United tók á móti Brighton á Old Trafford í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. United er í talsverðum meiðslavandræðum; Varane, Shaw, Mount, Mainoo, Malacia og Amrabat allir á meiðslalista, þá eru Sancho og Antony í öðruvísi vandræðum utan vallar. Erik Ten Hag gerði þrjár breytingar frá tapinu gegn Arsenal fyrir landsleikjahlé. Þeir Rasmus Hojlund, Sergio Reguilon og Scott McTominay komu allir inn í byrjunarliðið.
Byrjunarlið United
Varamenn: Bayindir, Evans, Maguire, Wan-Bissaka, Gore, Hannibal, Garnacho, Pellistri, Martial
Fyrri hálfleikur
Man Utd byrjaði fjörlega á Old Trafford. Á fimmtu mínútu fann Reguilon Marcus Rashford, sem prjónaði sig í gegnum vörn Brighton, en laust skot enska framherjans var varið af Jason Steele í marki Brighton.
Skömmu síðar opnaði Hojlund næstum því markareikning sinn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir félagið. Hann náði hins vegar ekki alveg lágri sendingu Rashford þar sem Lewis Dunk koma honum aðeins úr jafnvægi .
Brighton fór þá að ná fótfestu í leiknum og á 20. mínútu skoraði Welbeck sitt fjórða mark gegn sínu gamla liði. Framherjinn fann Simon Adingra á hægri kantinum, Adingra sneiddi boltann út í teiginn til Welbeck sem slúttaði boltanum af öryggi framhjá Andre Onana, 0-1.
Rashford virtist líklegastur til að jafna metin fyrir Manchester United – þrumuskot hans í miðjum vítateignum fór í Mahmoud Dahoud en hefði ábyggilega legið í netinu. Þá átti Rashford fínt upphlaup, en skot hans skaust af baki Joel Veltman og ofan á þverslána.
Stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks héldu United menn að þeir hefðu jafnað metin. Þegar að Rasmus Hojlund koma boltanum í netið eftir sendingu frá Rashford. Boltinn hafði þó farið rétt útaf áður en Rashford náði að sendi boltann. Ótrúlega tæpt og VAR tók langan tíma að meta hvort boltinn hefði farið allur útaf. Rashford fékk síðan fínt færi stuttu seinna þegar hann „köttaði“ inn á hægri en skot hans framhjá. Brighton leiddi 0-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur
Rashford hélt áfram að vera líflegur og á 51. mínútu keyrði hann á vörn Brighton en skot hans endaði í hliðarnetinu. Tveimur mínútum síðar var komið að Brighton að sækja Lamptey sendi boltann á Pascal Gross rétt fyrir utan vítateig United, sem virtist vera með alltof mikið pláss og eftir létta gabbhreyfingu endaði skot hans í netmöskum United, 0-2. Ég á eftir að sjá þetta almennilega en það virðist vera að Eriksen hætti að elta Gross, enginn pikkar hann upp og fékk frítt skotfæri. Þar sem vörn United var á hælunum reyndi Martinez að koma í veg fyrir skot Gross, en þjóðverjinn las það og tók þægilega fintu og eftirleikurinn þægilegur. Það munu margir kannski segja að Martinez hafi selt sig en fyrir mér var lítið annað í stöðunni þar sem argentínu maðurinn var að reyna þrífa upp fyrir annarra mistök.
Á 64. mínútu gerði Ten Hag sína fyrstu breytingar, þegar Hojlund var skipt út fyrir Antony Martial og Casemiro út fyrir Hannibal Mejbri. Stuðningsmenn á Old Trafford púuðu þá ákvörðuna að taka Hojlund útaf. Vont varð verra þegar Brighton bætti við þriðja. Svipað mark og fyrsta markið en nú var það Lamptey sem fann ódekkaðan Joao Pedro við vítateiginn sem átti fast skot talsvertí hornið, Onana var í boltanum en skotið of gott, 0-3.
