Stórafréttin í liðsuppstillingunni var að Alejandro Garnacho byrjaði sinn fyrsta leik fyrir United
Varamenn: Dubravka, Heaton, Maguire(45′), Shaw (63′), Fred, McTominay(63′), Van de Beek/79′), Iqbal, Elanga, Pellistri Sancho, Rashford(45′)
Augljóst var frá fyrstu mínútu hver dagsskipunin var hjá nýjum þjálfara Sheriff: Verjast.
Liðið bakkaði næstum inn í markteig og leyfði United að koma á sig. United gerði eins vel og hægt var undir þeim kringumstæðum, sótti á, hélt boltanum vel og var oft nálægt því að komast í gegnum þó þétta vörnina, ýmist með samspili, endingum inn á teig, eða einleik, og þá helst þeirra Garnacho og Antony.
Bruno hefði getað fengið víti þegar varnarmaður tók undan honum fæturna með öðrum fæti en boltann með hinu en dómarinn eða VAR áu ekki ástæðu til þess. Sömuleiðis fékk Rasheed aðeins gult fyrir olnbogaskot sem gaf Casemiro blóðnasir, og hefði auðveldlega getað verið rautt, mjög viljandi brot.
Fyrsta frábæra færið kom á 26. mínútu, löng sending frá Lindelöf inn á markteigshornið Bruno skallaði fyrir og Ronaldo reyndi að nota ilina til að stýra boltanum í netið og það gekk ekki, Koval varði. Ronaldo átti að klára þetta.
Leikurinn var orðinn svolítið strembinn fyrir United, færin urðu ekki til þó pressan væri nokkur en þetta hafðist loksins á 44. mínútu, Casemiro vann horn, fínt horn frá Eriksen og Diogo Dalot stakk sér milli tveggja varnarmanna á nærstönginni og þetta varði Koval ekki. 1-0 loksins.
Ten Hag gerði tvær breytingar í hléi, Harry Maguire kom inná fyrir Martinez og ´tók fyrirliðabandið, og Marcus Rashford fyrir Antony. Seinni hálfleikur var ein og sá fyrri, Garnacho einna hressastur en ekki mikið um færi. Ronaldo hristi loksins af sér varnarmenn og lagði boltann fyrir sjálfan sig í upplögðu færi í miðjum teignum, en setti svo boltann framhjá vinklinum. Einhvern tímann hefði sá steinlegið. Rétt á eftir smellti hann boltanum í netið en var rangstæður þegar hann tók á móti skallabolta Bruno.
Shaw og McTominay komu inná fyrir Dalot og Casemiro og næsr strax kom annað markið, ábætist samspil utan teigs, svo kom Eriksen, renndi boltanum á Shaw við teiglínuna vinstra megin, hann vippaði innanfótar inn á teig og þar kom Rashford með einfaldan skalla. 2-0.
Áfram hélt þetta í svipuðum stíl, Garnacho fékk frítt skot í teig eftir skemmtilega uppsetta hornspyrnu en skaut yfir. Það var það síðasta sem hann gerði í leiknum, því rétt á eftir fór hann útaf fyrir Donny van de Beek.
Svo loksins tókst Ronaldo að skora. Bruno gaf sendingu inn á teiginn, Ronaldo var næstum ótruflaður af tveimur varnarmönnum og átti fínan skalla aðeins of beint á Koval sem þó hélt ekki boltanum og Ronaldo fylgdi vel á eftir og nelgdi í netið af stuttu færi. 3-0 á 81. mínútu.
Embed from Getty Images
United hélt uppi preu til leikloka en bætti ekki við marki.
Þetta var alveg prýðilegur sigur. Vel spilað hjá United og þéttpökkuð vörn opnuð þrisvar. Ronaldo hefði einhvern tímann skoraði eitt eða tvö í viðbót en markið var ágætlega tekið
Steve Bruce says
Til mikils að vinna í útileiknum gegn Real Sociedad. 0-2 sigur og liðið sleppur við næstu umferð. Myndi nú ekki veita af þar sem hópurinn er ansi þunnur. Held við getum öll verið sammála um að Alejandro hafi gert nóg til þess að aðdáendur bíði spenntir eftir framhaldinu.
Gaman að sjá Ronaldo skora en alveg ljóst að 2007-2021 útgáfan af Ronaldo hefði hent í þrennu í þessum leik.