United, liðið sem gerir hið einfalda flókið, hið auðvelda erfitt, og hið erfiða ómögulegt
Liðið sem Ten Hag stillti upp leit svona út
Varamenn: Bayindir, Eriksen (72.), Amad (90+4.), Antony(66.), Forson (103.), Amass, Ogunney, Jackson, Wheatley.
Willy Kambwala er meiddur og því allar líkur á að Casemiro frekar en McTominay fari í miðvörðinn. Það er vonandi að framherjar Coventry séu ekki of fljótir
United setti í gír frá upphafi, pressaði Coventry alla leið inn í teig og þegar Coventry hreinsaði unnu þeir boltann sem endaði á langri sendingu fram, skalli Bruno og Garnacho var kominn í færi en hitti ekki boltann og hann lak útaf. Þetta var áfram mynstur leiksins. Stök gagnsókn Coventry sem sjaldnast náði teignum en Unitedliðið sló upp tjaldbúðum við vítateig Coventy og vantaði bara að stilla upp í góða Kaíró til að þetta yrði eins og í handboltaleik.
En það var loksins enginn annar en Scott McToinay sem braut ísinn. Dalot kom upp hægra megin, fékk boltann í finni sendingu frá Garnacho og gaf fyrir, boltinn fór milli Collins í markingu og Latibeaudiere og þar var McTominay á markteig og skoraði auðveldlega.
Þó þetta héldi áfram á sama hátt er þetta ekki United nema liðið gerði sér erfitt fyrir og á 38. mínútu komst Coventry loksins inn í teig United, skot að marki sem varð að fyrirgjöf en Dalot komst fyrir boltan og hreinsað.
Rétt fyrir hlé kom svo loksins gott skot að marki, Rashford kom seint inn í teiginn, fékk sendinguna frá Dalot sem var kominn upp að endamörkum en Collins varði prýðisvel í horn. En úr horninu skoraði svo Harry Maguire með einföldum föstum skalla. Var alveg óvaldaður á vítapunktinum, og Bruno hitti beint á hann.
Örugg forysta United í hálfleik.
Bruno átti fínt skot utan af kanti strax í byrjun seini hálfleiks rétt framhjá fjær, en svo kom kafli þar sem Coventry var með boltann án þess að ógna. En á 58. mínútu kom svo sókn United, Rashford inn í teig vinstra megin, lenti í varnarmönnum og boltinn barst til Bruno sem náði að leggja hann fyrir sig, tók skotið, í legg varnarmanns og framhjá Collins. 3-0 og sigurinn innsiglaður að því flest héldu.
Fyrsta skipting United kom þá, Antony inn fyrir Garnacho en Mark Robins gerði þrefalda skiptingu og uppskar fljótlega, sóknir þeirra höfðu haldið áfram og einni slíkri komu þeir móti fáliðaðri vörn United, boltinn inn á teiginn frá Tavares og þar var Simms algerlega óvaldaður á miðjum teignum og skóflaði boltann með sköflungnum í markhornið. 3-1 eftir 71. mínútu. Afskaplega slælegt hjá vörninni.
Þá setti Ten Hag Christian Eriksen inná fyrir Kobbie Mainoo og United virtist ætla að halda boltanum, en á 79. mínútu kom sókn Coventry, O’Hare fékk boltann óáreittur utan teigs, tók skotið, í höfuð Wan-Bissaka og í háum boga og inn undir vinkilinn. 3-2!
Coventry og stuðningsmenn þeirra tóku þá svo sannarlega við sér, sóttu af hörku og unnu horn eftir horn, eftir eitt þeirra kom hörkuskot Torp sem Onana þurfti að hafa sig allan við til að verja.
Dómarinn bætti við sex mínútum og Coventry sótti ákaft og uppskáru á þriðju mínútu uppbótartíma, löng sending út að endamörkum við markteig, Wan-Bissaka kom á ferðinni með báðar hendur úti og fyrirgjöfin fór í hendin á honum við ermina og VAR staðfesti vítadóm Robert Jones. Og eins og í leiknum gegn Wolves skorar Haji Wright í uppbótartíma og sendi leikinn í framlengingu..
Diallo kom inná áður en United byrjaði á miðju, United reyndi aðeins að sækja enda nokkrum aukamínútum bætt við vegna vítisins en gerðu ekkert af viti.
Unted fékk loksins færi snemma í framlengingunni, Bruno hamraði boltann í þverslána neðanverða en boltinn fór út. Hinu megin fór svo Tavares framhjá Casemiro eins og hann væri keila en náði ekki að klára missti boltann útaf.
Omari Forson kom inná fyrir McTominay í fyrri hálfleik framlengingarinnar og vann horn með ágætu skoti sem fór af varnarmanni.
Í upphafi seinni hálfleiksins var það Harry Maguire af öllum mönnum sem fór upp að endamörkum komst framhjá varnarmanni og skaut úr þröngu færi, Collins ýtti boltanum frá og horn var raunin. United sótti áfram, vann annað horn og auðvitað varð ekkert úr því.
Bruno var tæklaður rækilega við vítateiginn, ekkert dæmt, Coventry í skyndisókn sem endaði á því að Wright var orðinn frír í teignum en skaut rétt framhjá. Næsta færi var líka Coventry, Simms hristi auðveldlega af sér bæði Wan-Bissaka og Eriksen og bombaði af markteig, boltinn í neðanverða slá og út. United var að reyna að sækja en það gekk ekkert.
Coventry hélt svo þeir hefðu tryggt sigurinn þegar tuttugu og fjórar sekúndur voru liðnar fram yfir 120 mínúturnar, Wright fékk sendinguna upp vinstra megin, enginn United maður fylgdi, Wright gaf fyrir þar sem Victor Torp var með nóg pláss til að senda boltann í hornið fjær. En Wright var hárnákvæmt rangstæður og United slapp inn í vítin.
0-0 Casemiro: Lét Collins verja auðveldlega frá sér.
0-1 Wright: Öruggt
1-1 Dalot: öruggt
1-2 Overgaard: Öruggt upp í vinkil
2-2 Eriksen: Öruggt
2-2 O’Hare: Vel varið hjá Onana í horninu
3-2 Fernandes: Öruggt
3-2 Sheaf: Innanfótar yfir slána.
4-2 Höjlund, hamraði boltann í hornið og næstum enginn kom að fagna með honum.
Helgi P says
En er rashford að byrja þótt hann sé ekki búinn geta neitt í allan vetur
Helgi P says
Þessi þjálfari þarf að fara og það strax í kvöld
Elis says
Ég veit að liðið vann en þetta var ógeðslegt. Líklega besta hefði verið að tapa og reka þennan stjóra strax í kvöld. Man city er allan daginn að fara að slátra Utd í úrslitunum.
P.s þetta Coventry lið er ekki merkilegt lið en litu út fyrir að vera góðir út af getuleysi Utd.
Hjöri says
Það er hrikalegt að missa þetta niður í jafntefli vera 3-0 yfir þegar 20 mín. eru eftir, og það á móti B deildar liði. En það hefur sýnt sig svo sem að allt getur skeð í þessum bikarleikjum.
Gummi says
Maður er farinn að skammast sín fyrir að halda með þessu skíta liði