Allt virtist vonlaust en beint eftir mark Brighton fengu United menn að fagna einhverju þegar Hannibal Mejbri átti frábært skot af 25 metrum sem endaði í netinu, 1-3. United náðu þó ekki að gera leikinn spennandi, nokkur hálffæri og talsvert af hornspyrnum en liðinu tókst ekki að ógna marki Brighton af alvöru eftir þetta, Pellistri, Wan-Bissaka og Garnacho komu inn á en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Það voru hins vegar Brighton sem voru næst því að bæta við marki, þegar að Ansu Fati sem koma inn á í seinni hálfleik, fékk mjög fínt færi en Onana sá við honum. 1-3 úrslitin staðfest og United sigrað á heimavelli og þriðji tapleikurinn á tímabilinu staðreynd.
Að lokum
Þetta var alls ekki lélegasti leikur United á tímabilinu en varnarleikurinn var talsvert verri en t.a.m. á móti Arsenal. Liðið byrjaði af krafti og virtust vera með Brighton liðið sem vill halda mikið í boltann upp við kaðlana. Það varð þó augljóst að upplegg Brighton var talsvert öðruvísi en það hefur verið í upphafi móts De Zerbi ætlaði greinilega að beita skyndisóknum og leyfa United að halda í boltann í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var í meira jafnvægi og tók Brighton við því að vera meira með boltann. Sérstaklega seinustu 25 mínúturnar þegar þeir héldu boltanum endalaust og drápu alveg leikinn.
Mestu vonbrigðin í leiknum voru helst að það var augljóst að Brighton er miklu klínískari en United á síðasta þriðjung vallarins. Þá er varnarskipulag United enn þá í ólagi, það er eins og það sé stöðugur samskiptavandi í vörninni og lið eins og Brighton refsa. Það er líka mjög erfitt gegn liði eins og Brighton sem spilar hraðann bolta að vera með Eriksen og Casemiro saman á miðjunni.
Ef að við leygum okkur að vera aðeins bjartsýn, þá var fyrsti leikur Hojlund fínn. Það var gott að geta fundið danann í lappir og látið hann var uppspilspunkt, þá var hann handfylli fyrir Lewis Dunk sem er ekkert lamb að leika sér við. Reguilon var einnig mjög sprækur og hann og Rashford voru alltaf hættulegir saman á vinstri kantinum.
Tímabilið byrjar ekki vel og lítið til þess að vera bjartsýnn yfir, en dómdagsspám um að allir í liðinu séu ömurlegir og Ten Hag viti ekki hvað hann sé að gera ætla ég ekki að vera sammála. United á leik gegn Bayern Munich í miðri viku þar sem liðið þarf að spila betur varnarlega ef það á að eiga einhvern séns. Næsta helgi er það svo Burnley úti og ef að liðið á ekki að enda + 10 stigum á eftir efstu liðum þá þarf liðið sigur.
Egill says
Bruno á kantinum hefur aldrei nokkurntíman virkað. Af hverju vill ETH ekki gefa ungum leikmönnum séns? Pellistri hefur spilað fleiri leiki fyrir landsliðið sitt en Man Utd.
Arni says
Hvað þarf pellistri að gera til að fá að byrja leik ef þessi leikur tapast þá þarf Ten Hag að fara
Dór says
Glötuðu frammistaða við þurfum að fara leita af öðrum þjálfara og það strax
Gummi says
Við endum aldrei ofar en 10 sæti hvað er Ten Hag búinn að vera gera í leikmanna kaupum flest allt drasl sem þessi hollenski trúður er búinn að kaupa inní þetta lið
Dór says
Hvað eigum við að gefa þessari þjálfara druslu langan tíma
Elis says
Þetta er djók lið. Að þetta lið sé í Meistaradeild er auðvita kraftaverk. 5 leikir og 6 stig. Þessi 6 stig komu gegn Wolves sem yfirspiluðu Utd og Forest eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Þetta er alveg glatað og en eitt tímabilið hjá þessu andlausa og ógeðslega liði.
Það er meira fjör utan vallar en innan sem segir allt sem segja þarf.
