Í kvöld tók Manchester United á móti Newcastle í deildarbikarnum á Englandi. Um var að ræða viðureign milli liðanna sem mættust í úrslitaleiknum á síðustu leiktíð og höfðu þeir svarthvítu harma að hefna eins og flestum er kunnugt. Bæði lið gerðu margar breytingar frá síðustu helgi og má segja að varalið liðanna hafi verið að mætast.
Leikurinn fór heldur rólega af stað en United virtust ætla að láta finna fyrir sér í kvöld. Hannibal Mejbri var ef til vill heppinn að fá ekki seinna gula spjaldið sitt snemma leiks og fleiri liðsfélagar hans gerðust brotlegir og söfnuðu gulum spjöldum í fyrri hálfleik.
Leikurinn virkaði í járnum án þess þó að hvorugt liðið fengi mikið af færum. Það var hins vegar eftir um 25 mínútur sem það fyrsta markverða í leiknum gerðist þegar Mejbri var með boltann á vinstri vængnum með Reguilón sér við hlið, en táningurinn missti boltann við vítateigshornið þegar Tino Livramento stal boltanum af honum og skildi þá eftir og brunaði upp völlinn. Honum tókst að bera boltann fram að miðjum vallarhelming United en á sömu stundu átti Gordon gott hlaup sem tók Maguire út úr myndinni. Þá opnaðist allt vinstra megin fyrir Almíron sem stakk Dalot af og fékk sendinguna frá Livramento. Paragvæinn setti boltann svo í fjærhornið og tók forystuna fyrir Newcastle um leið.
United reyndi að bíta frá sér um leið og átti tvö sæmileg færi stuttu síðar sem bæði fóru í gegnum Mason Mount en engin raunveruleg hætta skapaðist samt sem áður. Svo á 36. mínútu kom næsta högg. Eftir stutta sókn gestanna barst boltinn hátt í loftið í vítateig United en Lewis Hall tók boltann viðstöðulaust og smellti honum í fjærhornið aftur og tvöfaldaði forystuna.
Völlinn setti hljóðan fyrir utan Newcastle stuðningsmennina. 0-2 og allt útlit fyrir það að enn eitt tap leiktíðarinnar væri í fæðingu. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks átti Mount svo hörkuskot fyrir utan teig en Dubravka varði í horn en úr því varð ekkert merkilegt. Hressilegt baul heyrðist svo þegar flautað var til hálfleiks.
Síðari hálfleikur
Erik ten Hag gerði breytingar í hálfleik, Aron wan-Bissaka og Amrabat mættu út á völlinn í staðinn fyrir Dalot og Casemiro. United blés til sóknar enda ekkert annað í stöðunni og fyrstu mínútum síðari hálfleik voru United líklegri en Newcastle voru vel á verðinum og stóðu sína vakt vel. Amrabat og Antony fengu skotfæri en ekkert þeirra á rammann og Dubravka átti náðugt fyrsta korterið af síðari hálfleik.
United gerðu þú vel í að vinna boltann af gestunum og virtust í stanslausri sókn þótt broddinn hafi vantað í sóknaraðgerðir þeirra. En það þarf einmitt til þess að ná að skora og það gerðu Newcastle hins vegar þegar Amrabat missti boltann við miðjubogann og Joe Willock brunaði upp völlinn og Maguire og Lindelöf gerðu lítið til að trufla hann. Hann setti boltann bara út við stöng og breytti stöðunni í 0-3.
Þá var Erik ten Hag nóg boðið og þó fyrr hefði verið. Rashford, Fernandes og Hojlund komu þá inn fyrir Martial, Garnacho og Mejbri. Þríeykið fékk því um 25 mínútur til að breyta stöðunni sér í vil en það verður að segjast eins og er, það var verulega á brattann að sækja.
