Manchester United tekur á móti Brighton & Hove Albion á morgun, laugardaginn 15. september, klukkan 14:00. Loksins loksins er landsleikjahléið búið og enska deildin hefst aftur um helgina. Það var fúlt fyrir United stuðningsmenn að fara með frústrerandi tap gegn Arsenal á bakinu inn í landsleikjahlé. Það var þó kannski allt í lagi fyrir United að fá tæplega tveggja vikna pásu þar sem liðið endaði með Maguire og Evans í miðvörðum gegn Arsenal. Meiðsli hafa plagað rauðu djöflana í upphafi tímabils: Varane, Mount, Shaw, Mainoo og Malacia eru allir meiddir og einhver óvissa ríkir um nýjasta lánsmann United, Sofyan Amrabat. Lisandro Martinez og Victor Lindelöf ættu þó báðir að vera tilbúnir sem er mjög ánægjulegt.
Ekki nóg með að landsleikjahléið hafi verið þunglyndislegt vegna skorts á ensku úrvalsdeildinni, heldur var kastljósi fjölmiðlanna beint að United vegna talsvert óskemmtilegra mála. Antony málið er nú komið á þann stað að hann hefur verið settur í leyfi á meðan lögreglan rannsakar málið. Undirritaður hefur þó ekki alveg nógu mikið fylgst með málinu til þess að tjá sig um það í löngu máli, það er þó grafalvarlegt. Þá tók Sancho ummælum Erik Ten Hag eftir Arsenal leikinn heldur betur illa. Enski vængmaðurinn ákvað að skella sér (eða senda samfélagsmiðlastjóra sinn) á twitter eftir að Ten Hag sagði að hann hefði ekki verið í hóp vegna lakrar frammistöðum á æfingum undanfarið. Að mínu mati frekar barnaleg hegðun af atvinnuknattspyrnumanni en dæmi hver fyrir sig. Óvissa ríkir núna um framtíð Sancho hjá félaginu sem og Antony.
Við skulum þó ekki missa okkur í neikvæðu fréttunum, heldur frekar reyna vera bjartsýn, það er nú einu sinni bara september. Það hefði verið hægt að fá þægilegri mótherja en Brighton svona í ljósi erfiðrar byrjunar og mikilla meiðsla. Brighton situr í 6. sæti deildarinnar og hefur unnið 3 af 4 fyrstu leikjum sínum og litið mjög vel út í byrjun tímabils. Þetta er þó heimaleikur og United hafa verið sterkir á Old Trafford undanfarið ár. Það virðist ekkert hafa háð mávunum að missa Caicedo og Mac Allister í sumar. Liðið er þó langt frá því að vera í jafn miklum meiðslavandræðum og United, en þó er Evan Ferguson tæpur fyrir leikinn og þá eru þeir Julio Enciso og Jakub Moder báðir meiddir.
Það verður skemmtilegt að sjá hvort eitthvað af nýju leikmönnum United fái tækifæri um helgina, ég tel það eiginlega alveg víst að Højlund byrji eftir kröftuga innkomu gegn Arsenal. Barátta danans gegn Lewis Dunk gæti orðið mjög fróðleg, það er a.m.k. víst að Lewis Dunk vonast frekar eftir því að mæta Anthony Martial heldur en Rasmus.
Líkleg byrjunarlið
United:
Það er erfitt að segja til um hvernig byrjunarlið United verður á morgun, getur Amrabat byrjað? Byrjar Reguilon? Hver verður á hægri kanti? Ég myndi ekki þora að veðja miklum pening á nákvæmt byrjunarlið. Ég ætla vera djarfur og spá Pellistri á hægri kanti, Bruno gæti verið þar sem og Garnacho. Ef Bruno er á hægri kanti gæti Eriksen færst upp í holuna og annað hvort Amrabat eða McTominay dottið inn á miðjuna. Þá er spurning hvort Reguilon eða Dalot byrji í vinstri bakvarðar stöðunni, miðað við frammistöðu Dalot gegn Arsenal held ég að hann fái traustið.
Brighton:
Að lokum
Þetta er mjög mikilvægur leikur, sigur gegn Brighton gæti „kickstartað“ tímabili United og komið með meiri bjartsýni og jákvæðni inn í klúbbinn sem heldur betur þarf á þessum tímapunkti. Það má þó ekki gleyma því að undanfarið hefur United strögglað talsvert gegn Brighton sem og hefur Brighton verið að spila einn skemmtilegasta boltann í deildinni, þannig gæti leikurinn orðið talsvert erfiður. Ég held að leikurinn verði talsvert jafn og fjörlegur, De Zerbi vill ýta liðinu sínu hátt upp á völlinn og pressa og það gæti orðið til þess að svæði myndist fyrir Rashford og Højlund. Aðaldómari leiksins verður ástralinn Jarred Gillet og vonandi fáum við bara leik sem litast ekki af vafasömum dómum. Síðast en ekki síst geta áhugasamir séð innbyrgðis viðureignir liðanna í deild frá stofnun Premier League hér að neðan.
Skildu eftir svar