Gummi says
Hættur að stiðja þetta united drasl lið á meðan glazerarnir eiga það þeir eru bara búnir að eyðileggja fótboltan fyrir manni
Zorro says
Þvílíkt Andleysi í einu liði….maður á ekki til orð yfir þessu…..get ekki séð 1 von….ekki hægt að afsaka þennan þjalfara meir…mælirinn er fullur….á 45 árum hef ég aldrei séð svona spilamennsku hjá okkar mönnum..Brighton spilaði eins og þeir væru einum manni fleirri allan leikinn…Glaður fljöldakyldann verður að selja…annars eru þeir siðblinda þjófar á hæsta levelli…Takk fyrir
Orri says
Upplegg, liðs uppstilling, motivation, skiptingar allt í ruglinu enda heyrðist það vel þegar Daninn var tekinn út af í stöðunni 0-2.
Ten Haag lofaði góðu en maður er að efast en eitt er á tæru það er gríðarlegt verk að vinna hjá félaginu í nánast öllu sem viðkemur MU.
Ótrúlegt mv aurinn sem hefur verið settur í leikmenn að hópurinn spili ekki betur, er ég sá eini sem upplifir form og andleysi ákveðinna leikmanna??
Vil gefa Ten Haag meiri tíma en getur verið að hann valdi þessu bara alls ekki? Ole kannski ekki svo slæmur eftir allt
Helgi P says
Við eigum ekkert erindi í meistaradeildina Ten Hag verður rekinn fyrir jól
Hjöri says
Langt síðan ég hætti að horfa á leiki með Utd, gat ekki lagt það á mig. En stóra spurningin er,hvað er eiginlega í gangi hjá þessu liði? Það virðist vera alveg sama hvaða stjóri tekur við liðinu, það gengur ekkert upp, þannig að er hægt að kenna stjórunum um? Eða eru það leikmennirnir sem eru að skíta upp á bak, allir ofurlaunaðir miðað við getu og framtak.
Gudmundur helgi. says
Get ekki sed ad onana se betri en david de gea nema kannski helst i fotunum, Martinez slakur og varnarlinan vitlaust sett upp i dag, get ekki skilid af hverju Pellestri far ekki sensin. Allar skiftingar ETH eru alltof seinar og hvad er Bruno ad gera a kantinum, Martial sast ekki i leiknum og ad taka Hojlund ut af til hvers, A moti lidi eins og Brighton a ad spila sterkan varnarleik og vera /ettir. Kanturinn hans Dalot var alltof opinn sem var mjog pirrandi,lidid vantadi allan neista. stafsetningin ekki alveg nogu god hja mer, vonandi er mer fyrirgefid.
Arni says
13 sæti eftir 5 leiki þessi klúbbur er ekki hægt
Einar Ingi Einarsson says
Ég er ekki í skapi til að ræða þessa frammistöðu.
Helgi P says
Maður var að vona að loksins værum við kominn með rétta þjálfaran en nei þetta er bara en einn pappakassinn sem verður rekinn eftir nokkra mánuði
Elis says
Eigendur Man utd eru fávitar en það er rosalega þægilegt að kenna þeim um allt. Þeir eru klárlega stór partur af vandræðum en á meðan að mörg lið væla yfir að eigendur vilja ekki setja seðla í leikmannakaup þá er Man utd það lið sem hefur eytt mest í leikmenn síðustu 10 ár á Englandi.
Segjum þetta aftur Man utd er það lið sem hefur eytt mest í leikmenn síðustu 10 ár burt séð frá eigendum liðsins. Ég er viss um að mörg lið væru til í þessa eyðslu.
Eigendur eru ekki inn á vellinum að spila. Stjórinn sér um að þjálfa þetta lið og hefur greinnilega eitthvað að segja með hvaða leikmenn eru keyptir svo að hans ábyrgð á gengi liðsins innan vallar er algjört.
