Engin skýrsla, bara vibes:
- Onana er alvöru markvörður
- Það væri gaman að hafa vel mannaða vörn
- Að því sögðu voru Varane og Evans fínir
- Garnacho mætti brýna færanýtinguna
- Bruno Fernandes er búinn að skora úr 29 vítum fyrir United, fleiri en nokkur annar leikmaður
- Everton er agalega slakt.
Áfram gakk, hitt Liverpool liðið um næstu helgi.
Einar says
Leikur á eftir?!?
Helgi P says
Er þessi síða að deyja út
BjörnK says
Þetta var eiginlega geggjaður sigur hjá Rauðu Djöflunum gegn Liverpool.
Eru Rashford og Anthony loks að stíga upp? Það er geggjað.
Farið að minna á gamlar endurkomur hjá liðinu.
Rashford hefði átt að klára leikinn í uppbótartíma venjulegs leiks. (Mögulega rangstæður en skipti engu)
Þá skorar maður bara í framlengingu í staðinn.
Fáum Coventry næst. Hlakka til þess. Áfram Man Utd..
Egill says
ETH og leikmenn fá stórt hrós fyrir þessa frammistöðu, þetta var geggjað!
Núna þarf að halda þessu áfram og klára tímabilið með sæmd.
Elis says
Allir að anda inn og út.
Þetta var virkilega flottur sigur en allt tal um flotta framistöðu er byggð á lélegri framistöðu í flestum leikjum í vetur.
Lengi vel í síðari hálfleik voru Liverpool menn að leika sér að Man utd mönnum sem náðu ekki að snerta boltan í nánast hálftíma og áttu þeir að vera búnir að gera út um leikinn fyrir löngu. Aðeins flott mark frá Anthony umkringdum varnarmönnum bjargaði þessu einvígi en ekki einhver flott spilamennska.
Það sem er versta(já eða besta ef þú heldur ekki með Utd) við þessi úrslit er að ETH er líklega að vera áfram stjóri liðsins en hann veit ekkert hvað hann er að gera.
s.s það sem gerist líklega er að man utd sigrar Coventry og tapar svo fyrir Man City í úrslitaleik(aftur) sem er glatað. Það hefði kannski verið gáfað að leyfa Liverpool að halda bara áfram í þessari keppni og láta hana skemma deildina og UEFA cup fyrir þá með auku leikjaálagi en núna fá þeir auka pásu.
s.s flottur sigur hjá Man utd en kannski hann gæti verið dýrkeyptur ef hann gerir það að verkum að ETH verður áfram.
p.s Þessi síða er alveg dauð og ætti að vera með geggjað flotta grein strax eftir svona flottan sigur hjá liðinu.
Gunnsó J says
Elis, Manchester United fer aldrei að leyfa Liverpool að vinna leiki og eiga þá um leið möguleika á að vinna fjóra titla á þessu tímabili, hvernig dettur þér það eiginlega í hug?
Jú jú Liverpool átti mjög góðan kafla í síðarihálfleik en það verður líka að horfa á það jákvæða, United hefðu alveg getað verið 2-0 eða jafnvel 3-0 yfir í hálfleik, voruð mikið betri í fyrrihálfleik og töluvert betri síðasta korterið í leiknum og alla framlenginguna. Þannig að það er sanngjarnt að horfa á heildarmyndina þegar kemur að þessum leik.
United áttu skilið að fara áfram, fyrir utan þennan kafla sem Liverpool voru betri þá var orka United meiri þegar á leið leikinn og sköpuði sér ekki færri góð færi en Liverpool.
Við höfum séð það í gegnum áratugina að allt getur gerst í þessari keppni þannig að það er alls ekkert gefið fyrirfram að United og City fari í úrslitaleikinn og heldur ekkert gefið að City vinni þann leik ef svo verður. Það getur allt gerst.
Elis says
Það sem ég er að tala um að í stóru myndinni þá þýðir þessi sigur líklega að ETH verður áfram með liðið sem eru skelfilegar fréttir fyrir alla Man utd aðdáendur. Því að maðurinn hefur fyrir löngu sannað að hann ræður hvorki við þetta lið innan vallar sem utan. Allt tal um meiri tíma er hálf kjánalegt því að liðið spilar ömurlegan fótbolta og virkar andlaust í flestum leikjum.
