Erik Ten Hag gerði bara eina breytingu frá Crystal Palace leiknum í miðri viku og hún var sú að McTominay koma inn fyrir Casemiro sem var í leikbanni. Þrátt fyrir að Jadon Sancho sé byrjaður að æfa með liðinu þá var hann ekki í hóp. Þá voru Diogo Dalot og Anthony Martial enn fjarri góðu gamni.
Fyrri hálfleikur
Arsenal menn byrjuðu mjög sprækir og fengu tvö hálffæri á fyrstu tveimur mínútunum, en engin raunveruleg hætta sem skapaðist. Á sjöttu mínútu kom löng sending fram til Bruno, hann náði að pota boltanum áður en Ramsdale komst í boltann og féll við, lítil snerting og Taylor dómari dæmdi bara markspyrnu. Það var algjörlega hægt finna spennuna í leiknum þó lítið væri um færi. EN á 17 mínútu unnu Shaw og Rashford boltann á vallarhelmingi Arsenal, boltinn féll til Bruno sem sendi hann á Rashford. Rashford fór illa með Thomas Partey og lúðraði boltanum fyrir utan vítateig og fram hjá Ramsdale, 1-0 fyrir United. 5 mínútum síðar fékk Nketiah fínt hálffæri inn í teig en teigurinn pakkaður United mönnum og boltinn beint í varnarmann og í horn. Úr horninu fengu Arsenal menn fínt færi, en boltinn var sendur út í teig þar sem Martinelli var staðsettur en hann setti boltann framhjá.
Arsenal hélt áfram pressunni og á 24. mínútu átti Xhaka sendingu fyrir og Nketiah stangaði boltann í netið, Wan-Bissaka gleymdi sér algjörlega á fjærstönginni, 1-1. Leikurinn var fjörugur eftir mark Arsenal á 29 mínútu átti McTominay fínt skot sem Ramsdale varði í horn. Það var ekki mikið um fína drætti eftir 30. mínútu og leikurinn einkenndist af mikilli baráttu á miðsvæðinu. Arsenal voru þó ívið betri en United menn brögguðust aðeins undir lokin á hálfleiknum. Í uppbótartíma átti Zinchenko skot fyrirgjöf sem fór fram hjá, United kallaði líka eftir víti í uppbótartíma þegar Wan-Bissaka fór niður ekkert var dæmt. Arsenal kláraði svo hálfleikinn með álitlegri sókn, eftir mikið kraðak í teignum barst boltinn til Saka sem setti boltann í Shaw og beint upp í loft og auðvelt fyrir De Gea.
Arsenal menn voru aðeins betri í fyrri hálfleiknum og komust oft inn í teig United en áttu í erfiðleikum með að skapa sér færi. United menn áttu í sömu vandræðum og andstæðingarnir sínir og aðal færin voru skot fyrir utan teig. United áttu í erfiðleikum að spila aftur úr vörninni, Arsenal átti kannski ekki beint auðvelt með það en það tókst oftar hjá þeim. Þá einkenndist hálfleikurinn aðallega að mikilli baráttu á miðjunni og greinilegt að leikmennirnir vissu alveg hversu mikilvægur leikurinn var.
Seinni hálfleikur
Arsenal gerði eina breytingu í hálfleik, Tomiyasu koma inn í stað Ben White, White hafði fengið gult spjald í fyrri hálfleik og kannski treysti Arteta honum ekki í heilan hálfleik á gulu gegn Rashford. Fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik voru svipaðar og fyrstu mínúturnar í fyrri hálfleik, Arsenal sprækari án þess þó að skapa sér almennilegt færi. En á 53. mínútu sprengdi Saka inn á völlinn og átti skot af u.þ.b. 25m færi alveg í fjærhornið og De Gea koma engum vörnum við 2-1 fyrir Arsenal. Tveimur mínútum síðar fór Rashford illa með Tomiyasu koma sér inn á teig átti skot úr þröngu færi og Ramsdale varði vel. JÁ á 59 mínútu fengu United menn hornspyrnu, Ramsdale koma út sló boltann út í teiginn, stríðsmaðurinn Lisandro Martinez kastaði sér á boltann höfuðið fyrst skallaði boltann yfir pakkann og í netið, geggjaður skalli, 2-2.
