United mætti City í bikarúrslitaleik FA bikarsins, keppninni sem er kölluð sú elsta og virtasta í Englandi. Það kom ekki mikið á óvart í uppstillingu Ten Hag fyrir leikinn nema kannski að Fred byrjaði leikinn, Eriksen byrjaði í holunni og Bruno út á kanti. Meiðsli eru náttúrulega enn að plaga United en Antony var frá, Martial meiddist í lokaræðu Ten hag eftir leikinn gegn Fulham og Martinez auðvitað enn meiddur.
Liðin
Lið Manchester United. Enginn Antony
Varamenn: Butland, Dalot, Maguire, Malacia, McTominay, Pellistri, Elanga, Garnacho, Weghorst
Lið City
Fyrri hálfleikur
Leikurinn byrjaði vægast sagt illa en Ilkay Gundogan skoraði eftir aðeins 13. sekúndur. Menn á ölver voru enn að ná í fyrsta bjórinn og varla hægt að ímynda sér verri byrjun. Ortega spyrnti boltanum langt fram, Haaland vann skallaeinvígi, Fred var ekki alveg í sambandi og Lindelöf skallaði sendingu Haaland beint fyrir fætur Gundogan sem tók hann á lofti og smellti honum í netmöskvann. David De Gea var stóð límdur á marklínunni og þrátt fyrir að skot Gundogan hafi verið gott þá mátti De Gea alveg reyna að verja skotið, þar sem boltinn endaði ekki í samskeytunum. Jæja 1-0 fyrir City og útlitið ekki gott. United vann sig aðeins inn í leikinn en City var lengst af betri aðilinn, Haaland fékk tvö færi sem enduðu annars vegar í höndum De Gea og hins vegar talsvert yfir markið. Á 32. mínútu sendi Bruno boltann yfir á Wan-Bissaka sem var í hlaupi inn á teiginn, Wan-Bissaka skallaði boltann aftur inn á teiginn en boltinn endaði í höndum Ortega. United menn vildu þó meina að boltinn hafi farið í hönd Jack Grealish, nokkru seinna stoppaði Paul Tierney leikinn og fór í VAR skjáinn. Eftir smá skoðun í VAR skjánum var ákvörðunin ljós, VÍTI fyrir United. Bruno fór á punktinn og sendi Ortega í vitlaust horn, 1-1 og allt í járnum. Lítið gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Varane komst þó næst því að skora eftir að Casemiro fleytti áfram sendingu úr horni sem Varane náði að setja fótinn í en boltinn talsvert framhjá City markinu. 1-1 í hálfleik og þrátt fyrir hörmulega byrjun þá var ekkert sem skildi liðin að í hálfleik. City voru vissulega betri í fyrri hálfleik og héldu boltanum betur. United átti erfitt með að spila boltanum í gegnum fyrstu pressu City og oft enduðu United menn á því að láta De Gea sparka langt. Spánverjinn er ekkert sérstaklega góður að hitta á sína eigin samherja þegar hann bombar boltanum fram og oft á tíðum endaði boltinn bara hjá Ortega markmanni City. City sköpuðu sér þó ekki urmul færa og áttu erfitt með að brjóta vörn United á bak aftur svona eftir 13. sekúndu leiksins. Eriksen var líklegast slappasti leikmaður United í fyrri hálfleik og hefur ekki alveg verið hann sjálfur eftir meiðslin. Það átti sér galið atvik í lok fyrri hálfleiks þegar að Wan-Bissaka „braut“ á Grealish og fékk gult spjald, ég hef sjaldan séð mann grýta sér í jörðina við jafn litla snertingu og Grealish þar, en dómarinn ræður víst.
