Það jafnast ekkert á við að vinna bikar og á morgun getur United stigið skref í átt að því að gera þetta tímabil eftirminnilegra en það á kannske skilið og komast á Wembley. Að vísu bíður City eða Chelsea og það hefur fennt verulega yfir tapið í úrslitaleiknum í fyrra. En það var þá og þetta er núna. Bikar er bikar og sigur á morgun gerir margt betra.
Coventry
Andstæðingurinn á morgun er lið Coventry City. Við sem komin erum á miðjan aldur ólumst upp við Coventry City sem langtímalið í efstu deild, féllu aldrei en gerðu ekki garðinn frægan að ráði. Og þó. Sigur þeirra í bikarkeppninni 1987 var eitthvert mesta afrek minna liðs á þeim tíma, og það þegar bikarinn skipti alvöru máli.
Mark Keith Houchen í leiknum gleymist ekki og þetta var allt í allt einhver besti bikarúrslitaleikur allra tíma.
En það var þá og þetta er núna. Í vikunni var tilkynnt að aukaleikir eftir jafntefli myndu nú alfarið heyra sögunni til, enn eitt skrefið í að minnka vægi bikarkeppninnar, og Coventry City hefur ekki sést í efstu deild síðan liðið féll árið 2001. Liðið er nú í Championship þriðja árið í röð eftir átta ár í óbyggðum C deildarinnar. Markakóngur síðustu tveggja ára, Victor Gyökeres, var seldur til Sporting í fyrrasumar en liðið hefur haldið sjó og er nú í áttunda sæti, þó umspilssæti sé utan seildingar eftir töp í tveimur síðustu leikjum gegn Southampton og Birmingham. Leiðin í undanúrslitin á morgun hefur verið frekar þægileg, liðið vann Oxford United, Sheffield Wednesday eftir umspil, Maidstone United, og svo Wolves á útivelli í fjórðungsúrslitum þar sem Bandaríkjamaðurinn Haji Wright tryggði sigurinn þegar komið var frá á elleftu mínútu viðbótartíma
https://x.com/usmntonly/status/1769005703312576697
gult
Wright er markahæstur þeirra Coventry manna í deildinni, en Ellis Sims sem skoraði líka gegn Wolves fylgir fast á hæla honum. Í hasarnum í leikslok fékk Kasey Palmer gult spjald fyrir að fara inn á völlinn eftir að hafa verið tekinn útaf fyrr í leiknum og missir því af leiknum á morgun, Palmer er framliggjandi miðjumaður sem hefur spilað reglulega upp á síðkastið eftir að hafa verið varamaður framan af. Aðeins tveir leikmenn eru meiddir, Jamie Allen og Tatsuhiro Sakamoto, miðjumaður og kantmaður.
Liðinu er því spáð svo
Framkvæmdastjóri Coventry City er Mark Robins
Mark Mark Robins
Ef það er eitthvað víst í þessum heimi þá er það dauðinn, skattar, og að Keith Houchen og Mark Robins fá sitt pláss í þessari upphitun. Í ár eru 34 ár síðan Mark Robins skráði sig óafmáanlega í sögubækur United þegar hann skoraði markið sem „bjargaði Alex Ferguson“. Hvort það er rétt er víst að þegar Robins skoraði markið gegn Nottingham Forest sem tryggði United sigur á City Ground í þriðju umferð bikarsins þá var það sólarupprásin á björtustu tímum Manchester United. Robins átti lítið meira en þokkalegan feril sem leikmaður og hefur síðan verið traustur stjóri í neðri deildunum án þess að slá í gegn. Á morgun fær hann sitt tækifæri aftur.
Manchester United
Scott McTominay, Harry Maguire og Antony eru allir orðnir góðir af meiðslum og verða í hóp á morgun. Spá má liðinu svo
Þurfum ekkert að ræða mikið kosti og galla liðsins, þeir hafa öllum verið augljósir síðustu mánuði. Liðið þarf bara að átta sig á að þeir eiga að vera betri en B deildar lið, sama hvað hið síðarnefnda er vel þjálfað og vel stemmt fyrir leiknum
Leikurinn hefst 14:30 og dómari er Robert Jones.
Höskuldur says
Fer ekkert að styttast i djöflacast ??