Manchester United hefur staðfest kaup á argentínska leikmanninum Lisandro Martínez frá Ajax. Lágvaxinn en áræðinn leikmaður með góðan vinstri fót sem getur spilað bæði í vörninni og á miðju.
An agreement has been reached for the transfer of Lisandro Martinez 🔴🇦🇷#MUFC || @LisandrMartinez
— Manchester United (@ManUtd) July 17, 2022
Talað er um að verðið sé tæplega 46 milljón pund, þ.e. 55 milljón evrur, með þeim möguleika að verðið geti hækkað um 10 milljón evrur í framtíðinni ef vel gengur hjá leikmanninum. Eitt merki um þá trú sem bæði Ajax og Ten Hag hafa á þessum snjalla leikmanni er að hann er nú orðinn þriðji dýrasti leikmaður sem Ajax selur frá upphafi, á eftir Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt.
Í upphafi sumars voru fréttir um að Manchester United hefði meiri áhuga á félaga hans í miðvarðapari Ajax, Jurrien Timber, en sú athygli færðist fljótlega yfir á Martínez. Martínez hefur verið lykilmaður í Ajax-liði Ten Hag síðustu tímabil og var valinn leikmaður tímabilsins hjá Ajax eftir síðasta tímabil.
Introducing our Player of the Year…
¡Felicidades, @LisandrMartinez! 🔥🔥🔥🔥 pic.twitter.com/JMHQMhtF4p
— AFC Ajax (@AFCAjax) May 11, 2022
Martínez er frá Gualeguay, 40 þúsund manna borg í vesturhluta Argentínu. Hann kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Newel’s Old Boys en komst aldrei í aðalliðið þar heldur fór til Defensa y Justicia þar sem hann spilaði tæpa 60 leiki á tveimur tímabilum. Þaðan fór hann til Ajax sumarið 2019. Hjá Ajax hefur hann spilað 120 leiki og skorað í þeim 6 mörk. Hann hefur einnig spilað 7 A-landsleiki fyrir Argentínu. Hann hefur fyrst og fremst spilað sem miðvörður en getur vel spilað sem vinstri bakvörður eða varnarsinnaður miðjumaður. Hann var lykilmaður í spili Ajax sem sýnir sig einna helst í því að á síðasta tímabili var hann með hæsta sendingafjölda per 90 mínútur í allri deildinni.
Þrátt fyrir að vera aðeins 175 cm á hæð þykir hann góður í skalleinvígjum og harður af sér. Hann hefur þegar reynslu af því að mæta bæði Erling Braut Haaland og Darwin Nunez og lét þá ekki komast upp með mikið. Það verður áhugavert að sjá hvaða hlutverk Ten Hag hefur hugsað fyrir hann hjá United og hvernig honum mun ganga að glíma við leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar. En það er ljóst að þarna er kominn hörku fótboltaleikmaður með flottan karakter og góðan knattspyrnuheila. Arsenal vildi fá leikmanninn en samkvæmt slúðrinu neitaði leikmaðurinn að fara til þeirra því hann vildi ólmur ganga til liðs við Manchester-byltingu Erik ten Hag.
What's specifically impressive is his leap and timing. People just assume strikers read the ball incredibly. As Martinez is facing play, he times his leaps very well which makes a difference consistently.
— ManUtd Analytics ⚽ (@Utd_Analytics) July 14, 2022
Helsti styrkleiki Martinez er framúrskarandi sendingageta og hæfileikinn að bæði bera upp boltann og brjóta línur með nákvæmum sendingum fram völlinn. Þegar öll sendinga- og sóknartölfræði er skoðuð skorar Martinez með því allra besta í Evrópu. Það er mikilvægt hjá liðum sem stefna að því að vera mikið með boltann og sækja meira en þau verjast. Það þýðir þó ekki að sóknargeta Martinez geri það að verkum að varnarhlutverkið sitji á hakanum. Langt í frá.
