Manchester United mætti á Vitality, heimavöll Bournemouth í dag. United sem er þessa dagana í þriggja liða kapphlaupi um 2 laus sæti í Meistaradeildinni ásamt Newcastle og Liverpool. Síðarnefnda liðið hefur síðustu vikur verið að anda ofan í hálsmálið á liðunum í 3-4 sæti sem eru með jafnmörg stig. United hefur svolítið verið að hiksta og útivallarframmistaðan hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir.
Leikurinn í dag var því kærkomin breyting því að Casemiro kom okkar mönnum yfir á 9.mínútu og sem betur fer dugði það til sigurs. United eins og í svo mörgum leikjum var með yfirburði en átti erfitt með að nýta þá til að skora mörk. En þrjú stig eru það einu sem skiptir máli þessa dagana og sem betur fer náði Aston Villa að taka tvö stig af Liverpool sem er nú þremur stigum á eftir United og Newcastle en eiga bara einn leik eftir en hin liðin tvö eiga leik inni og því algjörlega með þetta í sínum höndum.
Byrjunarlið United í dag
Bekkur: Butland, Maguire, Malacia, Dalot, Fred (Antony 86′), Pellistri, McTominay (Eriksen 86′), Weghorst (Martial 57′), Garnacho (Sancho 72′).
Marcus Rashford missti af leiknum vegna veikinda.
Skildu eftir svar