United heimsækir Fulham í síðast leik sínum fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember. Fyrir þessa umferð var United 3 stigum á eftir Tottenham í fjórða sæti og 4 stigum á eftir Newcstle en United á leik til góða á bæði þessi lið. Það er nauðsynlegt að United endi fyrri hluta mótsins á góðum nótum og helst sem næst liðunum í 3 & 4 sæti. Gestgjafar United um helgina eru Fulham menn sem hafa staðið sig ágætlega á tímabilinu en þeir sitja í 9.sæti með 19 stig jafn mörg stig og Liverpool. Það virðist sem svo að Fulham sé að hugsa um. að halda sér í úrvalsdeildinni í ár sem er ólíkt þeim þar sem undanfarin ár hafa þeir ásamt Norwich fullkomnað þá list að; gjörsamlega ganga frá Championship deildinni, komast í úrvalsdeildina, ekki geta neitt þar og falla.
Fulham heimsótti Manchester City í síðustu umferð, þar hafði City betur 2-1 eftir að Haaland skoraði úr víti í blálok leiksins. Þess má þó geta að Fulham menn voru manni fleiri meginþorra leiksins eftir að Joao Cancelo var rekinn útaf í fyrri hálfleik. Sömu helgi tóku United menn á móti Aston Villa og það fór ekkert sérlega vel, en það má í raun segjst að United hafi bara verið lélegir. United vann þó Aston Villa í vikunni en liðin mættust í Carabao cup núna á fimmtudaginn og voru mjög sprækir í seinni hálfleik þar. Fulham fékk væna hvíld í vikunni þar sem þeir duttu út í síðustu umferð Carabao Cup í ágúst eftir 2 – 0 tap gegn Crawley Town.
Liðin
United
Mér finnst mjög líklegt að Erik Ten Hag geri einhverjar breytingar frá liðinu sem mætti Aston Villa í miðri viku, t.a.m. myndi ég telja að Harry Maguire fái sér sæti á bekkinn og Martinez komi inn í byrjunarliðið. Ætli De Gea, Luke Shaw, Casemiro og Eriksen komi ekki allir inn í byrjunarlið United þá eru einhver efasemdir um hvort að Sancho eða Antony verði tilbúnir fyrir leikinn en ef Antony er tilbúinn þá kemur hann eflaust líka inn í byrjunarliðið. Ef þeir verða enn fjarri góðu gamni þá tel ég góðar líkur á því að Garnacho fái traustið eftir góða frammistöðu gegn Aston Villa í Carabao Cup. Ég ætla hins vegar að spá því að Antony verði kominn til baka og spá liðinu því svona:
Fulham
Samkvæmt Fantasy Premier League appinu þá mun Mitrovic ekki spila úrvsalsdeildar leik fyrr en eftir HM og það er örugglega fínt fyrir United að hann sé fjarri góðu gamni. Andreas Pereira mun þó að öllu líkindum byrja og spila í fyrsta sinn gegn United síðan hann fór frá félaginu síðasta sumar (já hann var seldur frá United síðasta sumar, ég veit að manni líður eins og það sé lengra síðan). Ætli fyrrum félaginn okkar DJ (Daniel James) fái að spreyta sig eitthvað kannski ekki mjög líklegt að hann byrji en alveg ágætis líkur á að hann fái einhverjar mínútur.
Að lokum
Ég sagði það áðan að það væri nauðsynlegt fyrir United að enda fyrri hluta mótsins á góðum nótum og sem næst liðunum í 3 & 4 sæti. Það er ekki bara nauðsynlegt heldur á United að vinna lið eins og Fulham frekar þægilega þó þetta sé á útivelli. Þó að Fulham sé í 9 sæti þá eru einungis 3 lið sem hafa fengið á sig fleiri mörk (fyrir þessa helgi) og það eru Bournemouth, Leicester og Nottingham Forest. Þannig ef United ætlar sér að næla í Meistaradeildarsæti á þessu ári og kannski gera það með ögn meiri ró en t.d. tímabilið 2019-2020 þá verða þeir að vinna svona leiki. United hefur haft frekar gott tak á Fulham í ensku úrvalsdeildinni en liðin hafa mæst 30 sinnum og United hefur unnið 21 sinni en Fulham einungis þrisvar. Leikurinn hefst klukkan 16:30 að íslenskum tíma og er það Paul Tierney sem flautar leikinn af stað á Craven Cottage.
Martial síðast þegar hann mætti á Craven Cottage
Skildu eftir svar