Seinni hálfleikur
Líkt og fyrri hálfleikinn byrjuðu City þann seinni betur og héldu boltanum vel. Á 50. mínútu braut Fred á Kevin De Bruyne út við hliðarlínu á vallarhelmingi United. De Bruyne tók aukaspyrnuna sjálfur, lyfti boltanum út fyrir teiginn þar sem Ilkay Gundogan beið, þjóðverjinn tók boltann í fyrsta og boltinn endaði í netinu, 2-1 fyrir City. Gundogan hitti boltann með legghlífinni og mann leið eins og hann væri heila eilífð að markinu. Mitt mat er að De Gea hefði átt að gera talsvert betur, það geta verið einhverjir markmanns sérfræðingar sem segja að hann hafi séð boltann seint. David De Gea er samt þekktur fyrir að vera shot stopper og að vera frekar lélegur í fyrirgjöfum, ef United á að fyrirgefa slappleika hans í fyrirgjöfum þá þarf hann að bæta það upp með því að verja svona skot. Það sem eftir lifði leiks reyndi United hvað þeir gátu en fengu ekki mikið upp úr því krafsi. Garnacho sem kom inn á fyrir Eriksen átti fína tilraun sem fór rétt framhjá markinu. Rashford átti fínt skot fyrir utan teig sem fór rétt yfir. Á loka mínútum leiksins skapaðist alvöru darraðardans inn í teig City þar sem Ortega varði vel, boltinn lenti ofan á slánni og McTominay sem kom inn á fyrir Lindelöf skallaði boltann í Rodri og í horn. City fengu líka ágætis færi í seinni hálfleik, De Bruney átti skot sem De Gea varði og Gundogan skoraði eftir að að De Gea varði skot frá Haaland en þjóðverjinn var klárlega rangstæður. Eftir 4 mínútna framlengingu sem varð 5 og hálf eftir tafir hja City leikmönnum flautaði Paul Tierney til leiks loka. Loka niðurstaða 2-1 fyrir City og þeir eiga enn séns á þrennunni.
City voru betri í leiknum en það United þurftu aðeins meiri heppni með sér í lið til þess að koma leiknum í framlengingu. Það er alveg augljóst að þetta City lið er betra en United liðið en það er samt ekki ósigrandi. Mér fannst vanta aðeins meiri ákefði og þrótt í United leikmennina, það hefði kannski ekki skilað sigri en bara að láta City leikmenn finna aðeins meira fyrir því hefði getað komið liðinu í framlengingu. Mörkin sem City skora eru bæði eitthvað sem á að vera hægt að koma í veg fyrir. Einbeitingarleysi á upphafs mínútum frá miðju- og varnarmönnum til markmanns er óásættanlegt í úrslitaleik. Seinna markið er líka einbeitingarleysi og markmannsmistök, það er það sem svíður mest að þetta er ekki City að vera „unplayable“ það er vel hægt að koma í veg fyrir þessi mörk.
Tímabil United er nú búið og nú hefst tímabil sem við United þekkjum of vel, að vera orðaðir við annan hvern leikmann í Evrópu. Fyrir mér, þrátt fyrir tap í þessum úrslitaleik, þá er Ten Hag á réttri leið með liðið og það verður spennandi að sjá liðið sem hefur næsta tímabil hjá Rauðu Djöflunum.
Turninn Pallister says
Vá hvað þetta byrjaði vel.
Liðsuppleggið út um gluggan eftir fyrstu mínútu. Nú liggur beinast við að þetta verði slátrun.
Egill says
Eriksen er alveg gjörsamlega búinn.
Hann, Sancho og Rashford hafa verið mjög slakir í dag.
Varnarlega höfum við aftur á móti verið frábærir fyrir utan fyrstu 12 sek í leiknum.
Egill says
Við þurfum annan markmann!
Helgi P says
Við þurfum svona 5 til 6 nýja leikmenn í þetta lið og afhverju er Eriksen að byrja alla leiki hann er búinn að vera ömurlegur
Arni says
Þeir setja phil foden inná á meðan við hendun weghorst þvílíkur brandari
Bob says
Þetta er svo gott lið. Ha ha ha
Helgi P says
Þessi sumar gluggi er að breytast í martröð maður er ekkert sérstaklega bjartsýnn fyrir næsta tímabili
Dór says
Eru þið hættir með þessa síðu
Sir Roy Keane says
Hvað segið þið.
Er ekki komin tími á að setja nýja frétt á síðuna? Það er fullt búið að gerast síðan í leiknum á móti City.
Ég er annars mjög spenntur yfir því að Mount sé komin til okkar og að það sé á leiðinni nýr og líklega betri markvörður en De Gea sem er nú farin eftir 12 ár. Mér finnst glugginn byrja vel hjá okkur og er rólegur yfir liðunum í kringum okkur.
Mér finnst forgangsröðunin rétt að styrkja miðju og markið fyrst og síðan fara að huga að framlínunni. Þannig færumst við nær spilastílnum sem Ten Hag vill spila og sköpum okkur fleiri færi í sókninni.
Hefði líka viljað hafa einhver mjög frambærilegan í liðinu sem getur leyst Casemiro af þegar á þarf að halda.
Er merklega rólegur yfir því að fá ekki heimsklassa sóknarmann í sumar, þeir eru ekki á hverju strái og kannski eru betri tækifæri að ári á markaðnum. Skyldi í staðinn spila með Rashford sem framherja í eitt ár og nota Garnacho meira. Miðað við blöðin þá þurfum við að selja fyrst til þess að geta keypt í þessa stöðu og það er lítið búið að selja eins og er.