Finnst ykkur hann vera að standa sig? Finnst ykkur liðið vera að spila flottan fótbolta? Finnst ykkur liðið vera að spila árangusríkan fótbolta? Finnst ykkur hann vera á réttri leið með liðið?
Mitt svar er NEI, NEI, NEI og NEI
en samt er allt eigendum að kenna.
Leikmenn liðsins mega svo líta í eigin barm. Það er ekki nóg að fara í rauðu treyjuna og fá ofurlaun og drulla á sig viku eftir viku. Það hefur verið reynt að hreinsa þarna til en það eru en þá nokkrir leikmenn sem eru að spila í þessu liði sem eiga það alls ekki skilið.
Hvar eru svo leiðtogar liðsins? Bruno er grenjuskjóða(já ég sagði það), Rashford(er dæmigerður Ford hálf höktandi), Casimiro/Varane(ættu að vera alvöru leiðtogar en eru sáttir við stóran launapakka og þeir hjarta er ekki þarna).
Það eru þrír leikmenn liðsins ekki að spila út af ofbeldismálum eða vera að rífast við stjóran í fjölmiðlum.
Það sem mun gerast er að liðið mun komast á smá skrið. Ná nokkrum góðum úrslitum og jafnvel berjast um 4.- 5.sætið í vetur við Tottenham, Newcastle, Chelsea og Brighton(liðið er langt frá Man City, Arsenal og Liverpool í gæðum). Ef meistaradeildar sæti næst þá eiga allir að vera voðalega glaðir.
Kjaftæði þetta er Man utd. Þetta er eitt af frægustu og ríkustu liðum heims og að vera ekki að berjast um stóru titlana í alvöru er einfaldlega ömurlegur árangur en ef stuðningsmenn fara að fagna meistaradeildarsætum þá er einfaldlega fallið orðið mikið og engin lausn í sjónmáli.
Jonas Omar Snorrason says
Er LFC, bara svo það komi fram.
Ferguson hafði alveg rétt fyrir sér, þegar HANN valdi eftirmann sinn, David Moyes. Málið var bara, stuðningsmönnum fannst vera tekið niður fyrir sig, hann fékk engan séns, meðan Ferguson fékk allan séns í heiminum. Í alvöru,ég sé engan sem getur tekið MU upp á eithvert level, eins og ég vill það. Ég vil það versta, en vona það besta, fyrir samkeppnina.
Ekki eitt lið, mörg lið, þá er gaman.
YNWA
Dór says
Hvað ætli stjórnin geri þegar við töpum fyrir burnley eftir viku
Helgi P says
Rauninni erum við bara heppnir að vera komnir með 6 stig
Arni says
Hvernig er það hægt að spila leiðinlegri bolta núna en þegar Solskjær var með okkur
Helgi P says
Það er eins og Casemiro sé búinn að eldast um 10 ár á einu ári
Laddi says
Jahérna…
Ákvað að gefa þessu nokkra daga og melta aðeins þessa frammistöðu. Hún var ekki góð, það þarf ekkert að tala í kringum það. Leikurinn byrjaði reyndar ágætlega og með aðeins betri nýtingu (sem hefur reyndar verið vandamál lengi) hefði United tekið forystuna. En svo fór allt í skrúfuna þegar Brighton, sem er orðið ansi sterkt lið, hætti að reyna að fara í gegnum miðjuna og fór upp kantana, sem voru galopnir, þá var eftirleikurinn auðveldur. Og eftir að þeir komust yfir var þetta í raun aldrei í hættu.
