Diogo Dalot var meiddur og Wout Weghorst var ekki skráður fyrr í tæka tíð og liðið leit þannig út
Varamenn: Heaton, Lindelöf, Maguire (92′), Martínez (92′), Mainoo, McTominay(92′), Antony (45′), Elanga, Garnacho (72′)
City liðið var nokkuð í linu við það sem spáð var
Leikurinn var afskaplega jafn framan af, City aðeins meira með boltann, United aðeins meira ógnandi. Bruno fékk smá færi á 10. mínútu, en það var þröngt og erfitt að gera anna en að skjóta framhjá fjær stönginni. Það var svo ekki hægt að segja að nokkuð markvert gerðist, fyrr en á 34. mínútu þegar Marcus Rashford fékk boltann vinstra megin, Ederson kom út á móti langt út úr teignum, Rashford fór auðveldlega framhjá honum en var of utarlega og Akanji var kominn til baka og blokkaði skotið. Rétt á eftir komst Rashford aftur í gegn, í þetta skiptið var Ederson meira til baka og varði svo skotið. Kannski hefði Rashford átt að ná marki í öðru hvoru þessara færa.
Rétt fyrir hálfleik meiddist Rashford svo, missteig sig eitthvað og virtist meiddur á nára. Þetta var þó ekki eins slæmt og leit út fyrir og hann hélt áfram.
Besta færi City í þessum hálfleik kom svo undir blálokin en var þó varla færi, Kyle Walker tók skot af löngu færi sem rétt sleikti stöngina.
Færin voru því United megin, þó City héldi boltanum meira.
Anthony Martial var ekki mjög atkvæðamikill í fyrri hálfleiknum og Antony kom inná fyrir hann í hléinu.
City komu kraftmeiri í seinni hálfleikinn en náðu ekki frekar en í þeim fyrr að skapa sér færi fyrr en að Jack Grealish kom inn á og kom City yfir nær strax. City lék upp hægra megin, De Bruyne fékk boltann í teignum og átti fína sendingu inn á markteiginn og Grealish kom óvaldaður á ferðinni og skallaði inn, of auðvelt fyrir hann. Eitt núll á 60. mínútu.
City var áfram betra liðin en eftir að Alejandro Garnacho kom inná fyrir Eriksen lifnaði yfir United og á 78′ mínútu kom jöfnunarmarkið. Casemiro sendi boltann inn fyrir vörnina, kolrangstæður Rashford elti boltann en snerti hann ekki og Bruno Fernandes tók skot þegar boltinn var því sem næst á tánum á Rashford og smellhitti hann í netið. Mikil rekistefna en á endanum var markið dæmt!
Og fjórum mínútum síðar kom Rashford United yfir. Garnacho var enn einu sinni á ferðinni inni í teig, fyrsta fyrirgjöfin fór í varnarmann en Garnacho fékk boltann aftur, náði fyrirgjöfinni og Rashford var fyrir innan en aftan við boltann og skoraði auðveldlega.
Þvílíkur viðsnúningur!
United var ef eitthvað betra liðið eftir þetta og sótti áfram, Garnacho var alltaf hættulegasti leikmaðurinn. Ten Hag gerði svo þrefalda skiptingu í viðbótartíma til að loka þessu, og Citty sótti ákaft en nauðvörn United hélt og frábær sigur í höfn.
Þetta eru mögnuð úrslit fyrir United, núna aðeins stigi á eftir City í öðru sæti og fimm á undan Spurs í því fimmta. Það besta er að þetta var fullkomlega sanngjarnt. United lokaði nær fullkomlega á leik City og átti betri færi, mark City var eina skot þeirra á rammann. Miðjan var geggjuð, Fred og Casemiro frábærir. En það var svo innkoma Alejandro Garnacho sem skapaði sigurinn. Drengurinn var óhræddur við að taka menn á og gera usla í vörn City. Marcus átti risastóran þátt í marki Bruno þó hann væri réttilega reglunum samkvæmt ekki talinn með þegar kom að rangstöðunni og skoraði svo algert framherjamark.
Næst er það Palace á miðvikudaginn og svo annar risaleikur á Emirates gegn Arsenal á sunnudaginn. Það eru spennandi tímar!!
EgillG says
ef þetta heldur svona áfram þá fer þetta 1-0 united
EgillG says
2-1 fucking snild, manchester var er og verður rauð!!
Turninn Pallister says
Frábær sigur og mikilvægur eftir síðasta city leik.
Mér er alveg sama hvað mönnum finnst um Ten Hag, ég get ekki beðið eftir næsta Man Utd leik og það hefur ekki gerst lengi.
Einar says
Þegar city skoaði þá hélt ég að þetta væri búið, en vonaðist eftir jafntefli en sigur vá geggjað.
Helgi P says
Ten Hag er bara algjör snillingur hann er búinn að breita þessu skíta united liði í alvöru lið aftur og það á met tíma
Tòmas says
Gæti ekki verið ánægðari með Ten Hag.
Liðið hefur tekið miklum framförum hvað spilamennsku varðar… en það sem er en ánægjulegra, stórkostlegum framförum hvað varðar liðsanda og barráttu!
Turninn Pallister says
Glæsileg Manchester United helgi að baki, ekki nóg með að strákarnir hafi unnið góðan sigur á city í gær, þá gerðu stelpurnar sér lítið fyrir og burstuðu Liverpool 6-0 í kvennadeildinni í dag.
Mikil sigling hefur verið á kvennaliðinu í vetur og er liðið sem stendur í öðru sæti deildarinnar og virðist vera að stefna í spennandi titilbaráttu þar :)