Harry Maguire var í banni og vörnin var mjög óvenjuleg. Diogo Dalot var tekin framfyrir Tyrell Malacia og Luke Shaw lék i miðverði.
Varamenn: Bultland, Malacia (102′), Williams, Fred (62′), Pellistri, Sabitzer (90′), Elanga, Sancho (85′), Weghorst (102′)
Lið Brighton var án Evan Ferguson og Dat Guy Danny Welbeck leiddi sóknina.
Fyrsta færið kom í hlut Brighton, Antony ýtti klaufalega við Mitoma við teiginn og þaðð þurfti prýðilega skutlu frá De Gea til að slá aukaspyrnu Mac Allister í horn. Brighton voru mun sterkari, og réðu miðjunni og það var ein fyrsta sókn United þegar Bruno tók skot utan teigs sem Sánchez varði, á fimmtándu mínútu. Bruno kveikti aðeins í United með þessu og þeir gerðu smá atlögu að marki Brighton en það entist ekki lengi og sama mynstrið hélt áfram, Brighton mun meira með boltann.
Um miðjan hálfleikinn meiddist Bruno, festi takkana í grasinu, en náði að halda áfram þó hann væri augljóslega ekki alveg heill. Völlurinn var alls ekki góður, sama hafði komið fyrir Solly March.
United menn voru ekki mjög ánægðir með dómarann, bókaði Casemiro fyrir brot, en var ekki eins duglegur að gefa gul spjöld á Brighton sem þóttu svipuð.
Bruno var besti maður United og rétt fyrir hléið komst hann í þokkalegt færi utarlega í teignum en skaut framhjá fjær. Á lokamínútunum reyndi Martial að skjóta yfir Sánchez sem var kominn aðeins of langt út í teig en slakt skotið fór hátt yfir. Það var bætt við þremur mínútum og enn eitt færi kom, frábær sending Eriksen inn á Rashford, Rashford gaf gegnum allan teiginn og út á Eriksen sem var kominn þar, en skotið var innanfótar og beint á Sánchez sem gat bara hreinsað með skoit.
Þessi fyrri hálfleikur var að mestu eign Brighton en þeir náðu samt ekki að skapa sér færi. Spil þeirra var mun betra en hjá United, góð uppbygging frá vörn og upp en engin færi. Síðustu mínúturnar kom loksins smá hasar og með smá heppni hefði United getað skorað.
Seinni hálfleikur hófst á stórsókn Brighton sem hélt öllu liði United inni í teig í lengri tíma. Sem fyrr féll samt ekkert færi til þeirra fyrr en á 56. mínútu þegar eftir klafs í teignum og skot í varnarmann að boltinn kom til Enciso. De Gea varði skotið frá honum vel yfir og úr horninu skallaði Danny Welbeck yfir.
Þá sjaldan United komst í sóknir reyndust þeim frekar mislagðir fætur og Brighton varðist vel. Fred kom svo inná fyrir Eriksen sem hafði ekki reynst nógu sterkur í að vinna getn miðjuyfirburðum Brighton. Rétt eftir það fékk Rashford aukaspyrnu á vítateigshringnum þegar Enciso reif hann niður. Bruno setti aukaspyrnuna beint í vegginn og þrumaði svo yfir þegar boltinn kom beint til hans aftur.
United var allt í einu komið með tök á leiknum, hélt boltanu og sótti á. Í einni af fáum sóknum Brighton um þetta leyti meiddist Danny Welbeck þegar Lindelöf var á undan honum í boltann og Welbeck sparkaði í Lindelöf þannig að slinkur kom á hnéð. Unday kom inná fyrir Danny. Rétt á eftir meiddist Caicedo við að brjóta á Dalot, en Craig Pawson virtist andlega ófær um að sýna Brighton leikmanni gult.
Brighton komst aftur inn í leikin, De Gea varði langskot missti boltann aðeins frá sér og náði, Pascal Groß kom á skriðinu og fór í De Gea en slapp við gult. Pawson bætti svo aðeins fyrir þetta þegar Antony fékk ekki gult fyrir að sparka í Brighton leikmann, furðuleg dómsgæsla hægri vinstri.
Martial hafði lítið gert af viti í leiknum og vék fyrir Sancho fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma, engin Evertonleg hetjudáð frá honum í þessum undanúrslita leik.
Það var loksins á 92. mínútu sem fyrsta spjaldið kom á Brighton og þá var það auðvitað gult fyrir hálfrauða tæklingum Mitoma á Casemiro, kom á ferðinni með takkana uppi. Heppinn þar.
