Manchester United mætti Aston Villa í seinni sunnudagsleik 24. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Það var lítið sem kom á óvart í uppstillingu Erik Ten Hag, eftir mikil meiðsli allt tímabilið þá gat Ten Hag stillt upp sínu besta liði gegn Wolves í síðustu viku. Fyrir utan Lisandro Martinez þá var byrjunarliðið það sterkasta sem völ er á, mögulega má bæta Wan-Bissaka þar líka en látum það liggja á milli hluta. Aston Villa er líkt og United í smá miðvarðarörðugleikum en Pau Torres er rétt byrjaður að æfa eftir meiðsli og þá er Tyrone Mings einnig frá vegna meiðsla. United hafði ekki tapað leik árið 2024 og þrátt fyrir að mæta á Villa Park þar sem Villa tapar sjaldan, a.m.k. undir stjórn Unai Emery þá skipti það lærisveina Erik Ten Hag litlu máli.
Byrjunarliðin
Fyrri hálfleikur
United byrjaði leikinn betur og reyndu trekk í trekk að nýta sér háa varnarlínu Aston Villa sem útskýrir fjölda rangstaða sem dæmdar voru á United. Fyrsta almennilega hætta í fyrri hálfleiknum kom eftir hraða sókn United þegar að Marcus Rashford geystist upp völlinn eftir tæplega korters leik, kom boltanum á Garnacho. Argentínumaðurinn reyndi að renna boltanum á Rasmus Hojlund sem hefði bara þurft að pota honum í netið en Diego Carlos komst í milli og setti boltann í horn. Nokkrum mínútum seinna skapaðist aftur hætta við mark Aston Villa þegar að hápressa United gekk vel upp og Bruno endaði á að koma boltanum á Hojlund sem var í dauðafæri en aftur var það Diego Carlos sem bjargaði marki Aston Villa og kom sér fyrir skot Hojlund. Á 17. mínútu fengu United menn hornspyrnu, boltinn barst á færstöng þar sem Harry Maguire pakkaði tveimur Villa mönnum saman í loftinu og skallaði boltann aftur fyrir markið þar sem hinn sjóðheiti Rasmus Hojlund stóð og þakkaði sendinguna pent og potaði boltanum framhjá Martinez, 0-1 United.
Aston Villa tók dálítið yfir leikinn eftir mark United manna og Birminghambúar gengju á lagið en yfirleitt var það Onana sem stoppaði þá. McGinn átti fast skot sem Onana varði vel, Ollie Watkins fékk fínt færi en Onana var fljótur út á móti og lokaði markinu og þá átti Ramsey fínt skot en rétt framhjá. En eftir færi Ramsey á 28. mínútu hægðist aðeins á leiknum og lítið var um færi það sem eftir var af fyrri hálfleik.
Seinni hálfleikur
United gerði breytingu í upphafi seinni hálfleiks, Victor Lindelöf kom inn á fyrir Luke Shaw líklegast vegna meiðsla þess síðarnefnda, vonandi er það ekkert alvarlegt því það munar gríðarlega mikið um Luke Shaw í leik United. United átti fyrsta færi síðari hálfleiks á 46. mínútu þegar að Rashford prjónaði sig inn á teig Villa manna, klobbaði einn fór framhjá Carlos með Zidane snúningi, en var kominn alveg úr jafnvægi og náði einungis laflausu skoti sem var auðvelt fyrir Martinez. Aston Villa menn svöruðu þó eiginlega í næstu sókn, Lindelöf átti lélega sendingu beint á Cash sem kom honum á Bailey sem setti boltann fyrir þar sem Watkins stakk sér fram fyrir Varane og í dauðafæri en Onana sá við Watkins, vel varið hjá Onana. Næstu 15 mínúturnar gekk boltinn teigana á milli, United menn vildu víti eftir horn en atvikið var ekki endursýnt þannig engin leið er að vita hvort það hafi verið réttmæt krafa. Liðin skiptust á að fá hálffæri og það vantaði í raun bara herslu mun því bæði lið komu sér í góðar stöður.
Á sextugustu mínútu fékk Harry Maguire gott færi eftir fast leikatriði frá Bruno en lítið var um markanef hjá Maguire því hann gerði ekki ráð fyrir að Lenglet myndi missa af boltanum og boltin lak bara ósnertur framhjá markinu. Aston Villa geystist þá upp völlinn og Bailey sneiddi hann út í teig á Ramsey sem átti skot í varnarmann United og rann til Dalot sem var kominn á línuna til að verjast. Á 66. mínútu hætti þetta þó að vera bara hálffæri, eftir horn fékk Lenglet færi inn í markteig en Onana varði, United hreinsuðu ekki langt og Bailey átti skot/sendingu aftur inn í teig sem Douglas Luiz stýrði í þaknet United, 1-1.
