Antony var lítilega meiddur og Lindelöf veikur þannig fyrirliðinn kom aftur inn í liðið og United leit svona út.
Varamenn: Bishop, Dubravka, Malacia, Fred(79′), Pellistri, Van De Beek, McTominay(61′), Garnacho, Sancho.
Lið gestanna
United var betra liðið frá upphafi og fékk nokkur hálffæri, sérlega falleg sending Christian Eriksen inn fyrir vörnina fann Elanga og hann hefði getað gert betur en undir pressu frá varnarmanni var skotið máttlaust. Hápressa United var að virka ágætlega, leikmenn voru að vinna boltann af West Ham eins og það væri vinnan þeirra.
Þegar kortér var liðið komst Rashford inn í sendingu, lék upp að teig og þvert og skotið fór í varnarmann, og í boga yfir Fabianski og svo þverslána líka. Rétt eftir hornið kom svo fyrirgjöf inn á teiginn og þar var Rashford en skallinn aðeins of beint á Fabianski. Mjög frísklegur kafli.
Eins og oft áður í leikjum fjarar smá undan betra liðinu þegar líður á og West Ham kom inn í leikinn. De Gea þurfti að sýna sig, kom fyrst vel út úr teig til að hreinsa langa sendingu fram og varði síðan vel frá Bowen, sem reyndar hafði verið rangstæður.
West Ham var samt aldrei of líklegt, Martinez var sterkur í vörninni þó Maguire virtist stundum smá sofandi. United tók svo upp fyrri pressu og var komið með West Ham vel upp að teig. Það var svo Marcu Rashford sem loksins nýtti færi. Fyrirgjöfin kom frá vinstri, algerlega frábær frá Christian Eriksen og Rashford stökk hærra og framfyrir Kehrer og hamarskallaði í netið. Óverjandi fyrir Fabianski, 100. mark Rashford fyrir United, 1-0 á 38. mínútu.
United voru svo betri út hálfleikinn án frekari færa.
West Ham neyddist til að gera markmannsskiptingu í hálfleik, Fabianski var í einhverjum vandræðum og Alphonse Areola kom inn á. Wext ham byrjaði betur og á 50. mínútu hefði Scamacca átt að fá sitt annað gult spjald, fór reyndar i boltann en sparkaði í höfuð Martinez sem var að skalla frá. Boltinn alltof hár yfir fótinn, stálheppinn þar Scamacca.
West Ham var áfram meira með boltann, United náði ekki tökum á leiknum og Ten Hag reyndi að breyta því með að setja Scott McTominay inná fyrir Elanga. Fljótlega eftir það komst Ronaldo inn í teiginn, fín stunga frá Rashford en Ronaldo aðeins of utarlega og skotið svo slakt og ekki nálægt marki. Rétt á eftir reyndi hann svo eftir, skot utan teigs og það var betra, varið yfir.
Aftur komst svo West Ham inn í leikinn en vörnin var fín sem oft áður í haust. Martinez langbestur auðvitað en haw og Dalot ágætir. Fred kom inná fyrir Eriksen, Ten Hag orðin helst til varnarsinnaður þegar lítið er eftir. Dalot var búinn að bjarga nokkrum sinnum með sköllum á fjær stöng og Svo kom flott skot Antonio af rúmlega 20 metra færi sem De Gea varði yfir og svo varði hann aftur enn betur, skalli Zouma stefndi inn úti við stöng en De Gea sveif eftir honum og varði í horn. Hann er kannski ekki best spilandi markvörðurinn en fáir betri í svona vörslum.
McTominay var búinn að vera vafasamur í tæklingum og slíku inn í teig, ekki gott að sjá eftir vítið gegn Chelsea, hefðum haldið hann hefði kannski lært af því. Ekkert þó sem dómarinn gat dæmt á.
Loksins fékk svo United færi, fyrirgjöf McTominay og Fred skallaði en boltinn small í stöng. Ekki alveg nöfnin sem búast mátti við en varamennirnir aðeins að gefa.
Áfram hélt svo West Ham að sækja, vörn United var samt þétt, nokkuð sem hefur ekki sést í nokkur ár. Þegar United reyndi gagnsóknir voru þeir alltof fámennir.
Mínúturnar í framlengingunni voru að mestu í teig United, Bowen skaut af markteig en Maguire blokkað og svo var Declan Rice næstum búinn að sækja stigið þegar hann fékk boltann 25 metra frá marki eftir enn eina hreinsun, hafði nægan tíma og skaut þrumuskoti en David de Gea bjargaði sigrinum með frábærri skutlu.
Það voru sannarlega fínir kaflar í leiknum en United gaf allt of mikið eftir og sem fyrr segir voru skiptingar Ten Hag of varnarsinnaðar. En það var svo stífur varnarleikur og frábær markvarsla sem landaði þessu. United sest í fimmta sætið, stigi á eftir Newcastle og með leik til góða.
Jóhann says
Virðist frekar þunnskipaður hópur. T.d. virðast möguleikarnir í öftustu fjóra vera frekar takmarkaðir. Ef t.d. miðvörður meiðist, kannski taka Casemiro aftur og setja Fred eða McTominay á miðjuna.
Egill says
Við erum að spila leiðinlega djúpt og bakverðirnir eru lítið að pressa ofar á vellinum, líklegast vegna þess að Maguire er að spila, eða hann er inná vellinum þ.e.a.s. Það er varla hægt að segja að hann sé að spila. Martinez er búinn að bjarga honum a.m.k. þrisvar sinnum í dag, og De Gea einu sinni. Þvílíkar hörmungar leikmaðurinn.
Sama með Elanga, hann er ekki skila neinu, alls ekki nógu góður fyrir EPL.
Annars hafa Martinez og Casemiro verið frábærir í dag.
Ég vill fá Elanga útaf fyrir Sancho í seinni þar sem West Ham þurfa að sækja og þá vill ég frekar hafa hann inná til að refsa heldur en Elanga.