Það var ekki miklu bætt við og leikurinn endaði markalaus, framlenging var það og United gerði breytingu, Sabitzer kom inná fyrir Antony.
Undav fékk frábært færi snemma í framlengingu, sending frá Estupinan en fyrsta snerting skelfileg og Dalot hreinsaði. Hefði getað orðið hættulegt.
Bruno og Wan-Bissaka véku fyrir Weghorst og Malacia. Þessi fyrri hálfleikur framlengingarinnar var nokkuð fjörugur, minna um miðjuspil og meira um hraðar sóknir á báða bóga. Rashford átti þetta fína skot rétt fyrir hálfleikinn, fór í varnarmann og Sánchez varði með góðri skutlu. Annars hefðu bæði lið átt að gera betur í sóknunum, oftast voru það mistök sóknarmanna sem leyfðu vörn að hirða bolta.
De Gea var búinn að skipta sköpum fyrir United í leiknum, varði enn einu sinni í upphafi seinni hálfleiks framlengingar, skot frá Solly March. Marcus Rashford var undir sínu besta en átti samt fínt skot eftir að hafa spilað sig frá varnarmanninum. Það fór þó framhjá.
Mitoma var næstum kominn í gegn hinumegin, missti boltann frá sér, De Gea hreinsaði og Mitoma fór beint í De Gea. Alltof seinn og hefði auðveldlega getað fengið sitt annað gula en Pawson var aldrei að fara að gera það.
Brighton meira með boltann síðustu mínúturnar en ekkert gekk og þessi undanúrslitaleikur fór í vítakeppni.
Brighton vann uppkastið og valdi að byrja eins og skynsemi býður og fékk að auki að skjóta Brighton megin.
1-0 Mac Allister, öruggt, De Gea í vitlaust horn.
1-1 Casemiro, nokkuð öruggt, Sánchez í vitlaust horn.
2-1 Gross, öruggt hátt úti við stöng, De Gea náði ekki til boltans.
2-2 Dalot, öruggt úti við stöng, Sánchez náði ekki til boltans.
3-2 Undav aftur öruggt, þó De Gea færi í rétt horn.
3-3 Sancho nelgdi á mitt markið og Sánchez farinn.
4-3 Estupinan laust í rétt horn, De Gea farinn í hitt.
4-4 Rashford negla og Sánchez náði ekki til boltans.
5-4 Dunk sendi De Gea í rangt horn.
5-5 Sabitzer, Sánchez með hönd í boltanum en skotið of fast fyrir hann.
6-5 West auðvelt úti við stöng.
6-6 Weghorst renndi boltanum í netið, Sánchez í vitlaust horn.
6-6 Solly March þrumar hátt yfir.
6-7 Lindelöf með örugt víti í vinkilinn næstum og UNITED FER Í BIKARÚRSLIT.
Helgi P says
Lindelöf er bara frábær miðvörður þegar hann er ekki með maguire
EgillG says
Já, Harry er vandamál sen þarf að leysa, 80mil og 200k á viku en enganveginn nógu góður. Vona að shaw og lindelöf spila miðvörðinn restina af tímabilinu eins slæmt og það er.
Egill says
Lindelöf og AWB voru okkar bestu menn að mínu mati, Antony var svo mjög flottur fram á við, sérstaklega í þeim fyrri.
Eriksen komst aædrei í takt við leikinn, og Casemiro hefur ekki verið uppá marga fiska undanfarið, vonandi lagast það með fleiri leikjum enda búinn að vera meira og minna í banni á þessu ári.
Ég hef smá áhyggjur af Rashford, hann hefur verið skeæfilegur síðustu vikur og virðist breytast í Weghorst ef hann er að glíma við smávægileg meiðsli. Það er orðið óþolandi hvað hann er látinn spila alltaf meiddur.
Ég var ekkertnof bjartsýnn fyrir leik, en þetta voru frábær úrslit. ETH hefur ekki enn tapað á Wembley, vonandi heldur það áfram út þetta tímabil allavega :)
Sir Roy Keane says
Lindelöf var flottur í leiknum og er ofar í goggunarröðinni hjá Ten Hag en Maquire. Geri ráð fyrir að Maquire verði seldur í sumar en Lindelöf verði áfram.
Erum með engan ungan og mjög efnilegan sem getur tekið hans sæti í liðinu að ég best veit. Þurfum því nýjan miðvörð í sumar sem bankar fast á byrjunaliðið og þarf að spila töluvert næsta vetur.
Það væri gaman að vita hvaða miðverðir ykkur detta í hug sem gætu verið raunhæfur og spennandi kostur?
Er komið að hinum örfætta Pau Torres þar sem að hann á bara ár eftir að sínum samningi?