En gott og vel, United spilaði illa og menn ekki á tánum, gott og blessað, svoleiðis gerist. Menn þurfa að rífa sig í gang og gíra sig í næsta leik, áfram gakk, öll sú rulla…
…en hvaða þvæla er þetta sem menn eru að bera á borð á þessu spjalli? Í alvöru talað! Helgi P og Dór, eruð þið í alvörunni stuðningsmenn eða bara svona á tyllidögum þegar vel gengur? Veit ekki af hverju ég geri mér það að koma hingað og lesa athugasemdir eftir tapleiki, það er bara niðurrif og leiðindi, alveg sama hvað. Ummæli Roy Keane um rækjusamlokurnar koma strax upp í hugann, svei mér þá…
Það má alveg benda á það sem illa fer, mikil ósköp. En að kalla menn druslur og að það eigi að reka þjálfara er beinlínis hlægilegt. Reyndar skal ég gefa Helga P það að ég er sammála að United sé heppið að vera þó komið með sex stig. En menn eru fljótir að gleyma að Arsenal leikurinn tapaðist á síðustu mínútunum þar sem liðið spilaði ágætlega. Og að það eru margir menn í meiðslum. Og að ETH náði ekki að losa sig við nokkra af límhestunum til að koma inn betri leikmönnum (því þeir eru á fáránlega góðum samningum, sem er ekki sök ETH). Og að það eru einungis fimm leikir búnir á tímabilinu og því þrjátíuogþrír eftir (auk Meistaradeildar og bikarkeppna). Og að af því að United eigendur vilja endilega hala inn pening á vörumerkinu er undirbúningstímabilið tekið á þeysireið í flugvélum yfir hálfan hnöttinn. Og svona mætti lengi telja. Er ekki að afsaka þessa frammistöðu, bara að benda á að það eru skýringar.
Eigum við ekki bara aðeins að anda með nefinu og gefa þjálfaranum smá andrými og tækifæri til að vinna með liðið áfram. Það hefur nefnilega ekkert verið að gefa neitt rosalega vel að losa sig við þjálfarann um leið og hlutirnir ganga ekki fullkomlega upp. Enginn getur komið þarna inn og látið liðið spila fullkomlega frá fyrsta degi, þetta er langtíma verkefni og það hefði öllum átt að vera ljóst í upphafi. Það þarf nokkra glugga til í viðbót og fyrir vikið þurfa stuðningsmenn að þola döpur úrslit áfram þar til búið er að rétta skipið af. Þolinmæði er nefnilega dyggð.
En gott og vel, tökum þessa hugsun kannski aðeins lengra: Ok, rekum þjálfarann, og hvað svo? Hvaða þjálfara vilja sófasérfræðingarnir fá inn sem getur breytt Harry Maguire í heimsklassa varnarmann? Eða látið Sancho hætta að vera ofdekraðan ungling? Eða láta alla meiddu leikmennina hætta að meiða sig? Kunniði annan betri…
Dór says
Laddi ert þú ánægður með kaupinn sem Ten Hag er búinn að gera 90% af þessu leikmönum sem hann er búinn að kaupa er bara rusl
Laddi says
Dór, af öllu því sem ég skrifaði er þetta það sem þú last úr því? Í alvöru?!? Ég skrifaði bara ekkert um hvað mér þætti um kaupin hjá ETH…
En gott og vel, ég skal bíta á agnið, skoðum aðeins þessa fullyrðingu þína um það að 90% af kaupunum séu rusl. Á þessum tíma hefur ETH fengið 16 leikmenn til liðsins, 6 komu á láni og við skulum skoða þá fyrst. Með þeim fyrirvara að um mitt mat á gæði er að ræða, sem þarf ekki að endurspegla mat annarra:
– Martin Dúbravka: Fínt backup, gerði fá sem engin mistök en spilaði lítið og var svo sendur aftur til Newcastle þegar láninu lauk. => Niðurstaða: Ekki rusl
– Jack Butland: Kom inn fyrir Dúbravka, sama þar, spilaði lítið og ekkert mikið um það að segja. Var til taks, eins og varamarkmönnum sæmir. => Niðurstaða: Ekki rusl
