Erik Ten Hag gerði engar breytingar á United liðinu sem marði Úlfanna í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Þrátt fyrir frekar slappa frammistöðu var kannski ekki búist við miklum hræringum á byrjunarliðinu en flestir höfðu kannski búist við að Sancho kæmi inn í byrjunarliðið á kostnað Garnacho. Postecoglou nýi stjóri Tottenham gerði tvær breytingar frá jafnteflinu við Brentford en Pape Sarr kom inn fyrir Oliver Skipp og Pedro Porro byrjaði í stað Emerson Royal.
Byrjunarliðin:
United:
Varamenn: Henderson, Vitek, Dalot, Lindelof, Eriksen, McTominay, Pellistri, Martial, Sancho
Tottenham:
Fyrri hálfleikur
United átti fyrsta almennilega færið á annarri mínútu þegar Mason Mount vann boltann hátt á vellinum, boltinn féll fyrir Garnacho utarlega í teig Tottenham, hann sendi boltann á Antony en brasilímaðurinn setti boltann rétt yfir. Tveimur mínútum seinna átti Garnacho fínt hlaup inn á teig Tottenham en skot hans frekar auðvelt fyrir Vicario markmann Spurs, góð tilraun samt sem áður. Spilamennska United fyrstu 10 mínúturnar talsvert mikið betri en gegn Úlfunum á mánudaginn, þó að það segi kannski ekki mikið. Á 13. mínútu þröngvaði Antony boltanum inn fyrir á Marcus Rashford sem sýndi hraða sinn og náði boltanum á undan Vicario en Rashford kominn í mjög þrönga stöðu og Vicario varði skot hans.
Á 22. mínútu á Bruno rabona sendingu inn á teig Tottenham og Rashford í góðu færi en skalli hans yfir markið, kannski fínt þar sem Rashford virtist rangstæður og það hefði eiginlega ekki mátt VAR-a þessa fegurð af. Tottenham átti stuttu seinna hraðasókn eftir lélega sendingu frá Casemiro en skot Kulusevski var ekkert vandamál fyrir Onana. Á 26. mínútu reykspólaði Rashford framhjá Van de Ven, koma boltanum svo á Garnacho sem átti skot í hendi Romero, boltinn útaf í horn í stað þess að fara á markið, höndin alveg útrétt ekki við líkamann en Craig Pawson í Stockley Park sá ekkert athugavert við það. GALIN dómgæsla, í raun grátbrosleg. Stuttu seinna átti Tottenham góða hraðasókn þar sem Son laumaði boltanum á Pape Sarr en Onana varði vel. Á 36. mínútu fékk Bruno dauðafæri og algjörlega DAUÐAFÆRI. Shaw átti glæsilega sendingu inn í teig og Bruno einn á markteig alveg einn, aleinn. Fyrirliðinn skallaði boltann hátt yfir.
Á 40. mínútu áttu Tottenham sína hættulegasta sókn, Son keyrði inn á teiginn lagði hann fyrir Pedro Porro sem hamraði boltann í slána, Tottenham hélt boltanum og áttu fyrirgjöf sem fór af Luke Shaw og þaðan í stöngina. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleiknum þó svo að liðin hafi fengið sín hálf færi.
United voru talsvert betri í fyrri hálfleik og Bruno hefði algjörlega átt að koma United yfir á 36. mínútu með skalla, þá má ekki gleyma augljósu hendinni á Romero sem ég er enn að reyna að skilja afhverju var ekki dæmt sem víti. Það verður þó líklega ekki rætt jafn mikið um þetta og úthlaup Onana gegn Wolves, sem er líklegast búið að gera eins og hálfs klukkustundar heimildarmynd um. Tottenham brögguðust þó aðeins undir lok fyrri hálfleiks og náðu að setja United aðeins undir pressu. Það má þó segja að spilamennska United var sannkölluð hátíð miðað við spilamennsku þeirra gegn Wolves, pressan var fín og menn sendu tuðruna yfirleitt á samherja en ekki andstæðinga líkt og gegn Wolves. Ég vil líka minnast á eitt, Andre Onana var mjög góður í fyrri hálfleik, mjög óvanalegt þegar markmaður United grípur háan bolta inn í teig, þá átti hann sturlaða sendingu á Garnacho sem bjó til mjög hættulega stöðu en fyrirgjöf Garnacho fór af varnarmanni (svo ekki sé minnst á að verja skotin sem komu á markið).
xG í fyrri hálfleik
United: 1.42
Tottenham: 0.51
Seinni hálfleikur
United byrjuðu seinni hálfleikinn á afturfótunum og Tottenham voru ekki lengi að refsa, Kulusevski komst upp að endalínu, sendi boltann fyrir boltinn skoppaði af varnarmanni og fyrir Pape Sarr sem þrumaði honum upp í þaknetið (Tottenham 1 – 0 United). United reyndi að svara um leið en Antony fékk fínt færi en setti boltann í stöngina, Tottenham átti þá leik og Udogie fékk fínt færi eftir undirbúning frá Son en Onana varði vel. Seinni hálfleikurinn byrjar mjög fjörlega, Tottham menn vildu fá víti eftir að Martinez stuggaði við Romero inn í teig en það hefði verið mjög soft. United fékk svo aukaspyrnu fyrir utan teig á 55. mínútu, Bruno sendi boltann inn í teig og Casemiro átti mjög fínann skalla en Vicario varði glæsilega. Tottenham virtust vera að vakna alltaf meira og meira á 61. mínútu spólaði Son sig inn á teig og átti skot sem Shaw gerði vel í að komast fyrir.
