Ein breyting var gerð frá leiknum gegn Úlfunum, Raphaël Varane þolir víst ekki tvo leiki í röð og Harry Maguire byrjði
Varamenn: Bayındır, Lindelöf(87′), Varane(71′), Amad, Amrabat, Eriksen, Forson, McTominay(64′), Antony(87′)
Leikurinn var jafn frá upphafi, lítið um sóknir, United pressaði á West Ham þegar þeir voru með boltann, en náðu ekki sjálfir að halda boltanum vel., en West Ham aðeins meira með boltann. Fyrsta færið leit dagsins ljós á 10. mínútu, Souček með skalla af markteig eftir horn, en Onana brást snarpt við og kom hönd fyrir. Snillarvarsla þar. United vaknaði aðeins, Rashford reyndi að brjótast í gegn sem endaði á að Zouma bjargaði í horn, og eftir hornið átti Bruno þrumuskot sem Areola varði yfir.
Þetta var orðið ansi opið, United vörnin hleypti bolta framhjá sem endaði hjá Souček en skot hans fór í Maguire og sleikti stöngina utanverða.
Loksins náði United upp smá spili en það þurfti ekki mikið spil til að skila fyrsta markingu. Boltinn hrökk af Casemiro til Höjlund vel utan teigs og enn og aftur gerði Rasmus þetta allt sjálfur, lagði boltann yfir á hægri og skoraði með laglegu skoti úr vítahringnum. Til hamingju með 21. árs afmælið ég sjálfur sagði hann líklega!
Markið kom á 23. mínútu og seinni hluti hálfleiksins var frekar tíðindalítið. Eins og svo oft áður þá datt United mikið til baka, leyfði West Ham að eiga boltann og það var aldrei langt í að eitthvað kæmi út úr spili þeirra. Framávið var hins vegar ekkert að frétta hjá United.
Þegar Zouma bjargaði í horn þarna snemma í leiknum lenti hann í samstuði við Areola og það var ástæðan fyrir að Łukasz Fabiański kom iná í hálfleik fyrir Areola.
West Ham átti fyrsta færið í seinni hálfleik, Maguire leyfði Emerson að hirða boltann af sér, Emerson óð upp í teig en þegar kom að því að taka skotið hitti hann boltann engan veginn og sneiddi hann upp í stúku.
United refsaði innan við mínútu síðar! Komu upp í sókn, Garnacho var inni í teig hægra meginn, lagði boltann yfir á vinstri, skaut og boltinn fór í mjöðm Aguerd og framhjá Fabiański sem var farinn í rétta átt miðað við skotið! 2-0 á 49. mínútu. Það var alveg hreint prýðileg þversending frá Maguire yfir á Garnacho sem lagði þetta upp.
Það er stundum stutt á milli og þarna breyttist leikurinn á einni mínútu.
Miðjan hjá United var ekki nógu öflug, hvorki Casemiro né Mainoo voru að ná sér á strik og það var Mainoo sem fékk að víkja fyrir McTominay
Licha Martínez lenti í samstuði við Coufal, sem lenti á hné Martínez og á endanum þurfti hann að fara útaf en ekki áður en vörn United opnaðist illilega á 69. mínútu. Jarrod Bowen fékk að vaða upp óáreittur og inní teig en þá kom Dalot fljúgandi og náði að verða fyrir skotinu og boltinn í horn. Martínez var og Varane kom inná.
Það hefur ekki verið vandamál fyrir United að imssa niður tveggja marka forskot í vetur en þessi leikur var ekki eins opinn og gegn Úlfunum og West Ham var að mestu hægt að ógna þó þeir væru vissulega mikið með boltann. Það var svo á 85. mínútu að United lokaði leiknum, McTominay og Höjlund réðust á Kalvin Phillips við miðlínu, McTominay tók boltann, kom upp, gaf inn á teiginn á Garnacho sem skoraði auðveldlega framhjá Fabiański sem hreyfði sig ekki.
Antony og Lindelöf komu inná fyrir Höjlund og Shaw og United var með örugg tök á leiknum það sem eftir lifði.
Að loknum leik
Úrslitin voru þægilegri en leikurinn en góður sigur með nokkrum ágætisframmistöðum. Það munaði miklu um Martínez og vonandi að hann hafi ekki meiðst illa. Höjlund og Garnacho voru frískir, Dalot og Shaw fínir og sigurinn vannst þrátt fyrir að lykilmenn á borð við Bruno Fernandes, Rashford, Casemiro og já, Kobbie Mainoo hafi ekki verið upp á sitt besta.
Það er vika í næsta leik, og það er þolraun: Aston Villa á útivelli. Þá gæti komið í ljós hvort þessi birta sem tveir sigrar í röð hafa fært verður eitthvað meira.
EgillG says
flottur leikur,vonandi fer þetta að smella saman hjá okkur
Tómas says
Fínn leikur en bölvanlegt að missa Martinez. Hann skiptir þetta lið svo miklu máli bæði varnarlega og enn frekar sóknarlega.