Það verða tveir leikir á viku að minnsta kosti út mánuðinn og á morgun er það Crystal Palace á Old Trafford.
En fyrst: Voruð þið búin að hlusta á Djöflavarp gærdagsins?
Við erum alveg hætt að búast við mikilli róteringu. Marcel Sabitzer verður á bekknum sem og Jadon Sancho. Martial byrjar
Crystal Palace verður sirka svona, Wilfred Zaha er meiddur sem og James McArthur, Nathan Ferguson ogJoachim Anderson
Jafnteflið gegn United um daginn á Selhurst var fyrsta stig þeirra á árinu en þeir náðu svo líka jafntefli við Newcastle fyrir rúmri viku. Þar sem þeir duttu út úr bikarnum í þriðju umferð var það síðasti leikur þeirra og þeir fengið nægan tíma til að undirbúa sig undir þennan leik.
United verður að leika betur en í útileiknum til að sækja sigur, svo einfalt er það. Leikurinn er einn þessara sjaldséðu þrjú-á-laugardegi leikja og dómarinn er Andre Marriner
Skildu eftir svar