Liðið sem hóf leik á sunnudaginn fékk tækifærið til að reka af sér slyðruorðið, Ten Hag stillti upp óbreyttu liðði
Varamenn: Butland, Heaton, Lindelöf, Maguire, Malacia (65′), Wan-Bissaka (45′), Mainoo, McTominay (82′), Pellistri (82′), Elanga, Garnacho, Sancho (65′)
Lið Betis
Wout Weghorst setti boltann í netið með kassanum strax á fjórðu mínútu en Fred var rangstæður þegar hann fékk boltann áður enn hann gaf á Wout. Þetta kom þó ekki að sök því það var tveimur mínútum síðar að United kom í hraða skyndisókn eftir að Betis hafði ógnað en misst boltann. Bruno var með boltann hægra meginn, gaf inn á teiginn, Felipe kom tá í boltann og féll við, boltinn fór beint á Rashford sem fór létt framhjá Felipe og þrumaði yfir Bravo í markinu.
1-0 strax á sjöttu mínútu.
United stóð svo af sér áhlaup Betis og tók svo aftur á leiknum. Weghorst átti ágætt færi, skot framhjá og við endursýningu sást að boltin sleikti varnarmann, og rétt síðar kom Bravo vel út og bjargaði þegar Rashford komst inn í slæma sendingu varnarmanns.
United voru almennt betri og ógnuðu í öllum sóknum en Betis varðist vel. Sóknir Betis voru færri og ekki sérlega beittar. Engu að síður náðu þeir að refsa United þegar Ajoze Perez fékk boltann aleinn utarlega í teig, tók skotið og í fjær stöng og inn. Slök dekkning þar og alger óþarfi. Jafnt eftir rétt rúman hálftíma.
Leikurinn var í svipuðum gír, United betri, Betis sótti samt, og undir lok hálfleiks var Betis næstum búið að skora, De Gea gaf boltann beint út á Juanmi, sending inn á Perez sem skaut í Fernandes sem kom á skriðtæklingu, boltinn í boga framhjá De Gea og í stöngina út. Þar slapp De Gea vel, búinn að vera skelfilegur að gefa boltann í leiknum.
Í hálfleik kom Wan-Bissaka inn á fyrir Dalot og United sótti að mestu og eftir sex mínútur kom markið. United sótti upp, Fernandes tók snúning og gaf út á Antony sem gerði hvað? Jú setti boltann yfir á vinstri, sveiflaði fætinum og boltinn snerist í markið fjær. Einhvers staðar í Hollandi situr Arjen Robben og hugsar um það hvort ekki mætti sækja um höfundarlaun.
Pellegrini var um það bil að taka tvöfalda skiptingu en fyrst tók United horn. Luke Shaw sveiflaði boltanum rétt yfir fremsta mann og Bruno kom alveg óvaldaður og skallaði inn. 3-1 og ekki átta mínútur liðnar af seinni hálfleik.
Áfram hélt þetta, frábær sending Bruno inn á Antony sem hefði bara þurft að renna boltanum til hliðar á samherja en reyndi sjálfur að vippa yfir Bravo og boltinn fór yfir. Erfitt fyrir senter að sleppa svona tækifæri en verður að kalla þetta mistök.
Rashford og Sancho fengu svo hvíld, skynsamlegt, en United réði nú lögum og lofum. Wout Weghorst var sem fyrr alveg lánlaus, þegar Felipe átti misheppnaða hreinsun komst Weghorst í boltann en Felipe komst fyrir skotið og það endaði í höndunum á Bravo. Rétt á eftir rann Carvalho til, Weghorst hirti boltann, gaf innfyrir á Antony sem var aðeins of fljótur á sér og skotið ekki nógu gott og Bravo varði vel.
Svo voru það Pellistri og McTominay sem komu inná fyrir Antony og Fred og þeir létu strax að sér kveða. United átti horn og Pellistri fékk boltann og snéri af sér tvo varnarmenn og fór upp að endamörkum, gaf út í teiginn, McTominay skaut, Bravo varði og loksins loksins skoraði Wout Weghorst á Old Trafford. Prýðileg afgreiðsla.
United hefði jafnvel getað bætt við, Betis var alveg heillum horfið eins og liðið hafði verið allan seinni hálfleikinn en 4-1 voru lokatölur og seinni leikurinn næstum formsatriði.