Á 66. mínútu gerði United þrefalda skiptinu Dalot, Sancho og Eriksen komu inn á fyrir Garnacho, Antony og Wan-Bissaka. Postecoglou gerði líka breytingu stuttu seinna og setti Ben Davies og Ivan Perisic inn á fyrir Richarlison og Udogie, virtist ástralski grikkinn ætla að þétta aðeins raðirnar. Það virtist hafa virkað ágætlega a.m.k. róaðist leikurinn talsvert mikið eftir skiptingar Postecoglou. United virðist hafa ákveðið að taka upp spilamennskuna gegn Wolves í seinni hálfleik og á 83. mínútu átti Tottenham sendingu inn í teig laflausa, sem Ben Davies hitti ekki og Martinez eiginlega ekki heldur sem fipaði Onana og boltinn lak í netið, Tottenham 2 – 0 United. Lítið gerðist eftir þetta United fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig í uppbótartíma en Bruno setti boltann yfir. United var eiginlega hætt fyrir uppbótartímann og þó að hann væri 9 mínútur þá gerðu þeir samt eiginlega ekkert.
United voru ekki í leikformi gegn Wolves og virtust bara vera í formi til að spila einn hálfleik í dag. Ég veit ekki hvort var meira svekkjandi að byrja tímabilið og horfa upp á spilamennskuna gegn Wolves eða sjá spilamennskuna í fyrri hálfleik gegn Tottenham og fá vonarglætu en vera svo kippt harkalega niðrá jörðuna í seinni hálfleik. United menn voru góðir í fyrri hálfleik voru á undan í flesta bolta náðu að vinna boltann oft á vallarhelmingi Spurs. Tottenham unnu sig betur inn í leikinn í lok fyrri hálfleiks. Lundúnarliðið hélt því bara áfram í seinni á meðan United virtist vera missa alltaf meiri og meiri tök á leiknum.
Sendingar fóru að verða lélegri, voru alltaf meira og meira á hælunum og eftir á í alla bolta. Það er stórundarlegt að lið eins og United og leikmennirnir sem þar spila geti komið svona óundirbúið til leiks og þá meina ég ekki taktísklega því miðað við fyrri hálfleik þá var taktíkin ekkert að eyðileggja fyrir United, heldur aðallega bara að geta ekki hlaupið almennilega heilann fótboltaleik. Boltinn sem Ten Hag vill spila virkar ekki ef menn eru of þreyttir í að taka hlaup til þess að opna á sendingaleiðir. Það virðist hafa gerst í seinni hálfleik, leikmenn of búnir á því til þess að taka óeigingjörn hlaup til þess að opna fyrir aðra samherja.
Þá er enn þá alveg augljóst að United þarf almennilegan framherja vonandi fer að styttast í að Rasmus Hojlund geti spilað sinn fyrsta leik. Ekki bara er Rashford ekki nægilega góð nía heldur er Rashford líka bara lang besti kantmaður United og liðið mun hættulegra með hann í þeirri stöðu en upp á topp. Síðast en ekki síst verður að minnast á dómara leiksins, það er gjörsamlega fráleitt að United hafi ekki fengið víti í fyrri hálfleik sem hefði getað breytt leiknum talsvert mikið. Súrindin eru samt ekki jafn mikil og í hálfleik, þrátt fyrir að mörk breyti leikjum þá miðað við spilamennsku United í seinni hálfleik hefði Tottenham samt unnið þó að United hefði leitt 1-0 inn í hálfleik.
Eftir tvær umferðir er United með 3 stig, það er betra en í fyrra en ekki nægilega gott. Leikmenn þurfa að koma sér í almennilegt leikstand fyrir næsta leik. Vonandi geta leikmenn United spilað heilann leik næstu helgi án þess að líta út undir lok leiksins eins og meðal bumbuboltaleikmaður eftir 30 mínútur á sparkvelli.
Egill says
Mjög sérstakt að hafa óbreytt lið. Mipjan var ekki að virka á undirbúningstímabilinu, og ekki heldur á mánudaginn, af hverju ætti hún að virka betur í dag?
Svo finnst mér mjög sérstakt að Garnacho haldi sæti sínu eftir hörmulega frammistöðu í síðasta leik, á meðan Sancho er áfram á bekknum, hann breytti leiknum síðast.
En hvað um það, við þurfum 3 stig í dag, Spurs á ekki að eiga séns.