Lætin á Villa Park urðu ógurleg og Villa menn pressuðu fast og mikið, en það var þó United sem fékk fyrsta færið eftir jöfnunarmarkið þegar Garnacho keyrði inn á teig Villa og átti skot hárfínt framhjá. Stuttu seinna fékk Douglas Luiz fínasta færi rétt innan vítateigs United en móttakan sveik hann aðeins og Varane náði þ.a.l. að loka á skot brasilíu mannsins. Á 73. mínútu kom önnur skipting United þegar að McTominay kom inn á fyrir Rashford. Þremur mínútu seinna ætlaði Diogo Dalot að gefa Villa mark þegar það kom hálf slöpp fyrirgjöf frá Diaby sem Dalot ákvað að reyna hreinsa en setti hann bara beint á Luiz sem stóð í miðjum vítateig United, brasilíu maðurinn var líklegast ekki tilbúinn og skot hans laflaust og ekki erfitt fyrir Onana. Villa menn virtust líklegri eftir jöfnunarmarkið, en á 82. mínútu eftir að hafa drepið aðeins tempóið í leiknum keyrðu United menn á Villa vörnina, Garnacho komst í fínt skotfæri en hitti boltann illa og auðveld varsla fyrir Martinez.
EN á 85. mínútu fær Mainoo boltann út á kanti, djúpt á vallarhelmingi Villa, hann kom honum á Dalot sem kom á ferðinni og smellti boltanum í fyrsta fyrir markið þar sem hinn óumflýjanlegi Scott McTominay mætti á ferðinni og stangaði boltann í netið, 1-2 United! Fjórum mínútum síðar í leit að jöfnunarmarki átti Ollie Watkins fínann skalla en því miður fyrir hann þá fór boltinn beint á Onana. Á 91. mínútu gerði Ten Hag tvöfalda breytingu, Hojlund fór útaf fyrir Jonny Evans og Amrabat kom inn á fyrir Kobbie Mainoo. Lítið annað gerðist í uppbótartímanum, Matty Cash átti þrusu skot fyrir utan teig en Onana gerði lítið úr því og greip það, Garnacho fékk líka ágætt færi en Lenglet komst í veg skotið. Villa virtust bensínlausir og eftir sex mínútna uppbótartíma flautaði Rob Jones til leiksloka, 1-2 sigur United staðfest!
Að lokum
Þetta var mjög mikilvægur sigur, leikurinn hefði getað dottið báðu meginn, Villa voru hörku góðir en opinfæri á báða bóga voru af skornum skammti. United byrjuðu betur og áttu leikinn fram að fyrsta markinu, en liðið byrjaði að falla aftarlega og hætta að pressa eftir opnunarmark Hojlund. United gerir þetta einmitt of oft að ætla að falla neðar á völlinn eftir að komast yfir og stóla á skyndisóknir, sem getur verið mjög hættulegur leikur. Eftir jöfnunarmark Villa virtust þeir bara ætla að keyra yfir United, en rauðu djöflarnir gerðu vel í að ná áttum aftur og róa tempóið. Enn nú aftur bjargar McTominay stigum fyrir United, það er mjög fínt að eiga hann á bekknum til að koma inn á og skapa usla. United er núna bara 5 stigum á eftir Aston Villa og baráttan um meistaradeildarsætið er byrjuð af alvöru. Síðast en ekki síst þá má Onana alveg fá smá hrós fyrir frammistöðuna sína, hann átti mjög fínann leik og ekkert sem hann gat gert í markinu.
EgillG says
sterkur sigur! Vonandi eru okkar menn að detta í gang, Rasmus er allavega að skora í hverjum leik núna
kristb says
Góður sigur. Loksins gengur eitthvað upp. Hojlund gerir það sem hann á að gera þeas að skora. Og eitt stk supersub McTomany sem vill alls ekki tapa neinum stigum. Onana já frábær en djöfull leiðist mér þegar hann er að dóla með boltann í teignum , kostaði hérum bil sigurinn því upp úr smá pressu á hann tapaðist boltinn nokkrum sinnum.
En Rashford verður að fara að girða sig………………nánast allar hans ákvarðanir leiddu til þess að boltinn tapaðist.
Ánægður og sáttur með úrslitin en vantar meiri grimmd á miðjunni.
Skyldi nú aldrei vera að þeir næðu þessu 4. sæti ??
Er búið að selja Martial eða lána eða er hann meiddur eins og venjulega?
EgillG says
Martial er meiddur/jafna sig eftir einhverja aðgerð hann spilar ekki meira fyrir okkur aftur
Zorro says
Ef við spilum eins fyrrihálfleik í næstu leikjum..vinnum við alla…frábær sigur gegn sterku Aston Villa liði…þetta er að detta inn hja okkur😃
Einar Einarsson says
Geggjað 😁