á vellinum, þetta var ansi kvalarfullt á sálina. Hljóðið í local-num var almennt nokkuð jákvætt í garð liðsins. Vissulega eru þeir komnir með upp í kok á spilamennsku Maguire og Rashford, eins og 99% af aðdáendahópnum.
Held hins vegar að þetta dásamlega fólk geri sér ekki fyllilega grein fyrir því að það er langt frá því að vera gefið mál að það fái að upplifa meistaradeildakvöld á Old Trafford næsta áratuginn. Ég vona innilega að neikvæða innsæi mitt rætist ekki.
Dór says
Þessir leikmenn eru svo miklir aumingjar að þeir meiga allir fara
Halldór Marteins says
Sjálfsmarkið var óheppni, stend alveg enn við þá skoðun mína. En ég skrifaði líka margt fleira en bara það.
Fannst annars margt fínt í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Elanga heldur áfram að heilla mjög mikið, vonandi að hann geti haldið áfram á þessari braut og tekið skrefin upp á við í leiðinni.
Hef ekki mikla trú á 4. sætinu úr þessu, held að Arsenal eigi of mikið inni til þess. En ég vona að leikmenn United hafi meiri trú en ég og haldi áfram að berjast fyrir því.
Jonas says
Og svo á endanum strákar þá erum við að fá enn eina stjörnuna til okkar, reyndar ofnotaða en hefur miljónir fylgjenda allir happy er það ekki, ja við seljum alla vega nóg af treyjum. Vil taka fram, er Liverpool maður og vil hafa heilbrygða samkeppni liða okkar á milli, en sagan segjir ekki neitt, ja nema sannleikann. Hvort Ferguson hafi verið svona heppin að hafa alla þessa stráka í kring um sig eða what ever, þá tel ég hann fremstan meðal jafningja. En munið, hann er Aberdeen , ekkert meira eða minna. Hef sagt það hér áður og stend við, það voru mistök að halda sig ekki við Moyes í upphafi. Both scotice eins og sagt er, aðalmálið Moyes vann ekki nógu marga fyrstu leiki, þolinmæðin lítil eftir velgegni síðustu ára. Svo komu þessi og hinn og hinn og hinn , múna er að sagt er höfundur Gengenpressen með prímadonnur í kring um sig reddi öllu, ekki í kortunum,