– Wout Weghorst: Sennilega umdeildastur af þessum lánsmönnum, var augljóslega ekki allra þó að ég hafi kunnað að meta framlagið. Djöflaðist eins og hann gat en vantaði að klára færin. => Niðurstaða: Semi rusl
– Marcel Sabitzer: Fínt backup á miðjuna en spilaði bara allt of lítið auk þess sem hann meiddist í lok tímabils. Augljóslega með hæfileika (væri annars ekki í Bayern). Niðurstaða => Ekki rusl
– Sofyan Amrabat: Ekki spilað leik ennþá en var einn af bestu mönnum HM fyrir nokkrum mánuðum. Niðurstaða (ótímabær) => Ekki rusl
– Sergio Reguilón: Búinn að spila einn leik og kemur í raun bara inn útaf meiðslum sér mun betri leikmanna. Átti ágætis spretti á móti Brighton en það er skiljanlegt af hverju hann fékk ekki mínútur hjá Tottenham, er meiri vængmaður en bakvörður. Niðurstaða (ótímabær þó) => Rusl (er ekki aðdáandi)
Þannig að, sex lánsmenn og af þeim 1-2 sem kæmust í ruslflokkinn hans Dórs. Það gerir 17-33%, ekki alveg þessi 90% sem hann fullyrti svona digurbarkalega. En hvað um það, höldum ótrauð áfram með skemmtilegheitin og skoðum núna þá sem ETH hefur fengið frítt, þ.e. ekki keypt:
– Christian Eriksen: Þurfum ekkert að ræða það, er frábær leikmaður. Niðurstaða => Ekki rusl
– Jonny Evans: Uppalinn leikmaður að koma aftur heim, er orðinn gamall en var nauðsynlegur til að fylla í holurnar sem öll meiðslin í vörninni hafa myndað. Niðurstaða => Ekki rusl (það væri líka bara móðgun eftir alla hans þjónustu)
Ekki lítur þetta betur út fyrir Dór, 0% af þessum leikmönnum sem komu fríkeypis. En við spyrjum að leikslokum og skoðum núna kaupin:
– Tyrell Malacia: Fínt backup fyrir Shaw, ungur og efnilegur ennþá og því líklegri til að gera mistök en ella. Niðurstaða => Ekki rusl
– Lisandro Martinéz: Heimsmeistari með Argentínu, einn besti varnarmaður deildarinnar í fyrra. Niðurstaða => Ekki rusl
– Casemiro: Margfaldur CL meistari með Real, eina sem hægt væri að setja útá hann er aldurinn en hann var samt, allavega um tíma, í umræðunni um besta leikmann deildarinnar í fyrra. Niðurstaða => Ekki rusl
– Antony: Ok, ég skal gefa Dór þennan þó að ég sé ekki endilega sammála. Hann er í landsliði Brasilíu, hann hefur eiginleika sem ég skil að þjálfarar elski (vinnusamur, hleypur mikið og sinnir varnarvinnu). En þar sem ég þykist vita að Dór vilji að kantmenn skori mikið og gefi fullt af stoðsendingum skal ég lúffa hér: Niðurstaða => Ruslflokkur
– Mason Mount: Hefur spilað þrjá leiki með United, var tímabilið 2021-2022 besti leikmaður Chelsea, enskur landsliðsmaður, enn ungur. Ætla ekki að hlusta á eitthvað kjaftæði. Niðurstaða => Ekki rusl
– André Onana: Tilnefndur sem besti markmaður ársins eftir frábært tímabil með Inter, nútíma markmaðurinn sem United vantaði. Niðurstaða => Ekki rusl
– Rasmus Højlund: Hefur spilað ca. 90 mínútur með United en verið mjög frískur, var flottur á móti Arsenal. Sóknarmaðurinn sem United vantaði og er enn mjög ungur. Niðurstaða => Ekki rusl
– Altay Bayindir: Varamarkmaður sem hefur ekki enn spilað leik. Niðurstaða => ???
Þannig að, átta keyptir leikmenn þar sem mögulega er hægt að setja einn í ruslflokk. Heilt yfir eru þetta því í mesta lagi 3 af 16. Það eru 18.75% ef stærðfræðin bregst mér ekki og er víðsfjarri þessum 90% sem Dór fullyrti.
Eigum við ekki frekar að taka umræðuna upp á hærra plan og ræða málin af skynsemi og yfirvegun?