Það komst örlítið betra flæði í leik United en það var auðvitað að hluta til því að þakka að Newcastle sátu djúpt og einbeittu sér að því að verjast enda engin þörf á að sækja fleiri mörk. United tókst ómögulega að finna glufur á vörn gestanna þar til Bruno fékk stungu frá Antony en skot hans var í takt við spilamennsku liðsins og fór það víðsfjarri markinu úr mjög fínu færi.
Eddie Howe gerði bara varnarskiptingar og henti Dan Burn og Trippier inn á völlinn til að tryggja sigurinn. Það kom hins vegar ekki á óvart að næsta hættulega færi kom í hlut Newcastle þegar Longstaff átti gott skot rétt framhjá eftir hornspyrnu. Aftur fengu þeir færi þegar Trippier átti fyrirgjöf úr aukaspyrnu og boltinn barst inn fyrir vörnina en Anderson átti lausan skalla sem Onana greip auðveldlega. Á þessum tímapunkti var ekki að sjá að rauðklædda liðið væri að reyna sækja næsta mark.
Restin af leiknum var frekar fábrotin, slappar fyrirgjafir, hægt spil og ENGINN að reyna að jafna leikinn.
Þessi leikur var eins og svo margir aðrir á leiktíðinni hrein og klár hörmung frá upphafi til enda. Leikmenn liðsins virtust gefast upp áður en þeir reimuðu takkaskóna á sig í dag. Einstöku sprettir hjá einstaka leikmanni en þetta lið myndi ekki sigra Bestu deildina. Hugarfar leikmanna er til skammar og þeir leikmenn sem fengu tækifærið núna í dag nýttu það svo sannarlega ekki. Spil liðsins er hægt, fyrirsjáanlegt og ómarkvisst og varnarleikur liðsins á ekki heima í efstu deild á Englandi.
Það þarf ekki endilega að eiga sinn besta dag til þess að leggja sig 100% fram og það er nokkuð sem United gæti lært af mótherjum sínum í dag. Baráttuandinn og viljinn í dag var klæddur í svart og hvítt, þrátt fyrir að þeir hafi gert 8 breytingar á liði sínu frá því um helgina.
Næsti leikur er gegn Fulham og við verðum heppnir að fá stig út úr þeim leik leyfi ég mér að fullyrða.
Helgi P says
Getur einhver sem vil halda í Ten Hag nefnt einn hlut sem hann er að gera vel ég get bara ekki séð hvernig hann er að fara snúa þessu gengi við og þessi leikmanna kaup sem hann er búinn að gera eru flest öll ef ekki öll bara flopp við þurfum bara að tjéka stöðuna á Zidane því þessi þjálfari er djók
Gummi says
Best að segja sem minnst því þá má víst ekki gagnrýna Ten Hag hérna inná þessari síðu
Arni says
Hvar er Laddi núna á ekki að verja sinn mann núna
Elis says
Það sem er auðvita sorglegt og fyndið er þessi setning um að þetta væri eins og varalið liðana voru að mætast.
Skoðum þetta Utd lið nánar.
Onana – Byrjunarliðs markvörður liðsins
Dalot – Líklega byrjunarliðs bakvörður liðsins já eða Wan Bissaka sem kom svo inn á.
Harry – Því miður orðin byrjunarliðs miðvörður
Lindilöf – Alveg eins byrjunarliðs miðvörður, þetta er oft bróðurlega skipt í dag
Reguilon – Ekki byrjunarliðs maður venjulega og tel ég með að Shaw er meiddur.
Casimoro – Alveg eins byrjunarliðs maður
Meijbri – Ekki byrjunarliðs maður
Mount – Ekki byrjunarliðs maður en maðurinn kostaði 60 m punda
Anthony – Oft byrjunarliðs maður
Garnachio – Ekki byrjunarliðs maður
Martial – Ekki byrjunarliðs maður en honum finnst að hann eigi að byrja.
= Þarna er Man utd með 6 sem hafa oftar en ekki byrjað inná . Svo kappa eins og Mount og Martial sem myndu líklega flokkast sem valkostir í byrjunarlið og eiginlega einu sem koma ekki nálægt byrjunarliði eru tveir ungir og efnilegir leikmenn sem eru þó farnir að banka á dyrnar.
