Næsta umferð í Evrópudeildinni eftir hörmungarleik á heimavelli á móti Sociedad er gerð krafa á sigur ef það er einhver metnaður fyrir því að gera eitthvað úr þessari keppni.
Sheriff Tiraspol er sigursælasta liðið í moldóvsku úrvaldsdeildinni með 20 deildar titla sem er fínasti árangur þar sem liðið var stofnað árið 1997 sem gerir það 25 ára gamalt og hafa verið reglulega með í Evrópukeppnum í kjölfarið árið í ár er fimmta skiptið sem liðið kemst í riðlakeppni í Evrópudeildinni en besti árangur liðsins er óneitanlega þegar liðið komst í riðlakeppnina í Meistaradeildinni í fyrra stendur úti sigur á Real Madrid sennilega hæst þar sem skilaði þeim í þriðja sæti riðilsins og í umspil í Evrópudeild en þar endaði ævintýrið eftir tap gegn Braga.
Sheriff Tiraspol er staðsett í héraðinu Transnistriu sem hefur lýst yfir sjálfstæði en ekki hefur það fengið mikið af stuðningi við það erindi sitt og telst því af meirihluta heimsins að vera hérað í austur Moldóvu sem er með fátækustu löndum í Evrópu en hvernig hefur þeim tekist að komast svona reglulega í riðlakeppnir með þennan fjárhagslega bakgruns landsins það mun vera við aðstoð fyrirtækisins sem kemur með Sherriff hlutann í nafnið.
Sheriff er fyrirtæki stofnað af tveimur fyrrverandi KGB njósnurum í byrjun 10. áratugarins. Fyrirtækið sérhæfir sig ekki i neinu sérstöku heldur er það með tengsl í flest öllu sem viðkemur rekstri borgarinnar Tiraspol og eins og þekkist með önnur verkefni sem tengjast fyrrum KGB njósnurum þá eru margir sem efast um að allt við starfsemina sé fullkomlega lögleg.
Hvað liðið varðar þá er þetta lið í yngri kantinum með meðal aldur upp á 23,9 ár og er sennilega sá sem flestir ættu að kannast við í þessu liði markmaðurinn Maksym Koval sem var varamarkmaður Dynamo Kyiv og á einnig nokkra leiki fyrir Úkraínska landsliðið.
Liðið mun sennilega stilla upp í 4-3-3 eins og síðustu skipti markahæstur í liðinu er Guinea Bissau maðurinn Steve Ambri sem spilar á vinstri kantinum þannig verður spennandi að fylgjast með hvort Dalot verði einn með hann eða hvort hann þurfi hjálp frá þeim sem spilar fyrir framan hann.
United
Eftir svekkjandi tap í leiðinlegum leik sem kannski spilaðist undir getu og metnaði eftir fréttirnar sem bárust rétt fyrir leik að Elísabet 2. Englands drottning væri látin og of seint væri að aflýsa leiknum en síðar var leikjunum á móti Crystal Palace og Leeds frestað vegna andlátsins og vegna magnsins af lögreglu sem þarf að vera í London út af jarðarförinni.
Vegna tveggja frestaðra leikja er hægt að búast við að Erik ten Hag stilli upp sterku liði þar sem þetta er síðasti United leikurinn í september. Fram undan er landsleikjahlé og það ofan á þessar lélegu frammistöðu kæmi ekki á óvart að liðið yrði líkara því sem hefur verið að spila í deildinni nema auðvitað það eigi bara að treysta á að gæðamunurinn komi okkur í gegnum þennan riðil væri gaman að sjá hvort Martial gæti haldið áfram að spila eins og hann gerði á undirbúnings tímabilinu, en fyrir liðin sem vinna riðlana ætti það að geta sleppt út umferð í útsláttarkeppninni sína að vera gulrótin sem liðið ætti að þurfa til að taka þessa keppni alvarlega og alls ekki enda í þriðja sæti og enda í Conference deildinni eftir áramót.
Miðað við fréttirnar að Shaw, Donny og Rashford ferðuðust ekki með liðinu þá verður að teljast líklegt að Ronaldo haldi áfram að byrja i Evrópudeildinni.
Skildu eftir svar