Eric ten Hag treysti þrjátíu og fimma ára Jonny Evans fyrir miðvarðarstöðunni en þeir Raphaël Varane urðu níunda haffsentaparið í vetur þegar Harry Maguire fór útaf gegn Bayern. Að auki hafa fimm mismunandi leikmenn spreytt sig í vinstri bakvarðarstöðunni.
Varamenn: Bayındır, Kambwala, Eguilon, Wan-Bissaka, Gore, Hannibal(82′), Pellistri(82′), Van de Beek, Rashford (71′)
Lið Liverpool:
Liverpool byrjuðu á fullu og voru uppi við teig United frá fyrstu sekúndum. United var í raun í nauðvörn og átti mjög erfitt með að vinna boltann, halda honum og í raun að hreinsa lengra en á miðjan eigin vallarhelming. Liverpool ógnaði sam fyrst virkilega á 16. mínútu, mikill hasar í markteignum sem endaði á að Liverpool fékk horn. Þetta var áfram leikurinn, Liverpool nær stanslaust með boltann, vörn og miðja United að mestu inn í teig. Á 29. mínútu fékk Liverpool sitt sjöunda horn, Van Dikj fékk að skalla rétt utan markteigs en nokkuð beint á Onana sem sló boltann yfir.Fín varsla þarna.
Síðasta skot leiksins var skot United úr aukaspyrnu sem Amrabat vann með því að stinga sér fram í skalla og fá skó Endo í andlitið. United komst þannig inn í hléið með stöðuna núll núll. Liverpool áttu 21 snertingu í vítateig United á móti einni snertingu United hinu megin, en af fimmtán skotum Liverpool í fyrri hálfleik fóru samt bara þrjú á markið, þannig það varð ekki alltaf mikil hætta.
Darwin Núñez var reyndar vel heppinn að vera inná, fékk gult fyrir brot á Evans um miðjan hálfleikinn, og hefði getað frengið annað fyrir að sparka boltanum í burtu, nú eða klappa fyrir dómi.
Seinni hálfleikur byrjaði á smá skotbakkakeppni Liverpool en varnarmenn United við vítateiginn stoppuðu þau skot. Liverpool sótti en á 55. komst United loks í færi. Mainoo fékki boltann á miðjunni og gaf frábæra sendingu fram á Garnacho sem komst framhjá Alexander-Arnold en varnarmaðurinn rétt náði tánni í boltann og Alisson fékk hann í hendurnar.
Áfram hélt Liverpool yfirburðum sínum, þess að skapa mikið. Gakpo og Gomes komu inná fyrir Gravenberch og Szoboszlai og skömmu seinna kom langskot Salah sem Onana tók örugglega. Skot utan teigs virtust von Liverpool, þokkalegt slíkt frá Alexander-Arnold og lélegt frá Gakpo fóru framhjá.
En loksins kom færi til United og það dauðafæri. Þeir komu hratt upp, Antony gaf á McTominay sem stakk boltanum inn fyrir, Rasmus Höfjludn hafði nægan tíma en skaut beint á Alisson, náði til frákastsins líka en Alisson gat blokkað hann. Þarna varð Höjlund að skora!
Leikurinn varð opnari, United sótti oftar og á móti áttu Liverpool aðeins meiri möguleika á að komast í gegn. Rashford kom inná fyrir Garnacho, bein skipting á vinstri kantinum.
Liverpool átti mjög hættulegt færi á 76. mínútu en Shaw náði að komast fyrir skotið, úr horninu varð mikill hasar sem endaði á skoti beint á Onana. Liverpool alltaf ógnandi en vantaði lokahnykkinn. Klopp ákvað að hrista upp í sókninno gsetti Curtis Jones og Harvey Elliott inná fyrir Diaz og Núñez.
Kobbie hafði staðið sig prýðilega en var tekinn útaf fyrir Hannibal, og Facundo Pellistri kom inn á hægra meginn fyrir Antony.
Það breyttist ekkert, Liverpool reyndi að finna glufur og gekki illa. Joe Gomez komst í skotfæri utarlega en skotið í hliðarnetið.
Diogo Dalot fékk tvö gul spjöld á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrir að kvarta undan því að staurblindur Michael Oliver gaf Mo Salah innkast þegar Salah hafði sjálfur sparkað útaf. Sturluð dómgæsla.