Þetta er því miður ekki bara eitthvað varalið heldur stór kjarni af byrjunarliði Man utd sem er sorglegt ef út í það er farið.
Egill says
Það er svolítið kómískt að síðan ETH kom hefur hann endalaust tönnlast á “mentality” en svo brotna þessar dúkkur við minnsta mótlæti.
Ég hélt að hann myndi hreinsa almennilega til í þessum leikmannahóp, en við erum ennþá með Dalot, Martial, Maguire, Lindelöf og Rashford, enginn af þessum leikmönnum á að spila fyrir Man Utd.
Laddi says
Arni, ekki vera kjáni, á engum tímapunkti sagði ég að EtH væri rétti maðurinn í starfið, bara að það væri sanngjarnt að gefa honum tíma.
En liðið er í andlegu gjaldþroti, mögulega er það þjálfaranum að kenna. En þá spyr ég, eins og Bjössi: Hver á að koma inn og tuska þessar prímadonnur til? Sem að auki er laus núna? Graham Potter?
Fimm þjálfarar og alltaf sömu vandamálin, getur verið að þau séu önnur og stærri en einn maður?
Að því sögðu þá hefur spilamennskan þessa síðustu tvo leiki verið til skammar.
Laddi says
Og til að árétta, er ekki heldur að segja að hann sé endilega rangur maður í starfið, hefði átt að vera skýrari með það. Var spenntur þegar hann kom en viðurkenni alveg að efasemdir hafa vaknað.
Björn Friðgeir says
Stefnum á pod í kvöld, ég blæs þá, en vil bara koma einu að:
Þegar Zizou var síðast nefndur sem þjálfari sá ég eitthvað minnst á að hann hefði ekki keypt mikið af mönnum, og ég fór og tók það saman. Hann keypti EINN leikmann sem lék fleiri en 10 leiki í meistaraliði hjá honum. Að taka við þessum letingjum hjá United núna og kaupa rétta menn er eitthvað sem ég treysti honum engan veginn í.
Annað: Ef fer sem horfir og SJR kemur inn, hreinsar efri lögin, ræður Paul Mitchell sem DoF, þá er það síðasta sem þessi yfirstjórn þarf er nýráðinn stjóri sem þeim líkar svo ekki við.
s says
Ef við skoðum samt þessa fimm þjálfara þá sjáum við hvað?
Moyes átti aldrei séns, það er ekki hægt að taka við eftir Sir Alex og ganga vel. Væntingarnar eru bara það miklar að engum hefði tekist upp.
Van Gaal, risaeðla sem lifði á gömlu orðspori, hvernig hefur honum tekist upp eftir að hann fór frá okkur?
Mourinho, aftur, virðist vera orðinn að risaeðlu, nútímaboltinn er kominn fram úr honum eins og með Van Gaal. Hafði mikla trú á sínum tíma en sá gamli virðist ekki bara vera með þetta lengur
Solskjaer, Fær ekki einu sinni starf í Noregi lengur. Hafði ekkert að gera með að taka við svona stórum klúbb eins og Manchester United er.
Rangnick er heimsklassa DOF en ekki þjálfari. Hefðum betur haldið í hann sem DOF en að láta hann fara.
ETH, ég hélt að við værum að fá hinn nýja Pep þarna. Viðurkenni það. Hafði ótrúlegar væntingar en þær eru farnar út um gluggann.
Þeir þjálfarar sem hafa verið hér síðustu ár eru bara ekki nógu færir, það er bara þannig.
Það er hellingur af efnilegum þjálfurum þarna úti sem og reyndir sem gætu komið inn. Hvort þeir séu samt rétti maðurinn getum við ekki sagt.
Alonso, virðist vera hrikalega efnilegur, spurning hvort hann sé samt of reynslulítill
Carrick er líka að gera frábæra hluti með Middlesborough. Myndi vilja hann sjálfur út af fortíðinni okkar.