Arni says
Þessi miðja er rusl
Egillg says
ég bara skil ekki ensku dómarana, sama brot= ekkert dæmt, auka, gult, rautt, hvað er hendi og hvað er ekki hendi, ekkert samræmi, orðið þreytt að horfa á þetta
Helgi P says
Þetta VAR drasl er að eyðileggja fótboltan
Scaltastic says
Fyrirsjáanlegt karma, þó svo að þetta sé kolröng ákvörðun. Mun skárra orkustig í liðinu en á mánudaginn. Hins vegar þá er þetta sama vísan í hverjum einasta leik, það eru engin mörk í þessu liði. Gæðaleysið í fremstu þremur er á pari við Everton
Egill says
Rashford er ekki striker, Garnacho er ennþá bara super sub og Antony er hreinlega lélegur í fótbolta.
Við munum samt ekki sjá neina breytingu fyrr en á 65. min, vonandi verður það bara ekki of seint.
Egill says
Gerðu breytingu hollenski trúðurinn þinn!!!
Dór says
Ten Hag er klárlega ekki með þetta bara búinn að versla drasl leikmenn á alltof mikinn pening
Egill says
ETH
Rashford
Antony
Ericsen
Shaw
Martial
Maguire
Bailly
Lindelof
Mount
Þetta eru allt nöfn sem eiga að vera einhversstaðar allt annarsstaðar en hjá Man Utd.
Egill says
*Sancho
Gleymdi honum
Elis says
Þvílík drulla. Eftir skelfilegan fyrsta leik þar sem liðið átti að tapa fyrir Wolves þá kemur þetta andleysi í næsta leik.
Þetta Tottenham lið er ágæt en ekki meira en það en í síðari hálfleik þá léttu leikmenn Man Utd þá líta út eins og besta lið í heimi.
Það er viðbjóðslegt að horfa á fyrirliðan væla út í eitt og baða höndum eins og lítil smákrakki. Casimiro virðist hafa lent á vegg og lítur út eins og eldgamalli karl. Mount sást ekki. Rasford með upp gjafa svipinn.
Ten hag virðist ekkert vita hvað hann er að gera.
Gummi says
Þetta verður lángt og leiðinnlegt season
Zorro says
Held að maður sé búinn að horfa á verstu frammistöðu united manna síðan 1892….þetta er ömurlegt á öllum gæðum…maður er andlaus eftir þessa fyrstu 2 leiki…eitthvað mikið að í okkar herbúðum…utandeildin hér heima eru betri en við…áhugaleysi…metnaðarleysi og enginn barátta….með alla þessar dúkkulísur….úff
Tòmas says
Maður er verulega áhyggjufullur eftir fyrstu tvo leikina.
Finnst ETH hafa klikkað í taktík og leikmanna kaupum (Mount). Einnig taktíkst tel ég. Hefði líklega átt að gera breytingar eftir Wolves leikinn. Komin allt of mikill pressa á unga Hojlund að standa sig.
Onana finnst mér ljósi punkturinn. Maður sá oft snilli hans á boltanum í dag.
Scaltastic says
Skil óbragðið og vonbrigðin tengd leikmönnum og þjálfaranum. Enda hefur almenn heilaþoka fylgt fyrirliðastöðunni hjá liðinu síðan að Rooney fékk bandið. Plús hefur stór hluti þessa hóps margoft sannað það að þeir hika ekki við að leka út úr klefanum þegar að stutt er í mótlætið. Því miður er það ekki stærsta vesenið.
Persónulega myndi ég taka því að horfa á tímabil, jafnvel tvö af þessu þroti. Svo lengi sem Arnold, Murtough, Fletcher og „yndislegu“ vinnuveitendur þeirra fari burt. Þá getum við hafið 10 ára vegferð að endurheimta félagið okkar.
Sir Roy Keane says
Það er alveg óþarfi að fara að skæla og fara í dómsdagsspárnar. Tímabilinu líkur í maí, ekki eftir tvo leiki. Öll lið tapa fótboltaleikjum.
Við vorum vel sprækir í fyrri hálfleik og spiluðum miklu betur en í síðasta leik fyrstu 45 mín. Að komast yfir fyrir hálfleik hefði gefið okkur meiri orku og sjálfstraust. Hefðum klárað leikinn með sigri. Seinni hálfleikur var hins vegar dapur, misstum móðinn og trúnna. Spurs kláruðu sín færi en við ekki.
Kom mér helst á óvart að Ten Hag byrjaði með sama lið og hafa 2 markmenn á bekknum.
Dór says
Ég skil ekki þessi Mount kaup ekki leikmaðurinn sem okkur vantaði og þessi kaup á Anthony líta alltaf ver og ver út alveg ömurlegur
Steve Bruce says
Tjah, Ten Hag er allavegana búinn að sýna að hann er enginn master í leikmannakaupum. Sótti hart að fá Antony frá Ajax, sama hvað það myndi kosta. Kaupir svo Mason Mount sem var búinn að vera í aðalhlutverki í höfuðlausum Chelsea her seinasta tímabils. Það sem mér finnst verst er að enn og einu sinni sýnist manni Man.Utd liðið vanta upp á líkamlegt form – nokkuð sem mér hefur þótt gerast skipti eftir skipti síðustu árin. Þetta á ekki að geta gerst hjá risaklúbbi!
Gummi says
Ef Ten Hag kaupir ekki tvo miðjumen þá verður hann farinn fyrir jól