Eftir þessi hrikalegu vonbrigði á miðvikudaginn er annar risaútileikur næstur á dagskrá. United fer til Newcastle og tekst á við Saudi United.
Meiðslalistinn hjá okkur er nokkurn veginn óbreyttur, Mason Mount er byrjaður að æfa en verður nær örugglega ekki með á morgun. Það var skynsamlegt að henda Mainoo ekki í djúpu laugina í İstanbul en hann verður að vera á miðjunni á morgun
Liðið verður því svona
Newcastle er líka í stökustu vandræðum, meiddir hjá þeim eru Jacob Murphy, Joe Willock, Matt Targett , Javier Manquillo , Harvey Barnes, Sven Botman, Elliot Anderson, Dan Burn (back) og Callum Wilson meiddir. Sandro Tonali er svo í nær árs banni vegna veðmángs.
Liðinu er spáð svo:
Newcastle hefur verið hrósað í vetur fyrir góða frammistöðu, en United er stigi á undan! Það er nauðsynlegt til að sveifla pendúlnum til baka úr umræðunni eftir Galatasaray leikinn að vinna á morgun eða í það minnsta tapa ekki. Það getur United haldið haus þokkalega hátt í deildinni
Leikurinn er kvöldleikur og hefst stundvíslega klukkan átta og við hvetjum ykkur öll að ganga á hæfilegum hraða um gleðinnar dyr!
S says
Berist til Rashford. Track-aðu tilbaka sýningin þinn!
S says
*auminginn þinn🫣
Egill says
Rashford er ekki einu sinni miðlungsleikmaður lengur, hann er bara hreinlega lélegur.
Þetta er ekki bara formið, hann er bara ekki góður. One trick pony sem er orðinn of góðu vanur. Burt með hann í janúar.
evra says
hvað kom fyrir rassford ur topp skorara i rusl
evra says
við þurfum 2 topp sentera i januar ut með rassa og nartial martial nennir ekki einu sinni að hlaupa
S says
Það verður að setja spurningamerki við þessa áráttu hjá Ten Hag að verjast maður á mann alltaf. Óþolandi auðvelt fyrir lið með örlitla hæfileika að spila sig í gegnum þetta. Ekki hjálpar það að Rashford er eins og stytta.
Egill says
Newcastle eru með margfalt fleiri meidda menn en við, og eru hreinlega í stórkostlegum meiðslavandræðum. En það stoppar þá ekki í að yfirspila Man Utd. Hvað er þetta hollenska drasl búið að vera að gera á æfingasvæðinu síðustu 18 mánuði? Burt með þetta hræ!!!
Scaltastic says
Ef það væri örlítil sál/raunveruleikatenging í þessu félagi þá myndi það ferja stuðningsmennina í þessari blessuðu rútu tilbaka, í stað leikmanna og þjálfaraliðs. Þeir hefðu hollt af því að redda sér fari eftir þrjár rasskellingar í röð frá Howe og Co (þessi var sú langversta btw).
Þessi ummæli hjá ETH varðandi tafir Newcastle… við förum að verða uppiskroppa með bökur eftir þessa snilld.
Pinkerton says
United í deildinni móti liðinum í 13-20. sæti.
7-0-0.
7 sigrar, núll töp, núll jafntefli.
United í deildinni á móti liðinum í topp 12.
1-0-6.
Einn sigur. Ekkert jafntefli.
Sex töp.
Næstu fimm leikir í deild eru á móti Chelsea (11), Bournemouth (16), Liverpool (3), West Ham (9), og Aston Villa (4).
Svaka flott bara.
Elis says
Þetta lið er svo andlaust. Í kvöld sást Newcastle lið sem barðist eins og ljón allan leikinn á meðan að Man utd strákarnir virkuðu eins og þeir vildu frekar vera í bíó eða telja seðlana sýna.
Það er fróðlegt að sjá hvernig menn verja ETH eftir þennan leik. Hann nær ekki að blása líf í leikmenn, hann nær ekki að vera taktískur snillingur, maður skilur ekki hvernig hann velur í lið og hvernig fótboltan hann vill spila.
Ef það væri hægt að reka alla leikmenn liðsins þá væri það frábært en ég held að þjálfarinn mæti fara að pakka niður.
Ólafur Kristjánsson says
Ætli Rashford verði í byrjunarliðinu í næsta leik? Ekki yrði ég hissa.
Arni says
Þessi þjálfari er búinn sem þjálfari united eina sem hann hugsar um er að fara í stríð við leikmenn sína við verðum að losna við þennan djöfull og það strax
Gummi says
Ég myndi ekki látta Ten Hag fá krónu í viðbót í nýja leikmenn þvílíkt rusl sem hann er búinn kaupa
Helgi P says
Það er bara tímaspursmál hvenær Ten Hag fær sparkið ömurlegur þjálfari og hundleiðinlegur í viðtölum
Dór says
Við lítum út eins og lið úr 3 deildinni luton er að spila betri bolta en við
Helgi P says
Var enginn á skýrslu í þessum leik
Gummi says
Hvernig getur Ten Hag réttlæta það að starta rashford í hverjum einasta leik alveg galið að horfa uppá þetta Hvernig hann er að stjórna þessu
Gummi says
Við verðum að losna við trúðinn það er allt skára en þetta sem Ten Hag er að bjóða okkur uppá
Dór says
Við eigum bara ekki séns í þessi topp lið Ten Hag er búinn að skíta í buxurnar að maður er farinn að finna skítalyktina alla leið á klakann
Tòmas says
Er þetta bara einn bergmálshellir: Ten Hag ömurlegur, reka hann o.sv.frv.
Finnst ég hafa verið hérna áður. Er ekkert að fara breytast með að reka þjálfaran. Fréttir um að leikmenn séu að beila á Ten H. En sömu fréttir komu um alla seinustu stjóra.
Þarf að taka afstöðu gegn player power í þessum klúbbi.
Dór says
Tómas þú ert þá mjög sáttur með stöðuna eins og hún er hjá okkur og ánægður með leikmennina sem Ten Hag er búinn að kaupa
Tómas says
Dór sagði ég það? Nei ég er ekki sáttur með stöðuna. Get varla horft á þetta lengur. Ég er svekktur með sum kaup en önnur ekki. Málið er að ég hef bara enga trú á að eitthvað breytist af viti ef það er sagt upp stjóranum og það sem meira er ég held að það muni til lengri tíma jafnvel gera illt vera. Kannski smá bússt í upphafi úrslitum en svo búið. Ég minni á Ferguson, minni á Arteta, þarf stöðugleika og leikmenn þurfa að finna þennan stöðugleika einnig. Ekki alltaf nýr stjóri, ný stefna, nýir leikmenn, fyrir taktík, nýja stjórans…. það er kaótík.
Ten Hag ber ekki einn ábyrgð á kaupum og hjá topp klúbbum eru það íþróttastjórar sem kaupa leikmenn fyrir stefnu félagsins. United er þetta allt loðið og skrýtið og oft virðist ákvörðunin tekin af örvæntingu en ekki stefnu og skipulagningu.
Þetta kemur minnst Ten Hag við. Allir stjórar munu feila undir þessum starfsumhverfi. Í áraraðir hafa markaðsöfl, umboðsmenn og leikmenn fengið að stjórna United, ekki fótbolti. Held að það sé verið að gera rétta hluti með að stjórinn ræður og það er his way eða highway.