Liðið :
Varamenn: Dúbravka, Heaton, Fredrickson, Martínez (45′), Varane, Wan-Bissaka, Bruno (45′), Iqbal, McTominay, Sancho (70′), Garnacho (70′), McNeill (83′)
Það er ekki hægt að hrósa þessum leik fyrir skemmtilegheit. ekki fyrr en á 25. mínútu sem eitthvað gerðist sem þurfti að skrá, Ronaldo tók ekki alveg nógu vel á móti sendingu innfyrir og horn varð raunin. Fram að því höfðu þetta verið þreifingar á báða bóga, liðin héldu boltanum án þess að ógna. United var þó aðeins farið að færa sig upp á skaftið en tókst aldrei að gera neitt úr því og fyrri hálfleikurinn einn sá tilþrifaminnsti sem sést hefur, tja síðan á síðasta tímabili.
Ten Hag gerði tvær breytingar í hálfleik, Martínez kom inn fyrir Dalot og Bruno fyrir Eriksen. United var strax aðeins beinskeyttara og Ronaldo reyndi í fyrsta skipti skot, þokkalegt skot en yfir og aldrei hætta. Þetta entist samt ekki og La Real sótti á, tvær fínar fyrirgjafir enduðu annars vegar í skalla yfir og hins vegar björgun Martínez og svo þetar 57 mínútur voru liðnar kom skot sem fór í fót Martínez og þaðan í hendina, víti dæmt. Brais Mendéz skoraði örugglega og kom Real Sociedad í forystu.
Aftur reyndi United að sækja á en strönduðu á þéttri vörn Sociedad. Á 70. mínútu gerði Ten Hag tvær skiptingar, Sancho og Garnacho komu inná fyrir Antony og Elanga.
Þetta gekk samt ekki neitt og síðasta skiptingin var á 83. mínútu, Ten Hag gaf Charlie McNeill sinn fyrsta leik fyrir United, Malacia út og reynt að setja allt í sóknina. Hann gat ekkert gert, United sótti á en það varð ekkert færi úr því og í raun hefði Sociedad getað skorað úr hraðaupphlaupi en De Gea hirti boltann af tánum á sóknarmanni.
Tap raunin í slökum leik, fáir United menn stóðu sig almennilega, Martínez þó skástur. Ronaldo er orðinn skugginn af sjálfum sér, hægur og bitlaus..
Scaltastic says
Litla kjaftæðið þessi dómur, jafn sláandi og þegar að markið hjá Boro fékk að standa í FA cup.
Fred í tíunni var falin myndavél uppá 9,5.
Arni says
Fred er búinn að vera skelfilegur
Scaltastic says
Frammistaðan var ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Hins vegar þá voru það skugginn af CR7 og dómara kvartetinn sem slaufuðu dagskránni. Versti parturinn við þessi úrslit er að nú neyðist Ten Hag til að spila sínu sterkasta liði í Moldóvu. Ég vona að hann hafi kjark til þess að sleppa því en það er óskhyggja.
Helgi P says
Ég er mikil Ronaldo maður en það var hálf vandræðilegt að horfa á hann í þessum leik hann er bara orðinn of gamall enda var ekki eitt lið sem hafði áhuga á honum