United vs Newcastle
Eftir afhroðið gegn City var sigurinn gegn Everton síðustu helgi mjög kærkominn til þess að hleypa liðunum á toppnum ekki of langt á undan. Þrátt fyrir að það Everton hafi legið þungt á United undir lok leiksins þá var sigurinn verðskuldaður. United liðið tók síðan á móti Omonia Nicosia og eftir mikið más og blás að marki Omonia laumaði McTominay inn marki í uppbótartíma og 1-0 sigur í höfn. Næst fær United, Newcastle í heimsókn klukkan 13:00 á sunnudaginn. Eftir hæga byrjun þar sem Newcastle sigraði aðeins einn af sínum fyrstu 7 leikjum og gerði 5 jafntefli hafa þeir aðeins rétt úr kútnum með tveimur sigrum í síðustu tveimur leikjum. Þá hafa þeir einnig unnið þessa tvo leiki stórt 4-1 og 5-1, það má því búst við að drengirnir hans Eddie Howe mæti ágætlega vel stemdir í leikinn gegn United. Erik Ten Hag gerði fjórar breytingar á liðinu frá tapinu gegn City, Varane, Malacia, Sancho og McTominay fóru allir úr liðinu og Martial, Lindelöf, Shaw og Casemiro komu inn. United liðið gaf svolítið eftir undir lokin gegn Everton og gæti spilað inn í leikurinn um miðja viku gegn Omonia Nicosia, það er vonandi að það sama verði ekki upp á teningnum núna á sunnudaginn.
Liðið
Ég tel að Erik ten Hag haldi sig við sama lið og síðustu helgi gegn Everton (þar sem að Evrópudeildar byrjunarlið teljast ekki með) en geri þó eina mögulega tvær breytingar, mögulega mun Jadon Sancho snúa til baka í byrjunar liðið og það yrði þá á kostnað Ronaldo og Rashford myndi færast upp á topp, þá er líklegt að Varane snúi aftur í byrjunarliðið eftir örlítil meiðsli. Luke Shaw stóð sig mjög vel gegn Everton og það er líklegt að hann haldi sætinu sínu þrátt fyrir að Malacia hafi byrjað tímabilið mjög vel. Þá gæti verið að Martial verði tilbúinn fyrir leikinn gegn Newcastle en líklegt að vegna þrálátra meiðsla byrji hann ekki leikinn. Þannig ég spái liðinu eftirfarandi:
Newcastle
Eins og var minnst á áðan þá hefur Newcastle verið að rétta úr kútnum en mögulega var farið að hitna undir Eddie Howe eftir fyrstu sjö leikina þar sem liðið hafði einungis unnið einn leik og það var fyrsti leikurinn gegn nýliðum Nottingham Forest. Margir bjuggust við því að liðið myndi taka félagskiptagluggann með trompi enda hefur ekkert fótboltalið jafn ríka eigendur. Liðið keypti þó einungis 4 leikmenn í félagaskiptaglugganum þá Nick Pope, Matt Targett, Sven Botman og Alexander Isak. Þá fengu þeir einnig til sín Loris Karius frítt og Garang Kuol táning frá Ástralíu eftir að glugginn lokaði. Newcastle hefur verið að spila 4-3-3/4-5-1 kerfi undanfarið með Callum Wilson upp á topp þar sem Alexander Isak hefur verið að takast á við meiðsli. Saint-Maximin hefur verið frá síðustu leiki og ekki er víst að hann verði með á morgun og ef hann byrjar ekki þá spái ég að Newcastle stilli upp svona:
Að lokum
United og Newcastle sitja nú í 5 og 6 sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Newcastle hefur leikið einum leik meira en United. United þarf að vinna þennan leik til þess að pressa á liðin í þriðja og fjórða sæti (Chelsea og Tottenham) en næstu tveir leikir United eru einmitt gegn Tottenham og Chelsea. United og Newcastle hafa marga hildina háð og keppt 54 sinnum í ensku úrvalsdeildinni og hefur United unnið 32 leiki en Newcastle 7 leiki. Þá hefur Newcastle aðeins einu sinni unnið á Old Trafford frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar og algjör óþarfi að fara að tvöfalda þá tölu á morgun. Þrír af síðustu fimm leikjum liðanna hafa farið 4-1 fyrir United og þau úrslit væru alveg ásættanleg þegar dómari leiksins Craig Pawson flautar til leiksloka á morgun.
Skildu eftir svar