Mark Robins 2.0?
Forest á móti United á city ground þá er einn maður sem lýsendur þurfa að nefna 5 eða 26 sinnum á í leiknum (megið sjálf googla hvað þessar tölur þýða) en því miður var ekki viðureign á móti Robins og strákunum hans í Coventry í boði fyrir sigurveigara leiksins.
:etta var ekki mest spennandi leikur sem hefur verið spilaður en mikilvægt að ná sigri í þessum leik bæði upp á að hafa eitthvað að spilaum á þessu tímabili og líka fyrir sjálfstraustið fyrir helgina.
United byrjaði á því að stjórna öllu spili fyrsta korterið án þess að skapa neitt meira en hálffæri ef má kalla þetta hálffæri en refsðu ekki sem hleypti Forest inn í leikinn og skiptust liðin á því að skapa sér í besta falli hálffæri út hálfleikinn og sumir leikmenn virtust ætla sýna afhverju þeir hefð átt að fá frí eftir tapið gegn Fulham með því að taka aðeins of langan tíma í allt og öll færi sem hefði verið hægt að skapa urðu að engu.
Öll þessi hálffæri hefðu getað orið að einhverju meira með alvöru striker í liðinu og var sóknarleikurinn nánast eitt stórt hróp um að það nauðsynlega þarf meiri dýpt í hópinn allavega hefði verið gaman að sjá McNeill á bekknum til að hafa allavega striker í hóp.
Ástandið var þannig á tímabili að Antony átti besta færi United og bakvörðurinn Williams það besta hjá Forest en það dróg til tíðinda á 87 min þegar United fékk aukaspyrnu nálægt hliðarlínu utan teigs vinstramegin hjá Forest og sér þá Bruno holu í vörn Forest og þá er eitt sem er hægt að gera það er að senda boltann þangað og vona og sem betur fer var það einmitt það sem þurfti því þar var Casemiro mættur og stangaði boltann í netið.
VAR þurfti auðvitað að fá að vera með og var lengi verið að skoða allt sem var hægt að skoða í kringum markið bæði var það byrjunar staðan hjá Casemiro og Varane. Varane sem var augljóslega rangstæður var talinn hafa enginn áhrif á spilið í þessari spyrnu svo fór lengri tími í að skoða Casemiro en allt kom til als og var markið dæmt gillt og enginn framlenging á City Ground í þetta skiptið og þá bíður Liverpool á heimavelli í næstu umferð.
Skildu eftir svar