En United hélt út og eftir ellefu sigurleiki á leiktíðinni á Anfield gerði Liverpool loks jafntefli og í fyrsta skipti í vetur skoruðu þeir ekki.. Ef okkur hefðu boðist þessi úrslit fyrir leik hefðum við tekið þeim fagnandi. Vissulega voru Liverpool miklu meira með boltann en United varðist gríðarvel. Ekkert lið í vetur hefur átti fleiri skot í einum leik en Liverpool, 34, en aðeins átta fóru á rammann og ekkert þeirra olli Onana vandræðum að ráði. Rasmus Höjlund átti hins vegar besta færi leiksins og United hefði þannig getað stolið sigrinum.
Raphaël Varane hlýtur að vera búinn að tryggja sæti sitt í liðinu núna og það er afrek að halda hreinu á Anfield með 35 ára miðvörð. Antony er fínn, en er sem fyrr alltaf skelfilega einfættur. Kobbie Mainoo lét það ekkert á sig fá að vera 18 ára að spila á Anfield, hjálpaði kannski að stemmingin á vellinum var allfjarri því að vera eins og í góðri gryfju.
Ég er alls ekki viss um að það hefði hjálpað að hafa Bruno í stað McTominay. Hann hefði getað komið með brodd í sóknarleikinn en Scott var í nauðvörninni mestallan leikinn. Bið samt um að Mainoo haldi sætinu og McTominay hvíli fyrir Bruno í næstu leikjum.
Það er alveg ljóst að það er nóg að hjá United en við biðjum ekki um meira í dag.
Dór says
Hræddur um að þetta verði en ein slátrunin hjá liverpool
Koko says
Til hvers erum við að spila með Hojlund einan frammi.getur ekki verið skemmtilegt..fær enga þjónustu…og þessi miðja hja okkur..er bara brandari…..og Ten Hag gjörsamlega fyrir löngu búinn að skíta uppá bak….allt lélegt verður bara lélegra
Ólafur Kristjánsson says
Þessi glæsilega aukaspyrna í lokin var var verðugur endir á frábærum tilþrifum okkar manna.
Einar says
Fint að fá stig eftir þessa frammistöðu en við hefðum tekið öll 3 með Bruno að gefa loka sendingarnar í dag í stað annarra
Helgi P says
Við hefðum aldrei fengið eitt stig ef brunó og McTominay hefðu spilað saman í dag þeir eru bara ekki að virka saman og vonandi hafi Ten hag séð það í dag
Helgi P says
Hef Ten Hag hafi ekki verið svona þrjóskur og spilað Varane þá værum við ekki úr leik í meistaradeildinni hann var ekki einu sinni búinn að vera það lélegur á tímabilinu var maðurleiksinns í fyrsta leik á móti Wolves
Scaltastic says
Virkilega stoltur af liðinu í dag. Þetta þurrkar ekki út síðustu heimsókn, en þessi afeitrun var bæði heilnæm og friðsæl.
Michael Oliver… bravó kæri vinur. Hann var eflaust jafn áfjáður í innilegt faðmlag og ástarjátningu frá Klopp, eins og undirritaður hefði verið gagnvart Varane ef ég hefði verið á svæðinu.
Gummi says
Varane á að vera captain hann var algjörlega sturlaður í dag
Elís says
Þegar lið pakka í vörn og halda hreinu þá má hrósa. Það sem gerist líka er að miðverðir líta alltaf vel út enda að verjast á litlu svæði og ekkert pláss fyrir framan né aftan þá.
Góðu fréttirnar fyrir Utd er að ætlunarverkið tókst. Liverpool voru miklu betri allan leikinn en á meðan að þeir fundu ekki lausnir á sterkum varnarleik þá skipti það litlu. Barátta og dugnaður til fyrirmyndar og góð úrslit fyrir Utd.
Slæmu fréttirnar. Að Utd sé kominn í þann pakka að þurfa að leggja rútu og komast varla yfir miðju er auðvita ekki góð staða til að vera í. Ég sá Palace liðið verjast aftarlega gegn Liverpool um daginn en þeir náðu samt inn á milli spila köflum og sóttu smá á þá(hefðu unnið ef þeir hefðu ekki misst mann af velli) .
Liðið lærði samt að það er hægt að pakka í vörn og halda hreinu gegn sterkum andstæðing en það geta mörg lið gert. Liðið þarf að læra að spila bæði sóknar og varnar bolta í sama leiknum en hingað,til hefur bara annað virkað í einu.