Þá er enska úrvalsdeildin búinn þetta tímabil. Þrátt fyrir jákvæð úrslit í lokaleikjum deildarinnar er ljóst að Manchester United endar í 8.sæti með neikvæða markatölu. Þetta tímabil hefur ekki verið neitt nema vonbrigði í öllum keppnum nema enska bikarnum þar sem liðið er komið í úrslit og mæta þar Englandsmeisturum síðusta 4 tímabila.
Fyrri hálfleikurinn í dag var líklega leiðinlegasti hálfleikur lokaumferðar deildarinnar. Ten Hag ákvað að stilla aftur upp í 4-2-4-0 eins og gegn Newcastle og verður það að öllum líkindum taktíkin gegn City í bikarúrslitunum. Brighton hafði svo sem ekki uppá neitt að spila í.. dag en United átti smá vonarglætu um að ná í sæti í Evrópukeppni en 6.sætið hefði gefið sæti í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn var síðasti leikur De Zerbi við stjórnvölinn hjá Brighton en hann og stjórn liðsins komust að samkomulagi um starfslok.
Seinni hálfleikurinn byrjaði aðeins meira líflega en Brighton fengu ótrúlega sjensa á að taka forystu í leiknum en einhvern veginn tókst það ekki. United tók enga sjensa á leikmönnunum sem eru að koma tilbaka úr meiðslum og tóku Bruno og Licha útaf fyrir Rasmus Höjlund og Jonny Evans. Raphael Varane og Marcus Rashford fengu líka mínútur.
Markaskorar dagsins voru þeir Diogo Dalot og Rasmus Höjlund sem skoruðu báðir lagleg mörk. Rasmus og Garnacho komust svo tveir á einn en dananum mistókst að renna boltanum til þess argentíska til að tryggja 0:3 sigur og jafna markatölu.
Leiknum lauk með þokkalega öruggum sigri United. Þrátt fyrir að staðan í deildinni sé algjör hörmung þá er amk gott að enda deildina á tveimur góðum sigrum. Svo er jákvætt að vera endurheimta sterka leikmenn í tíma fyrir bikarúrslitin næstu helgi.
Skildu eftir svar