Zidane, er ekki viss með hann sjálfur. Góðir punktar hjá Birni.
Hansi Flick, Potter, De Zerbi. Þetta eru líka allt gæjar sem gætu mögulega gert eitthvað.
En á meðan að yfirtakan er í óvissu gerist ekkert.
Ten Hag er með dauðafæri í næstu leikjum að þagga aðeins niður í gagnrýnisröddum en ef það eru ekki 3 sigrar í næstu 3 leikjum þá gæti hann mögulega fokið.
Helgi P says
Ekki virðist Ten Hag fær um að kaupa réttu mennina búinn að eyða 400 miljónir gjörsamlega sturlað ekki einn leikmaður sem hann er búinn að kaupa kæmist í topp 6 liðin
Gummi says
Þessi Anthony eru verstu kaup sem united hafa gert gjörsamlega glataður við gætum ekki einu sinni selt hann á 20 miljónir í dag
Björn Friðgeir says
Ef á að ráða óreyndan Championship þjálfara tek ég McKenna frekar en Carrick en ég vona að báðir afli sér mun meiri reynslu áður en þeir koma til greina.
Potter skeit illa hjá Chelsea og De Zerbi hefur auðvitað stórliðareynslu. Frekar en Ten Hag hafði.
Ég myndi ekki vilja vera í þeim sporum að þurfa að ráða stjóra inn til United núna. Þess vegna vona ég að Ten Hag fái að hanga áfram.
Laddi says
Fín samantekt hjá S hérna fyrir ofan. Persónulega hef ég bara verið spenntur fyrir tveimur af þessum stjórum sem hafa verið með liðið síðan Ferguson hætti, Moyes og núna EtH. Moyes var bara númeri (mögulega nokkrum) of lítill í verkefnið en ég hélt að hann væri hinn fullkomni arftaki, kom í ljós að það eina sem hann átti sameiginlegt með Ferguson var þjóðernið.
Var aldrei hrifin af van Gaal enda lét hann liðið spila ÖMURLEGA leiðinlegan fótbolta sem skilaði ekki nokkrum hlut. Mourinho ráðningin var, að mínu mati, bara röng, hann skilaði vissulega titlum í hús en hann kveikir í öllum kofum sem hann kemur inní á einhvern hátt. Olé átti bara að vera tímabundinn ráðning og mér þótti mjög furðulegt þegar hann fékk fastráðningu, ekki tilbúinn í verkefnið enda með litla reynslu. Um Rangnick er best að eiga sem fæst orð, hann átti líka að vera tímabundin lausn sem ílengdist mun lengur en þörf var á.
En svo kom EtH og, aftur, ég var spenntur fyrir honum sem þjálfara. Með reynslu frá Bayern (varaliðinu) og svo með Ajax lið sem var yfirburðarlið í Hollandi (sem er kannski ekki erfitt) en stóð sig líka vel í Evrópu. En svo hefur þetta verið voðalega mikið meh, meira að segja á síðasta ári þegar liðið vann einn bikar, tapaði einum úrslitaleik og hafnaði í öðru sæti. Það vantaði samt helling. En ég hugsaði að þetta þyrfti tíma og mögulega fleiri leikmenn. En liðið virðist vera á leið afturábak en ekki áfram. Og þá er eðlilegt að spyrja sig hvort það sé þjálfarinn sem er vandamálið.
Ég held, persónulega, að það sé mikil einföldun en það er augljóst að hann nær ekki því besta úr liðinu. En ég held að leikmenn eigi stóran þátt í því líka, allavega er það augljóst af frammistöðunni undanfarið. Ef sögurnar úr klefanum eru á einhvern hátt réttar þá virðist klefinn fullur af prímadonnum bogna undan smá hörku og álagi. Sömu leikmenn hefðu væntanlega aldrei þolað að spila undir Ferguson. En svo getur bara vel verið að EtH sé glataður í „man management“ sem er risa hluti af starfi þjálfara í dag. En ég tek undir með Bjössa, ég sé ekki annan kost en að halda þjálfaranum því það er ekkert annað í boði á þessum tímapunkti.
