Manchester United er komið á toppinn – bara í vitlausri deild. Samkvæmt yfirliti yfir meiðsli hjá ensku úrvalsdeildarliðunum er United með flesta leikmenn meidda. Erfitt fer að verða að ná í lið fyrir leikinn gegn Sheffield United á morgun.
Samkvæmt Premier Injuries síðunni eru 14 leikmenn United meiddir. Þar á eftir koma Newcastle með 11 og Luton og Brighton með 10. Á sama tíma er einn meiddur hjá Arsenal, tveir hjá City og fjórir hjá Liverpool.
Erik ten Hag hefur verið gagnrýndur fyrir að skipta Alejandro Garnacho út af í bikarleiknum gegn Coventry um helgina en hann er einn þeirra sem telst tæpur. Marcus Rashford fékk skammir fyrir að vera lélegur, hann haltraði burt af vellinum. Óumdeilt er að Scott McTominay meiddist en Bruno Fernandes kláraði allt dramað. Þeir eru allir tæpir fyrir leikinn á morgun, helst eru líkur á að Bruno og Garnacho spili.
Ekki var farið yfir stöðu annarra leikmanna á blaðamannafundi í morgun. Premier Injuries telur mögulegt en ólíklegt að Willy Kambwala, Sofyan Amrabat og Johnny Evans komist í hópinn. Aðrir á meiðslalistanum svo sem Luke Shaw, Mason Mount, Lisandro Martinez og Raphael Varane verða örugglega ekki með.
Af fundinum í morgun er annars það helst að frétta að Erik ten Hag reyndi reiðina til að svara gagnrýni á vandræðaganginn gegn Coventry og bætti við að það væri alltaf afrek að komast í bikarúrslit. Hann sagði stór skörð höggvin í hópinn sem gerði alla spilamennsku erfiðari og brothættari.
Vörnin verður því trúlega óbreytt, með þá Casemiro og Maguire í miðvarðastöðunum. Anthony og Amad gætu keppst um stöðu Rashford og Eriksen komið inn fyrir McTominay. Unglingar verða líklega notaðir áfram til að fylla bekkinn. Í hverri viku heyrist af nýjum unglingum sem fá að æfa með aðalliðinu og eiga möguleika að komast í hóp. Vandamálið er að það er ekki því þeir séu svo framúrskarandi heldur er að verða vandamál að ná í lið.
United hefur unnið einn af síðustu sjö leikjum í deildinni, sem er sjötti lakasti árangurinn yfir það tímabil. Möguleg von felst þó í að liðið með versta árangurinn, bæði þessa leiki sem almennt í vetur, er mótherjinn á morgun, Sheffield United og að leikurinn er á Old Trafford.
Liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan gegn Brentford þann 9. desember og reyndar oft tapað illa, meðal annars 1-4 gegn Burnley í síðasta leik. Sheffield liðið hefur reyndar líka glímt við meiðsli, níu leikmenn eru meiddir, þar af nokkrir lykilmenn. Ekki er von á að nokkur þeirra komist í hópinn gegn United.
Leikurinn hefst klukkan 19:00.
Skildu eftir svar