Aðeins ein breyting frá síðasta leik, Maguire kemur inn fyrir Martínez. Enginn Sancho sjáanlegur
Varamenn> Heaton, Martínes, Varane, Williams, Fred (57′), Mainoo (73′), Pellistri (68′), Elanga (73′), Garnacho (68′)
Nokkur kunnugleg nöfn úr fortíðinni hjá Reading:
United var eins og við mátti búast mun sterkara liðið og sótti verulega en Reading bakkaði vel. Færin komu, vörnin blokkaði skot Eriksen eftir að Lumley hafði varið aukaspyrnu frá Rashford og Antony skaut rétt framhjá fjær, ekki í fyrstaskipti sem við sjáum svoleiðis skot frá honum, og ekki það síðasta því hann reyndi aftur rétt á eftir, í það skiptið fór skotið yfir því hann var að reyna að koma boltanum yfir Lumley. Þetta hlýtur að fara að koma hjá honm.
Nauðvörn Reading var að virka, næst þegar þeir blokkuðu skot Eriksen sem var frír við vitateignn eftir flotta rispu Rashford vinstra megin. United átti greiða leið þeim megin og þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Rashford hafði tekið bakvörðinn út úr leiknum og átt auðvelda fyrirgjöf.
Næst kom svo Antony upp hægra megin og það endaði á skoti Bruno yfir.
Næst var það VAR sem hindraði, Marcus Rashford kom boltanum í netið en Wout Weghorst var rangstæður í undirbúningnum. Skemmtilegt mark en telur ekki. Eins var VAR ekki gott við United, Hoilett fór í Casemiro inni í teig en það var ekki talið brot.
Reading voru alveg lausir við reyn að sækja og United komst auðveldlega inn í allar sendingar og sóknartilraunir þeirra og átti að vera búið að ganga frá leiknum. En það var næstum Reading sem tók forystuna á síðustu mínúm seinni hálfleiks þegar boltinn var allt í einu inni í teig United, Malacia reyndi að taka boltann niður og þá kom Hoilett og skaut af tánum á Malacia. De Gea varði en þetta var aðeins of hættulegt.
Núll núll í hálfleik.
United byrjaði mun hægar í seinni hálfleik en á móti kom að þegar eitthvað loksins gerðist var það mark. Þversending frá Eriksen, boltinn til Antony sem átti frábæra sendingu inn í teiginn á Casemiro sem hélt aftur af varnarmanni og skoraði. Geysilega snyrtilega afgreitt hjá honum, 1-0 á 55. mínútu.
Og Casemiro bætti við marki innan við þremur mínútum síðar. Fred sem var nýkominn inná fyrir Eriksen lagði boltann fyrir Casemiro úti á velli, Casemiro tók tilhlaup alveg óhindraður og sveigði boltann laglega inn úti við stöng. Vörn Reading föst við teiginn og einn þeirra setti hárið í boltann og breytti kannske stefnu boltans um millimeter.
Eriksen þurfti annars að fara útaf eftir klippitæklingu frá Andy Carrol sem hefði átt að sjá gult fyrir það, og fékk svo loksins gult fyrir groddalegt brot á Malacia. Heppinn þar og augljóst í hvað stefndi því aðeins örfáum mínútum kom hann í skriðtæklingu á Casemiro og tók hann niður eftir að Casemiro var búinn að losa sig við boltann enda sá hann Carrol koma á óstöðvandi skriði. Ævintýralega heimskulegt og hann var heppinn að það vara bara seinna gula en ekki beint rautt.
Og tveim mínútum seinna hélt brasilíska ævintýri kvöldsins áfram, horn, Bruno með sendingu inn á teiginn og Fred kláraði með glæsilegri hælspyrnu.
Þá gerði Ten Hag breytinguna, Rashford missti af tækifærinu að skora í tíunda heimaleiknum í röð og Bruno fór útaf sömuleiðis en Pellistri og Garnacho komu inná. Ekkert gefið eftir í sóknarleiknum þar.
En Reading minnkaði muninn. Aukaspyrna úti á velli, sending inn á teiginn og Mbengue kom óáreittur og skallaði inn. Slæleg dekkning.
Síðastu skiptingarnar komu svo þegar Casemiro og Weghorst fóru útaf og Elanga og Mainoo komu inn á .
Reading voru búnir að vera mun frískari eftir að Carroll var rekinn útaf og nokkrar skiptingar og sóttu á, án þess þó að ógna of mikið og United stóð það af sér og sótti svo út leikinn.
Antony átti að skora fjórða markið einn móti markmann þegar sendingin kom frá Garnacho en ran til og kiksaði.
En eftir streð í fyrri hálfleik var sá einni fínn, Casemiro með tvö mörk, Fred með eitt og Antony maður leiksins, samba!
Helgi P says
Casimiro bestu kaup sem við höfum gert síðan Ferguson hætti