Liðið gegn Aston Villa er komið og nokkrar breytingar frá síðasta leik gegn einmitt Aston Villa. Martial kemur í byrjunarlið en Harry Maguire gerir það einnig og spilar við hlið Lindelöf í hjarta varnarinnar.
Lið United
Varamenn: Garnacho (62′), Elanga (62′), Eriksen (62′) Casemiro(80′) Martínez(86′)
Lið Aston Villa
Þetta er svo sem ekki mest spennandi leikur fyrirfram sem hægt er að ímynda sér en fyrri hálfleikur var dræmari leikur en nokkuróttaðist. United var mikið breytt og ekki margir af þeim sem fengu sénsinn í kvöld sýndu neitt mikið sem gæti komið þeim inn í aðalliðið.
En ef það var ekki nokkuð færi í fyrri hálfleik sem segja þurfti frá, var sá seinni eins gjörólíkur og hægt var.
Það voru rétt liðnar tvær mínútur af honum þegar Villa komst í gegn, Ollie Watkins fékk sendingu inn fyrir, lék inn í teig og lyfti boltanum yfir úthlaupandi Dúbravka. 1-0 Villa.
En það tók United bara eina og hálfa mínútu að jafna. Lindelöf gaf 50 metra sendingu inn fyrir vörnina, Bruno náði boltanum og gaf þvert og Martial skoraði frá miðjum teig.
Meiri hasar á innan við fjórum mínútum en í öllum fyrri hálfleik. United var nokkuð betri eftir þetta, en þurfti þó ekki mikið til á 61. mínútu, Villa sótti upp, Ashley Young lék upp að teig og sendi yfir á fjær stöng þar sem Leon Bailey var óvaldaður, skallaði að marki, og Diogo Dalot rak fótinn í boltann og stýrði honum framhjá Dúbravka.
Ten Hag gerði þá þrjár breytingar, Fred, Van de Beek og Martial fóru útaf og Garnacho, Elanga og Eriksen komu inná. Skömmu síðar komst Rashford inn í teig og náði ekki alveg að leggja fyrir sig boltann nógu vel, skot hans fór rétt framhjá. En það liðu bara nokkrar mínútur þangað til honum tókst betur upp, hann skallaði inn í teiginn, vörn hreinsaði áður en Eriksen komst að en Rashfort hirti boltann, hristi af sér Mings og Chambers, stóð í fæturnar og skoraði svo með flottu skoti.
Þetta var eins og að horfa á tvo mismunandi leiki. Fyrri og seinni hálfleik. Villa gerðu sitt til að gera þetta spennandi en United sóttu samt meira, Bruno tók snúning í teignum og skot sem Olsen varði í horn, Maguire skallaði beint á Olsen úr horninu, hann kýldi frá og United hélt uppi pressunni og þetta allt endaði á langskoti Bruno sem sleikti stöngina utanverða.
Villa fékk færi mínútu síðar en Watkins missti boltann frá sér til Dúbravka. Þetta var dýrt því Bruno kom United yfir í næstu sókn. Olsen gaf boltann beint á Garnacho sem sendi á Bruno, hann lagði boltann fyrir sig, skaut, og Mings kom á skriði og boltinn fór af honum og inn . 3-2 fyrir United eftir 78 mínútur.
Garnacho var búinn að spila mjög vel og var nálægt því að skora gull af marki með að spóla upp kantinn og inn í teig, en skotið fór af varnarmanni og í horn.
Ten Hag er alltaf hrifinn af því að reyna að þétta liðið með skiptingum og Casemiro kom inná fyrir Rashford. En United var samt áfram betra liðið ólíkt sumum fyrri skiptum þegar varnarsinnuð skipting hefur komið. Lisandro Martinez fékk svo síðustu mínúturnar fyrir Lindelöf.
Scott McTominay var næstum búinn að skora, fékk frábæra sendingu frá Christian Eriksen en skaut í slá af vítateigslínu. Rétt á eftir skallaði Eriksen sjálfur yfir. Og það var svo McTominay sem gulltryggði sigurinn þegar nokkrar sekúndur voru komnar framyfir 90 mínúturnar, Garnacho kom með snilldar sendingu langt utan af kanti, inná teiginn framhjá vörninni og McTominay kom á flugi og setti sólann í boltann. 4-2.
Leon Bailey var stálheppinn að ekki var VAR í leiknum, lenti í útistöðum við Martínez og endaði á að ýta honum og sparka í hann, dómarinn aá líklega bara höndina.
Síðasta orðið í leiknum átti Robin Olsen sem hafði verið arfaslakur, en allt í einu tókst honum vel upp, varði aukaspyrnu Bruno yfir. En United komst á endanum auðveldlega áfram. Marcus Rashford var maður leiksins, en Garnacho er alveg stórkostlega skemmtilegur og Christian Eriksen er svo frábærlega útsjónarsamur. Meira að segja McTominay leit vel út við hliðina á Erikse
Snorkur says
Þessi seinni hálfleikur var bara nokkuð hressandi :) Garnacho er að verða smá uppáhalds.
Rasford sem fremsti maður virkaði líka :)
Zorro says
Fràbær sei hálfleikur hká okkur…kraftur…hraður sòknarleikur..og ný stjarna fædd…Charnacho….hann boðar sko vel😀