Manchester United heimsækir Tottenham Hotspur á morgun laugardaginn 20. ágúst klukkan 16:30. United vann fyrsta leik tímabilsins síðasta mánudag gegn Wolves. Það var þó ekki alveg byrjunin á leiktíðinni sem stuðningsmenn höfðu verið vonast eftir. Wolves liðið var talsvert betra í leiknum og United slapp í raun með skrekkinn og rúmlega það. Eins og eftir flesta slaka United leiki keppast stuðningsmenn annarra liða að greina liðið á misgáfulega máta, margir virðast t.a.m. vera búnir að afskrifa Casemiro og Mount. Undirritaður telur þó að aðal ástæða fyrir lélegri frammistöðu United í síðasta leik hafi hreinlega verið skortur á leikformi og mögulega dass af yfirlæti. Flestar sendingar rötuðu ekki rétta leið og ef þær gerðu það að þá var fyrsta snertingin léleg og löðurmannleg. Eiginlega allir leikmenn United voru lélegir Andre Onana getur þó gengið teinréttur frá þessum leik, það er góð tilbreyting að hafa markmann sem grýtir sé út í teig og grípur fyrirgjafir.
Það má þó ekki taka neitt af Wolves sem spiluðu mjög vel en virtust ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að setja boltann í sjálft netið. Margir sparkspekingar voru farnir að spá þeim falli vegna fjárhagsvandræða og vegna þess að Lopetegui þjálfari þeirra hætti viku fyrir mót, það virðist hafa sett smá blóð á tennur úlfanna. Fjórfaldi meistaradeildarmeistarinn og einfaldi heimsmeistarinn Raphael Varane sótti þó punktana þrjá eftir sendingu köngulóarmannsins Wan-Bissaka og að lokum eru það stigin sem telja.
Ef United ætlar sér að vinna Tottenham á morgun þá er ekki hægt að leyfa sér að spila líkt og gegn Wolves. Tottenham gerði 2-2 jafntefli við Brentford í fyrstu umferð. Harry Kane-lausir Tottenham virtust vera frekar sprækir gegn býflugunum í Brentford en áttu í smá erfiðleikum með að taka yfir leikinn. Ange Postecoglou virðist hafa náð að innleiða smá hugsjón af sínum fótbolta inn í Tottenham þó að það sé kannski enn dálítið langt í land að liðið sé fullslípað. Stærstu félagsskipti Tottenham í sumar hafa verið kaupin á James Maddison, markmanninum Guglielmo Vicario og Manor Solomon frá Shakhtar Donetsk. Þá kláruðu þeir kaupin á lánsmönnunum Kulusevski og Pedro Porro, þeir eru þó sennilega ekki búnir eftir að þeir seldu Harry Kane til Bayern Munich, þá ætti að vera einhver sjóður fyrir Daniel Levy til þess að brúka.
Mér finnst líklegt að United stilli upp svipuðu liði og byrjaði gegn Wolves, ég held þó að Jadon Sancho komi inn í byrjunarliðið en hann var ágætur eftir að hann kom inn á gegn Wolves. Hann myndi þá koma inn á í stað Garnacho en færi í falska níu þar sem hann hefur spilað talsvert á undirbúningstímabilinu. Rashford færi þá út á vinstri kantinn þar sem hann er yfirleitt bestur. Postecoglou mun að öllum líkindum stilla upp sama liði og á móti Brentford þ.e.a.s. ef Romero er búinn að jafna sig eftir höfuðhöggið sem hann hlaut gegn Brentford.
Líkleg byrjunarlið:
United:
Tottenham:
Tölfræði United gegn Tottenham í Premier League:
Ég vil enda upphitunina á orðum Sir Alex „Lads it’s Tottenham“
Skildu eftir svar