En svo ég svari Gumma, þá nei, Antony er ekki verstu kaup United, þú ert að gleyma „heimsklassa“ leikmanninum Bebe… 😉
Gummi says
Bebe kostaði ekki 85 miljónir Ten Hag er bara búinn sem þjálfari united við erum bara heppnir að vera komnir með 15 stig
Helgi P says
Ten Hag er kominn í algjört þrot með þetta lið hann er bara ekki búinn kaupa réttu leikmennina sem við höfum þurft
Tòmas says
Mögulega er Ten hag komin í þrot. Myndi segja að það væri meira ömurlegu starfsumhverfi að þakka en hæfni hans með þjálfara.
Sama gerist fyrir næsta stjóra.
Innra umhverfi United er bara ekki til þess fallið að skapa afreks fótboltalið.
Ronaldo benti á það. Pep benti á það um síðustu helgi. Fleiri hafa bent á þá staðreynd. United þróaðist ekki post Fergusson. Þeir þróuðust markaðslega.
Eru allt góðir knattspyrnuþjálfarar sem hafa tekið við enda náð árángri annars staðar… nema Solskjaer kannski.
Elís says
En ég tek undir með Bjössa, ég sé ekki annan kost en að halda þjálfaranum því það er ekkert annað í boði á þessum tímapunkti – Laddi
Jú, það er annað í boði og það er að reka þjálfaran. Það er margt að hjá Man utd. Eigendur, þjálfari og leikmenn eru svona helstu breytturnar. Því miður fyrir félagið þá virðast eigendurnir ekki vera að fara. Því miður fyrir klúbbinn þá er helvíti erfitt að losna við marga af þessum leikmönnum á ofurlaum með lélega framistöðu. Þá er eitt eftir. Helvítis þjálfarinn.
Þjálfarinn hefur fengið að eyða í leikmenn og ekki nóg með það heldur sína leikmenn.
Þjálfarinn er búinn að missa klefan og eru leikmenn komnir í sama farið að nenna þessu ekki lengur.
Þjálfarinn er að spila LEIÐINLEGAN fótbolta sem er líka að skila engu.
Þetta er engin töfralausn og mjög ólíklegt að eitthvað óvænt gerist á þessari leiktíð sem breyttir gengi liðsins en það er samt öllum ljóst að ETH er ekki maðurinn sem á að stýra þessari skútu því að hann veit ekkert hvað hann er að gera og því fyrr sem hann fer því betra.
Ég held að það væri betra að láta unglingaþjálfara mæta á svæðið setja unga gaura í liðið og setja leikmenn eins og Martial á æfingu með Sancho. Pressan á árangur minni og svo þarf bara að hreinsa vel til já eða jafnvel bara að fá Roy Kean til að mæta á svæðið til þess að öskra á þá og koma smá aga inn í klúbbinn aftur. Þeir sem eru ekki tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn vinsamlegast pakkið niður. Þetta tímabil er farið í vaskinn og er betra að kippa plástrinum bara hratt af og fara að undirbúa næsta tímabil.
Menn tala um að jájá þetta fer bara í sama farið aftur og aftur. Það er engin lausn að reka þjálfaran. Jú, það er lausn og ef réttur maður kemur inn þá er það frábær lausn.
Það sjá það allir sem vilja að það er kominn sama skítalyktinn og þegar Moyes, Móri og Ole voru látnir fara og er þetta eiginlega bara spurning um hvenær hann verður rekinn en ekki hvort.
Gummi Liverpool says
Sælir fótboltafélagar.
Langar að kasta nokkrum línum til ykkar.
Gengi ykkar manna er ótrúlegt og þá ekkert endilega bara með þetta tímabil í huga heldur hægt að fara nokkur ár aftur í tímann.