this is lisandro Martinez 's stats from champions league last year ( he played against haaland and Nunez). Lol. pic.twitter.com/deQlBduxdV
— Kavi (@blurt2kc) July 16, 2022
Það var orðið nokkuð ljóst fyrir einhverju síðan að Martinez væri á leið til Manchester United. Það vakti því verðskuldaða athygli í síðasta æfingaleik þegar Erik ten Hag skipti Harry Maguire yfir í hægri miðvarðastöðuna í stað þess að spila vinstra megin eins og hann hefur vanalega spilað hjá Manchester United. Það bendir sterklega til þess að Martinez sé hugsaður vinstra megin í miðvarðapari, mögulega í samkeppni við Lindelöf og Alex Telles, á meðan Raphaël Varane og Harry Maguire muni keppast um stöðuna hægra megin. Eric Bailly hefur svo staðið sig vel á undirbúningstímabilinu til þessa en það verður að koma í ljós hvort hann muni koma til greina hjá United eða sé bara að hækka verðmiðann á sér með þessum frammistöðum.
Hann verður þar með áttundi leikmaðurinn frá Argentínu til að spila fyrir Manchester United. Juan Sebastian Verón, Gabriel Heinze, Carlos Tevez, Angel Di Maria, Marcos Rojo og Sergio Romero áttu misgóða ferla hjá United en voru allir litríkir á sinn hátt. Alejandro Garnacho gæti átt blómlegan feril fyrir höndum og við vonum að Lisandro Martínez nái að setja sitt mark á félagið innan sem utan vallar.
I can't recall a single game in which Lisandro Martínez didn't give his all for the badge. Put this fact alongside his consistent performances the last year(s) and his Player of the Year award and you'll find satisfaction in his request to leave the club.
He deserves this move.
— 𝐀𝐅𝐂 𝐀𝐉𝐀𝐗 💎 (@TheEuropeanLad) July 13, 2022
Hvernig líst ykkur á þennan nýja leikmann Manchester United?
🗣 Jurriën Timber: "Sometimes I get a little too casual on the pitch but then Lisandro Martínez immediately notices it and starts shouting and swearing at me. So it's all good." [via @TheEuropeanLad] pic.twitter.com/6p01zYAH0m
— centredevils. (@centredevils) July 14, 2022
Laddi says
Geggjað! Langt síðan ég hef verið jafn spenntur fyrir nýjum leikmanni!
Bjarni says
Líst vel á kauða, hef alltaf verið hrifinn af leikmönnum frá Argentínu og sérstaklega ef þeir spila fyrir Utd með misjöfnum árangri þó. Vonandi nær hann að blómstra hjá okkur og stabílisera vörnina, okkur vantar einmitt svona týpu þar. Munið að stærðin skiptir ekki alltaf máli.
Ingi says
Ég er á báðum áttum. Argentínumenn hafa ekki alltaf verið að gera gott mót í ensku en ég sé hann einhvern veginn meira fyrir mér fyrir framan vörnina. Hann hefur jú greinilega sendingargetu og útsjónarsemi sem bæði Fred og McTominey skortir.
Helgi P says
Hvað er þessir men að hugsa sem sjá um þessi félagskifti fyrir þetta félag að við séum ekki löngu farnir eftir öðrum miðjumönum heldur en de jong sem er búinn að segja það 1000 sinnum að hann vilji ekki koma svo þurfum við líka striker fyrir Ronaldo sem vil fara en það er bara ekkert að frétta ég get ekki séð þetta lið ná meistardeilda sæti með þennan hóp
Dór says
Er þessi síða orðinn steinn dauð hjá ykkur
Arni says
Að við séum að fara inní tímabilið með verri hóp en í fyrra er ekki gott
Gummi says
Við erum alveg ömurlegir bæði í að kaupa og selja leikmenn við erum svo lagnt á eftir city og liverpool í þeim málum
Hjöri says
Sammála Gumma,og að vera að eltast við leikmann sem er margsinnis búinn að segjast ekki vilja fara til utd, væri ekki nær að huga að öðrum leikmönnum. En þetta kaup og söluferli hjá utd er búið að vera afskaplega dapurlegt síðustu misseri.