Eftir „vetrarfríið“ er heil umferð nú í miðri viku. United heldur til Miðlandanna þar sem Wolverhampton Wanderers bíða. Ekki er það nú alveg skemmtileg tilhugsun en sigur Wolves lyftir þeim yfir United í töflunni þannig það má ekkert út af bera. Í síðustu fjórum leikjum á útivelli í deild, hafa United skorað eitt mark og fengið eitt stig, reyndar gegn Liverpool. Svo er mánuður síðan síðasti leikur af þessum átti sér stað og nú er meiðslastaðan ansi miklu skárri. Það er því lítið um afsakanir lengur. Það mest spennandi fyrir uppstillinguna á morgun er hvort Marcus Rashford fari inn í liðið. Samkvæmt Ten Hag er stóra út-á-djammið málið búið þannig það er allt eins líklegt. Það er ekki eins og mark og stoðsending gegn D-deildarliði eigi að tryggja Anthony sætið
Wolves
Wolves eru á góðu skriði, hafa ekki tapað síðan 17. desember, tvö jafntefli síðan þá hafa verið á útivelli enda hafa þeir ekki ekki tapað á Molineux síðan gegn Liverpool í september. Svo eru þeir alltof duglegir að skora, eru einu marki frá að jafna markaskorunina í fyrra og vörn United sem nú loksins státar af Martínez og Varane saman eiga verkefni fyrir höndum. Rayan Aït-Nouri og Pablo Sarabia eru orðnir góðir af meiðslum og gætu komið inn í liðið og það eru þá helst Hee-Chan Hwang og Boubacar Traore sem vantar, eru á Asíu- og Afríkumótunum
Leikurinn er klukkan 20:15 á morgun fimmtudag og Jarred Gillett dæmir
Skildu eftir svar