5 mínútum síðar fékk Nketiah ágætt færi inn í teig en skot hans í Martinez til baka í Nketiah og útaf. Nokkrum mínútum seinna komst Xhaka í fínt færi lagði boltann út í teiginn á Ödegaard sem var í fínu færi en setti boltann í varnarmann og útaf.
Bukayo Saka köttaði inn á teiginn á 70 mínútu svipað eins og í markinu en nú fór boltinn af varnamanni og í stöngina, pressan frá Arsenal orðin dálítið óþægileg. Fred kom inn á fyrir Antony á 70. mínútu greinilegt að Ten Hag var orðinn þreyttur á pressunni frá Arsenal. Nokkrum mínútum síðar átti Bruno sendingu inn fyrir á Rashford Tomiyasu virtist vera kominn með boltann en þá var Ramsdale kominn út Rashford gaf í og lenti á Ramsdale en náði ekki boltanum og Taylor dæmdi ekkert. Annað skiptið í leiknum sem Ramsdale er hreinlega heppinn að leikmaður United komst ekki almennilega í boltann. Eftir þetta áttu Arsenal menn u.þ.b. þriggja mínútna sókn þar sem þeir fengu urmul hálffæra. Á 84. mínútu fengu Arsenal menn dauðafæri eftir aukaspyrnu en De Gea varði skot Nketiah mjög vel, Arsenal menn farnir að banka fastar. Tveimur mínútum síðar fékk Eriksen fínt skotfæri en skot hans í Gabriel og í horn. Á 90. mínútu koma boltinn út í teiginn Ödegaard átti skot sem skoppaði upp í loftið til Nketiah sem potaði boltanum í markið og staðan 3-2 fyrir Arsenal. Garnacho koma inn fyrir Varane í fagnaðarlátum Arsenal. United menn ógnuðu markinu ekkert eftir þetta og Arsenal sigraði leikinn 3-2.
Að lokum
Arsenal voru bara betri í leiknum, United menn virtust þreyttir kannski einhver þreyta eftir leikinn í miðri viku. Sigurinn var í raun bara verðskuldaður hjá Arsenal, fyrri hálfleikurinn var ágætlega jafn Arsenal þó ívið betri en skytturnar tóku algjörlega yfir í þeim síðari, miðjan hjá United átti ekki roð í Arsenal í sinni hálfleik og augljóst að menn söknuðu Casemiro. Aðal hætta United var þegar Rashford fékk boltann en í seinni hálfleik fór þeim stundum bara fækkandi, það vantaði bara einhver kraft í United hreinlega. Það er svo sem ekkert mikið um þetta meira að segja, bara mjög pirrandi niðurstaða og ljóst að þegar það vantar menn í þetta lið þá er breiddin ekkert svakaleg. Næsti leikur eru undanúrslit í deildarbikarnum gegn Nottingham Forest eftir 3 daga, það vantar ekkert leikina hjá United þessa dagana.
Liðin
United:
Bekkur: Heaton, Lindelöf, Maguire, Malacia, Fred, Pellistri, Mainoo, Elanga, Garnacho
Egill says
Okkur vantar svo sárlega hægri bakvörð
Joi says
Meiri skitan að fà weghorst gétur ekki neitt.
Herbert says
Weghorst er nú með eitt skot ( ekki á markið) í seinustu tveimur leikjum…..
Einar says
Háspennuleikur ég skil ekki af hverju weghorst vat fengin miðað við þennan leik algjörlega týndur kannski góður í næsta.
Steve Bruce says
Okkur vantar breidd í hópinn… það er verið að keyra þetta á sömu leikmönnunum meira og minna. Er hræddur um að þetta eigi eftir að verða erfitt fram á vorið.
Við höfum þó séð með komu EtH hvað er hægt að breyta liðum á stuttum tíma til hins betra. Að sama skapi hefur Arsenal tekið ævintýralegum framförum á 1-1,5 ári. Þetta þarf ekki að taka 3-4 ár eins og svo oft var talað um eftir Ferguson árin. Vonandi fer salan á félaginu í gegn því meðan að Glazerarnir eru að huga að því að selja þá verður lítið hægt að styrkja liðið.
Helgi P says
Að ná í leikmann sem Burnley getur ekki einu sinni notað mun ég aldrei skilja