Það má benda á marga hluti sem eru í ólagi í dag… þjálfarann, leikmennina, eigendur og fleira. Allt spilar sínu rullu líklegast.
Frá mínu sjónarhorni séð.
Þjálfarinn virðist hafa fengið að kaupa menn sem hann vildi en samt erfitt að sjá hvaða taktík hann vill spila.
Það vita allir klúbbar í heiminum að ykkur vantar menn… og verðið snarhækkar eftir því.
Fyrsta sem ég myndi gera er líklega reka njósnadeildina eins og hún leggur sig…. þið þurfið að hafa njósnadeild sem getur fundið góða leikmenn áður en hin liðin kaupa þá… kaupa þá á eðlilegu verði!
Og vita hvernig menn þið viljið og þurfið! Held enginn sem ráði geri sér grein fyrir því í dag…
Bara dæmi með fyrirliðann ykkar… ekki góður fyrirliði… en samt erfitt að nefna nöfn innan liðsins sem ættu að vera fyrirliðar.
T.d. Liverpool… man ekki nkl töluna… en ætli sé ekki 5-7 landsliðsfyrirliðar innan liðsins. Og ef ætti að raða upp lista yfir menn sem gætu leitt hlutverkið innan liðsins þá væri það annaðhver maður.
Það er ekki tilviljun, heldur eru keyptir menn með fótboltahæfileika en ekki síður leiðtogahæfileika. Sterka í hausnum.
Auðvitað ætti njósnateymið að vera með lista yfir allar stöður menn þegar nýr þjálfari kemur…. ekki kaupa endalaust menn a okurverði sem jafnvel hafa ekki hausinn í þetta.
Kannski vitleysa… en mér fannst þið spila besta boltann undir Óle… juju töpuðu leikjum…. en ef ég man rétt… spiluðu til baka… og beittu skyndisóknum…. þar var Rashford flottur og talað um hversu magnaður hann væri…
Að fara í byrjunaratriðin…. verjast. Halda markinu hreinu, og beita skyndisóknum myndi ég gera í dag… og finna mér njósnara sem vita hvað þeir eru að gera… (njósnadeild brigton t.d.) og kaupa svo eikkað sem gerir liðið mitt hægt og rólega betra fótboltalið. Róm var ekki byggð á einni nóttu.
En bara skipta um þjálfara gerir sennilega ekki neitt fyrir liðið.
Þurfið líka þjálfara sem veit hvað hann er að gera…. í dag þó hljómi skringilegt að segja… Big Sam væri líklega betri en núverandi þjálfari í að klára tímabilið… ekki að segja hann sé framtíðin… en það er ekki bjart núna hjá ykkur og erfitt að sjá hvað ætti að breytast á næstunni án mannabreytingar.
Fótboltakveðjur
Björn Friðgeir says
„ef réttur maður kemur inn “ Unglingaþjálfari og Roy Keane eru hvorugur á þessum lista.
Erfitt að sjá Liverpool mann koma hér inn með grjótharðar staðreyndir, en ég dreg línuna við Stóra Sám!!!
Gummi Liverpool says
Björn: ég meinti samt ekkert illa með Stóra Sam :)
Líklega spilar þjálfari West Ham áhrifaríkasta skyndisóknaboltann í deildinni.
En kannski erfitt að horfa þangað, ekkert viss um að hann myndi vilja færa sig aftur þó hann yrði beðinn um það. Brennt sig á því og er bara gera góða hluti hjá þeim.
En svona týpa gæti verið skammtímalausn í dag.
Að koma á eftir Sir Alex, takandi við honum eftir að hann skilaði þeim titli er eitt erfiðasta verkefni sem til var!
I dag er samsetning liðsins svipuð og
Eldhúsborð með 4 mislangar lappir…. það gengur aldrei upp…. en mögulega hægt að nota það ef þið styttið allar lappirnar í sömu lengd. ( varnartaktík og skyndisóknir)
Þangað til verður keypt nýtt betra borð :)
Kveðja