Varamenn í dag: Bayindir, Evans, Lindelöf, Casemiro, Eriksen, Mount, Amad, Antony, Höjlund
Tottenham sótti frá fyrstu sekúndu og þegar United komst fyrst fram fyrir miðju missti Marcus Rashford boltann of langt frá sér, Micky van de Ven hirti hann og skeiðaði upp allan völlinn, og komst alla leið upp að endamörkum án þess að varnarmenn United trufluðu hann að ráði, gaf fyrir og boltinn fór framhjá Onana, Martinez og Solanke sem voru við nærstöngina og yfir á Brennan Johnson sem var aleinn á markteig og skoraði auðveldlega. Skelfileg byrjun og staðan eitt núll fyrir Spurs eftir tvær og hálfa mínútu. Dalot á sinn hlut, stoppaði í stað þess að fylgja Johnson.
Spurs voru miklu betri, miðja og vörn United brothætt en samt komst Marcus Rashford upp og inn í teig á tíundu mínútu, en Vicario varði. Skýringin var auðvitað sú að Rashford hafði verið rangstæður. Spurs kom auðvitað beint til baka og allt í einu var Kulusevski einn á móti Onana en skotið fór í öxl Onana og út. Vel sloppið þar.
Áfram áttu Spurs leikinn en næsta færi kom á 20. mínútu, einföld sókn, vörn United varla með og boltinn endaði hjá Brennan Johnson sem skaut gegnum klofið á Diogo Dalot og boltinn small í fjærstöng.
Loksins fékk svo United færi, komst inn í teiginn og gaf þvert, en Joshua Zirkzee var ekki í fullkomnu jafnvægi, teygði sig og tók vinstrifótarskot sem Vicario varði nokkuð vel. Hefði getað gert betur þar, Zirkzee.
Þetta var ekki upphaf að einhverju góðu, Spurs voru einfaldlega miklu betri og Pedro Porro hefði getað skorað með tilþrifamikilli klippspyrnu en framhjá fór boltinn.
Loksins kom þó smá lífsmark frá United, Rashford gaf frá kantinum þvert yfir teiginn og rétt utan markteigshorns hamraði Garnacho í stöngina utanverða. Þröngt færi en hefði getað náð þessu. United sótti áfram en Spurs komust inn í boltann og allt í einu var Timo Werner einn á móti Onana sem varði svo vel.
Svo seig á ógæfuhliðina enn þegar Bruno Fernandes var alltof seinn í tæklingu og setti hælinn í legginn á James Maddison og var dæmt að væri hættuleg tækling og hann fékk rautt. á 42. mínútu. Ten Hag breytti strax liðinu og setti Mason mount inná fyrir Kobbie Mainoo. Þetta var mjög hart rautt, háskinn ekki mikill, meira eins og Fernandes væri að bregða Maddison frekar en að fara með takkana í hann.
Mount endaði svo hálfleikinn á að fá gult.
Skelfilegar fjörutíu og fimm mínútur frá United, erfitt að sjá að þarna væru lið sem fyrir leikinn voru á pari í deildinni
Það var rannsóknarefni hvers vegna Spurs voru ekki búnir að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en þeir voru ekki nema tvær mínútur að skora í seinni hálfleiknum, Brennan Johnson óð upp hægra megin, alla leið inn í teig gaf fyrir, boltinn fór í varnarmann en Kulusevski kom fljútgandi og stýrði boltanum framhjá Onana. Enginn varnarmaður nálægt honum, Mount næstur en ekki í honum.
Casemiro hafði komið inná í hálfleik fyrir Zirkzee.
Timo Werner komst aftur einn á móti Onana eftir frábæra sendingu Kulusevski en enn varði Onana vel, og át svo boltann áður en Johnson komst í frákastið.
Annars róaðist leikurinn þegar leið á, Spurs gáfu aðeins eftir og United reyndi að sýna sóknatilburði en það var ósköp máttleysilegt. Smá kall eftir hendivíti á Romero en VAR vildi ekki gúddera það. En ef það voru einhver að vona að United gæti á einhvern hátt krafsað í bakkan slökkti Dominic Solanke þær vonir á 77. mínútu, horn, skalli inn á markteig og Solanke setti sólann í boltann. Auðvitað enginn varnarmaður jafn fljótur að átta sig og hann.
Andre Onana var um það bil eini leikmaðurinn sem mætti i vinnuna í dag, hann bjargaði enn maður á móti manni á 90. mínútu og í það skiptið var það ekki Timo Werner heldur Solanke, þannig það telur meira.
En lokatölur voru þrjú núll og hefðu getað verið mun verri..
Ég ætla ekki að kalla eftir brottrekstri Ten Hag en lái engum sem gerir það. Hvort það verður Ruud van Nistelrooy eða Gareth Southgate sem tekur við hefur mikil áhrif á það hvort ég yrði sáttur við það, en eitthvað þarf að breytast. Liðið er brotið, vörnin slæm og uppleggið í leiknum í dag var hræðilegt. Næsti leikur er gegn Porto á miðvikudaginn og svo Aston Villa á sunnudaginn næsta og ef eitthvað á að gerast þarf að að gerast í kvöld, eða þá eftir Villa leikinn, fyrir landsleikjahléið.
.
Helgi P says
Hef ekki mikla trú á sigur í dag
Rob says
Ha ha ha þið eruð svo lélegir.
Ragnar says
Þvíkíkur trúður Bruno ahahah
Ragnar says
Þvílíkur*
Ólafur Kristjánsson says
Ljósið í myrkrinu er að Bruno spilar ekki næstu 3 leiki.
Robbi says
Ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha.
Einar says
Hvað er planið hjá manninum? Fella okkur?
Dór says
Þessi leikur hefði getað farið svona 7 til 8 núll
Gauti Getto says
1. Fyrstu mistökin voru að reka ekki hollenska Trippið
2. Önnur mistökin voru að reka ekki hollenska Trippið
3. Þriðju mistökin voru að reka ekki hollenska Trippið
Elis says
Að mæta svona andlausir í svona stórleik er ótrúlegt. Son ekki með og Werner inn fyrir hann sem er skelfilegur svo að þeir klárlega veikari en það skiptir engu máli þegar menn nenna þessu ekki.
Tottenham mættu á svæðið og voru miklu miklu betri.
Eina skiptið sem maður sá Bruno var þegar hann er að ganga af velli eftir rauða spjaldið og eru líklega bestu fréttirnar að hann spilar ekki næstu þrjá leikina í deildinni.
Það þarf að reka stjóran því hann er einfaldlega lélegur en hann er bara eitt af mörgum vandamálum liðsins.
Það vantar betri markvörð, bakverðir, miðverði, miðjumenn, kanntmenn og sóknarmenn s.s allt helvítis liðið ef það á að komast nær Liverpool, Man city og Arsenal. Svo eru lið eins og Villa, Tottenham og Chelsea að líta betur út
Arni says
Þetta er orðið svo mikið drasl lið
Auðunn says
Þótt ég sé alveg búinn að fá nóg af Ten Hag og vill hann burt ASAP þá vill ég alls alls ekki fá Zidane, Gareth Southgate, Max Allegri né G.Potter í hans stað.
Vill bara ekki sjá þá nálægt Man.Utd. Verð kreisí ef Southgate verður ráðinn stjóri liðsins. Þá væri ég frekar til í Big Sam.
Annaðhvort er að lofa RVN að klára tímabilið eða fá Thomas Tuchel.