Þessi frábæri leikur! Bæði lið horfa líklega á töpuð tækifæri en jafnteflið var sanngjarnt.
United stillti upp nokkurn veginn eins og búist var við
Varamenn: Butland, Heaton, Dalot, Lindelöf, Maguire, Mainoo, Pellistri, Iqbal, Elanga Garnacho (82′)
Barcelona var sömuleiðis ekki með nein óvænt útspil
United byrjaði með smá sóknartilburðum en fljótlega varð ljóst að Barcelona myndi ráða lögum og lofum á vellum eins og svo sem mátti búast við. Vörnin var þétt og fjölmenn og stoppaði það sem Barcelona reyndi. Það var hins vegar erfiðara að halda boltanum og koma honum upp.
Um miðjan hálfleikinn náði svo United góðri sóknarsyrpu, unnu horn eftir góða rispu Wan-Bissaka og héldu svo uppi smá pressu, Weghorst komst í gegn en lét Ter Stegn verja frá sér. Síðasta færið í þeirri atlögu var svo skalli Casemiro sem var hættulaus.
Þetta virtist hressa United vel og næstu mínútur á eftir voru mun jafnari.
Á 34. mínútu komst svo Rashford í gegn vinstra megin og inn í teiginn, skotið var glæsilegt og stefndi inn en á frábæran hátt náði Ter Stegen að verja.
United hefði átt að nýta eitthvað af þessum færum en hinu megin náði Jordi Alba næstum að skora, komst framhjá sofandi Wan-Bissaka, en Wan-Bissaka vann það upp og komst fyrir skotið með frábærri tæklingu og De Gea kláraði það svo í horn.
Flottur fyrri hálfleikur eftir erfiða byrjun og United hefði getað verið yfir í hálfleik.
Fyrsta spennan í seinni hálfleik kom þegar Rapinha tók langskot rétt framhjá en mínútu síðar átti Sancho mun betra færi, fékk boltann einn á fjærstöng en skaut framhjá. Ekki nógu vandað þar og hasarinn þessar fyrstu fimm mínúturnar endaði á að Marcos Alonso skoraði með skalla eftir horn. Frekar slök dekkning og De Gea var ekki alveg nógu öflugur. 1-0 fyrir Barcelona á 50. mínútu.
En það var auðvitað Marcus Rashford sem kom þessu í lag ekki nema tveimur mínútum síðar. Hratt upphlaup, Casemiro á Fred, Fred sendi innfyrir og Rashford skaut framhjá Marcos Alonso og undir Ter Stegen alveg við stöngina. Frábært svar!
Hasarinn var óstöðvandi, Rapinha tók annað langskot sem De Gea greip, United ógnaði í teignum hinu megin og á 59. mínútu kom næsta mark!
Horn frá hægri, Rashford auðvitað kom inn í teiginn, föst sending fyrir, Fernandes fór í boltinn og hann endaði í kassanum á Koundé og inn. Mikill þvaga þarna og hefði getað verið dæmd rangstaða á Casemiro en svo var ekki.
Rétt á eftir komst Rashford innfyrir, Kessié fór í hann og Rashford féll við. Ekkert dæmt, VAR skoðaði og ekkert gert. Brotið líklega utan teigs en hefði átt að vera rautt á Kessié þá. Fáránlegt!!
En það er ekki hægt að afskrifa Barcelona og jöfnunarmarkið kom á 76. mínútu, Casemiro hreinsaði illa, Barcelona kom upp, Rapinha var úti á kanti og sendi boltann inn á teiginn, Lewandowski stökk yfir boltann, og gabbaði Varane þannig boltinn fór milli fóta honum og De Gea átti ekki séns.
Rétt á eftir fékk Rashford enn færi, einn í teignum en þrumaði framhjá, hrikalegt skot.
Fyrsta skiptingin kom seint, Alejandro Garnacho fyrir Sancho.
Barcelona var kraftmeira síðustu tíu mínúturnar og gerðu harða hríð að marki United. Eftir aukaspyrnu nelgdi Casemiro í eigin stöng og nokkrum sekúndum síðan varði De Gea frábærlega frá Ansu Fati.
Og allt í einu snerist þetta aftur og United komst í handboltasókn, allir menn Barcelona komnir til baka og United fann enga glufu. Og það voru Barcelona sem áttu síðustu sóknirnar, en fundu ekki leið í markið frekar en United.
Við hefðum þegið jafnteflið fyrir leik, en þessi frammistaða United var mun betri en flest þorðu að vona. Seinni leikurinn verður sturlun!
Egill says
Gerðu fokking skiptingu sauðurinn þinn!!!
Egill says
Þessi leikur var stórkostleg skemmtun! Besti leikur Malacia í treyju Man Utd og ef menn myndu taka skotæfingar á Carrington hefpum við klárað þennan leik í fyrri hálfleik.
En mikið rosalega er þessi þrjóska í ETH orðin þreytt. Af hverju ekki að gefa einhverjum úr varaliðinu séns frammi í staðin fyrir Weighorst? Það er ekki einsnog þessi umferðarkeila sé að gera eitthvað af viti. ETH gerir eina skiptingu og það var þegar 10 min voru eftir. Þessi þrjóska hefur komið í bakið á okkur áður, og ég vona að það verpi ekki raunin eftir þetta einvígi.
Helgi P says
Að það séu einhverjir stuðningsfólk byrja að drúlla yfir ETH er ótrúlegt við erum að ná í fín úrslit á móti liði sem er að rúlla upp spænsku deildinni
Egill says
Er ETH hafinn yfir gagnrýni?
ETH er að gera fáránlega góða hluti með þetta lið, og leikplanið í kvöld var uppá 10. En hann hefur líka verið að gera mistök í leikjum sem hafa kostað okkur.
GHO says
Ferguson gat verid VERulega pirrandi a stundum.
GHO says
Ferguson gat verid VERulega pirrandi a stundum.
Steve Bruce says
Frábær leikur hjá United! Fannst þeir heilt yfir betri þangað til að Barca jöfnuðu í 2-2. Meiri gæði í Weghorst og Sancho og þá hefðum við skorað 2-3 mörk í viðbót. Svo var dómgæslan virkilega vafasöm en þó aldrei jafnmikið og þegar að Rashford var tekinn niður kominn einn í gegn. Að það atvik hafi ekki farið í VAR er beyond me!
Tòmas says
@Egill viltu fræða okkur. Hvaða mistök eru þetta upp á síðkastið sem ETH hefur verið að gera?
Weghorst átti stóran þátt í að FDJ átti slakan leik.
Robbi Mich says
Sófasérfræðingarnir eru allsstaðar.