Gummi says
Hvernig er hægt að látta sama lið og tapaði síðasta leik 7_0
Dór says
Ég held að þeir leikmenn sem eru á bekknum geta farið að finna sér nýtt lið ef þú kemst ekki í liðið eftir 7_0 tap þá ertu ekkert að fara komast í þetta lið
Egill says
Sama lið, sama skitan. ETH er þrjóskari en allt.
Að Antony skuli ekki vera að æfa með unglingaliðinu er bara djók. Og hollenski turninn má fara strax aftur til Burnley.
Arni says
Þetta lið er bara sprungið ETH er bara ekki búinn að vera rótera liðinu nógu mikið að weghorst sé að byrja alla leiki er bara fáránlegt maðurinn getur ekki neitt í fótbolta
Elis says
Man utd líta betur út í kvöld en í síðasta leik en það var nú kannski ekkert stórmál.
p.s Ætla menn bara að hunsa að gera Liverpool skýrsluna. Eftir góða sigra er gaman að kryfja málin en eftir viðbjóðslegt töp þá er líka mikilvægt að kryfja málin(þótt að það sé ekki gaman)
Egill says
Allt annar seinni hálfleikur, hver hefði trúað því að það gæti borgað sig að gera breytingar? Allavega ekki ETH sem spilar alltaf sömu mönnunum sama hvernig framistaðan er.
Robbi Mich says
Alveg magnað að þið séuð ekki að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni strákar.
Silli says
Ég var mjög ánægður með að ETH byrjaði með sama liðið og byrjaði afhroðið um síðustu helgi.
„Jæja strákar – sýnið nú að þetta var slys og úr hverju þið eruð gerðir“.
Wout Weghorst var btw að mínu mati maður leiksins (hugsanlega á eftir Bravo, en það er ekki talið með). Þvílík vinnusemi og ástríða í drengnum!
SHS says
Ég vona innilega að þessi tilraun með slánann(sem ég fýla samt) í tíunni og Bruno á vinstri sé fullreynd.
Finnst liðið fúnkera miklu betur þegar Bruno fær að hlaupa um völlinn eins og hauslaus hæna og okkar besti maður er á vinstri, en fær samt líka frelsi til að gera það sem hann vill.
Steve Bruce says
Weghorst gerði MJÖG margt vel í kvöld og var hrikalega óheppinn að enda ekki með 2 mörk og allavegana 1 stoðsendingu. Sammála SHS hér að ofan samt. Bruno og Rash verða að fá að spila þar sem þeir nýtast best. Velti fyrir mér hvort United gæti ekki farið að spila einhverskonar útgáfu af 4-4-2 þar sem Wout djöflast áfram inni á efsta þriðjungi en er með annan í striker. Þá þyrfti væntanlega að bekkja Fred og Casemiro yrði að auknum mætti akkerið milli varnar og miðju…
Er enginn þjálfari (þrátt fyrir nickið!) en velti þessu fyrir mér samt. Fannst fjölmiðlar og pönditar leggja Weghorst í einelti eftir Liverpool leikinn. Ósanngjarnt enda finnst mér liðið hafa grætt á vinnusemi hans.
s says
Weghorst er key í leikskipulagi ETH. Pjúra Hollenskur Framherji sem á að búa til pláss fyrir þá sem eru fyrir aftan hann. Allt snýst þetta um pláss fyrir hina. Weghorst er líka bara uppfyllingarefni fyrir einhvern sem á eftir að kaupa.
Osimhen væri fullkominn í stað fyrir hann.
Aðal issue-ið er samt markvörðurinn okkar og svo að fá einhvern eins og De Jong á miðjuna. Vörnin okkar liggur alltof aftarlega og er það út af De Gea. Hann hefur vissulega bætt sig í mörgu sem sweeper keeper en er engan veginn nógu góður í það hlutverk. Allt hefur þetta keðjuverkandi áhrif.
Varnarlínan er of aftarlega út af De Gea==>of mikið pláss fyrir miðjumenn annara liða til að athafna sig og pressan okkar virkar illa.
Erlingur Hólm Valdimarsson says
Gleymdist Liverpool leikurinn? Enginn umfjöllun ?