Turninn Pallister says
Mín persónulega skoðun er að 50 mills fyrir markvörð sem hefur ekki reynslu úr deildinni er dálítið vel í lagt. Ég hefði frekar viljað að peningarnir hefðu verið settir í striker og að Henderson fengi sénsinn þetta tímabilið.
Ég veit að stjórinn vill spila sinn bolta og er með ákveðna hugmyndafræði þar sem nútíma markmaður eins og Onana passar betur inn í. En það þarf líka að aðlaga sig eftir aðstæðum. Vandamálið í fyrra var ekki að verjast eða halda hreinu. Sést best á því að De Gea vann gullhanskann án þess að hafa verið eitthvað frábær. Vandamálið var að skora mörk. Okkur vantar stöðugan markaskorara sem skilar 18+ mörkum á tímabili.
Helgi P says
Er ekkert að frétta á þessari síðu lengur
Sir Roy Keane says
Nýr markmaður að koma inn um dyrnar á Old Trafford, Onana frá Inter sem var einn allra besti markmaðurinn í meistaradeildinni í vetur og stóð sig frábærlega í úrslitaleiknum.
Var að skoða síðu sem vill meina að Onana sé 9. besti markvörður í heimi og að það séu 3. betri markmenn í Úrvalsdeildinni, Ederson, Allison og Pope.
https://interestingfootball.com/top-20-best-goalkeepers-in-the-world/
De Gea er Í 17. sæti á listanum og m.v. þetta þá á að vera bæting í markinu hjá okkur í vetur og við eigum að leysa betur að spila á móti liðum sem vöndu sig á að pressa stíft De Gea.
Nýr fyrirliði er líka komin á dagskrá og verður fróðlegt að sjá hvort að það verði Bruno eða Casemiro. Það voru nokkrir leikir í vetur þar sem að Bruno var glataður fyrirliði og þetta væl og svekkelsi er oft hundleiðinlegt í honum.
Mér finnst samt líklegt að Bruno verði tilnefndur en svona utanfrá séð þá virkar Casemiro sem alvöru leiðtogi og ætti að vera fyrirliði ef ég fengi að velja, þekki samt ekki hvernig hann hagar sér á æfingum, utan vallar eða í klefanum. Grunar samt að hann sé frábær fyrirmynd þar sem og inni á vellinum
Er glaður yfir því að Mount fékk 7´una, er með nógu breitt bak fyrir hana og hann á eftir að verða lykillmaður fyrir okkur. Tími komin á alvöru leikmann með þetta sögufræga númer.
Arni says
Er þessi síða hætt
Sir David Moyes says
Mikið er nú metnaðarleysið mikið á þessari síðu.
Hellingur að gerast en ekki múkk hér
Arni says
Vika í fyrsta leik og það er ekkert að frétta á þessari síðu
Böddi says
Væri gaman að heyra frá ykkur :)
Sir Roy Keane says
Búinn að vera flottur sumargluggi að mínu mati það sem af er.
Højlund er nú komin til viðbótar og það verður spennandi að fylgjast með honum. Vissulega hátt verð og hann ekki með mikla reynslu, en stór nöfn hafa líka oft floppað á Old Trafford. Strákurinn er gríðarlega fljótur, sterkur og er einn sá efnilegasti í heiminum í þessari stöðu í sínum aldursflokki. Ekki skemmir fyrir að þjálfarar bera honum mjög vel söguna um baráttu og viðhorf og hann virðist sannarlega vera með hausinn rétt skrúfaðan á. Hann elskar félagið okkar og ég hef fulla trú á því að hann muni leggja sig allan fram fyrir sitt lið og skora mörg mörk á næstu árum.
Fréttir í morgun um að það sé búið að samþykkja tilboð í Maquire. Það er mjög gott mál að mínu mati fyrir bæði hann og liðið. Verður spennandi að sjá hvaða miðvörður verður keyptur í staðinn. Veðja á Jean-Clair Todibo hjá Nice sem er kallaður „nýji Varane“.
Á miðjunni virðast Fred og Van Beek á leiðinni út á næstu dögum og jafnvel McTominay. Verður gaman að sjá hver kemur í staðinn, en sá leikmaður þarf að geta leyst af Casemiro og mjög góður að verjast og byggja upp spil.
Er hrikalega ánægður með nýju búningana og að minn maður Keane, leiki aðalhlutverkið í skemmtilegri auglýsingu eftir 18 ára fjarveru . Segir mér að við séum á réttri leið.