Í hvaða heimi er hægt að segja að Utd ætti að vera jafnvel 3-0 yfir í hálfleik? Liði byrjaði klárlega betur og var nálægt því að komast í 2-0 en Liverpool fóru hægt og rólega að taka yfir leikinn og skoruðu tvö mörk úr góðum færum og meiri segja skorðu það þriðja en voru rétt svo rangstæðir. Svo að það er ekki eins og Man utd voru miklu betri en þeir í fyrri hálfleik en jafntefli í hálfleik hefði eiginlega verið sanngjart miða við leikinn.
S.s Jafn fyrri háfleikur og svo yfirspilaði Liverpool liðið í þeim síðari og ETH talar um besta leikinn á tímabilinu sem segir allt um tímabilið ef svo er en bestu úrslit væri kannski réttara tal en besti leikur.
Það er rétt að allt getur gerst í bikarkeppni og það sást í gær þegar frekar lélegt Utd lið( við vitum að það er lélegt) sigraði gott Liverpool lið( við vitum að þeir eru góðir) og þess vegna var þessi sigur svo sætur. Nú er þetta búið eiginlega að snúast við maður mann þá tíð að Utd var að vinna allt og svar komu Liverpool menn og unnu liðið með sitt verra lið enda var það úrslitaleikurinn hjá Poolurum á hverju ári.
Í stóra samhenginu fyrir Utd er samt aðal málið að losna við ETH sem fyrst, þetta er bara tímaspursmál að nýju eigendur liðsins vilja fá sinn stjóra inn og því fyrr því betra að hann fer.
Ætlar liðið í alvöru að taka annan sumarglugga með ETH? og vona að þetta fari að breyttast allt saman.
jæja hvað um það þetta var flottur sigur hjá Utd í gær en maður finnst eins og liðið vann orustuna en sé að tapa stríðinu.
Arni says
Frábær sigur en er þessi síða búinn að segja sitt síðasta ef svo er þá vill ég seigja bara takk fyrir mig
Steve Bruce says
@Elis. Liverpool er svo til búið að vinna alla leiki undanfarið þrátt fyrir að vera að glíma við meiðsli hér og þar. Nú eru þeir að heimta menn til baka sem gerir liðið bara sterkara. Hver einn og einasti LFC aðdáandi á jarðríki var farinn að sjá hinn fullkomna Klopp endi í uppsiglingu: Fjórar dollur og aðeins það að vinna CL í stað Europa League sem myndi vanta upp á. Þetta tap í gær var algjört kjafthögg fyrir stuðningsmenn liðsins sem héldu að LFC væru að fara að leika sér að Man.Utd enn eina ferðina.
Ég held að þessi sigur einn og sér hafi ekki tryggt EtH sérstaklega í starfi. Munum þegar að van Gaal vann FA Cup en var búinn að fá sparkið fyrir leik (ákvörðunin hafði verið tekin).
Það var einfandlega frábært að geta loksins haft ástæðu til að brosa sem United fan.
Tómas says
Það er vitleysa að reka ETH fyrr en að hann er búinn að fá séns á næsta tímabili. Hann er með leikstíl og ég sé hann í glipsum. Hann er ekki nógu stöðugur út af því að hann er ekki en kominn með alla leikmennina fyrir þennan leikstíl og hann hefur glímt við mikið af meiðslum allt tímabilið. Það myndi líta illa út fyrir INEOS að reka stjórann svo fljótt ef nýr stjóri stendur sig ekki. Þá myndu held ég gagnrýnis raddirnar verða býsna háværar.
Þá segja sumir en önnur lið hafa þurft að glíma við meiðsli… en þau lið sem verið er að vísa í hafa haft stjóra til lengri tíma með almennilega fótbolta sýn gegnum allt félagið. Þau hafa heldur ekki haft allann vinstri hluta varnarlínunar úti meira og minna allt tímabilið.
Maðurinn var þriðji, vann bikar og fór í annan bikarúrslitaleik á sínu fyrsta tímabili. Hann er núna 6. og líklega á leið í annan bikarúrslitaleik.
Liverpool var að afsaka sig vegna meiðsla á sunnudaginn en við vorum með okkar meiðsli sem fyrr svo sú afsökun dugar skammt.