Það var ekki bara afveltan eftir ofát jólanna sem olli því að umfjöllun um fyrri hálfleik í þessum leik er engin. Einu færin í þessum hálfleik voru misgáfuleg langskot. Bæði Sá og Onana áttu eina fína vörslu hvor reyndar en annars var þetta tíðindalaust. United aðeins betri á boltanum en ósköp lítið sem kom úr því.
Það tók Bruno Fernandes hins vegar aðeins 85 sekúndur í seinni hálfleiknum til að næla sér í sitt einna gula spjald í leiknum fyrir að vera of seinn í að blokka boltann og fara í legginn á Wolves leikmanni. Klaufalegt en ekkert við þessu að segja. Úlfarnir fóru beint í sókn og skoruðu en blessunarlega var það rangstaða. En það var skammgóður vermir því Wolves tók forystuna á 59. mínútu með Ólympíumarki beint úr horni, þeirra langbesti maður Matheus Cunha tók hornið og sveiflaði boltanum í fjærhornið. Ef þið vissuð ekki hvað Ólympíumark var fyrir viku, vitið þið það núna, United búið að fá á sig tvö á átta dögum. Onana átti auðvitað að gera betur, þó að hann væri aðþrengdur af sóknarmönnum. 1-0.
Leikurinn var jafn óáhugaverður eftir þetta. Wolves drógu sig auðvitað hægt og rólega aftar og aftar á völlinn og leyfðu United að reyna að sækja, nokkuð sem virtist þeim ofviða. Loksins á áttundu mínútu af átta viðbættum mínútu missti United boltann, Cunha og Hwang Hee-chan óðu upp völlinn og Lisandro Martínez var einn til varnar. Hann reyndi að fara í Cunha sem auðvitað renndi boltanum á Hwang sem skoraði og niðurlægði United endanlega.
Það er erfitt að sjá eitthvað í þessum leik sem hægt er að taka jákvætt úr honum. Vissulega er vörnin oftast þétt en svo koma atriði eins og fyrra markið þar sem sóknarmönnum er leyft að þjarma að markverðinum án þess að hann fái neina hjálp.
United er auðvitað fullkomlega bitlaust, og það er ekki bara að Rasmus er ekki beittasti senter í heimi, hann getur lítið gert án tækifæra.
Næsti leikur er gegn Newcastle, án Bruno og Manuel Ugarte sem fékk sitt fimmta gula spjald á tíðinni og fer því í bann. Þar næst eru það Liverpool og Arsenal. Þetta verður eitthvað.
Nói says
Held að þessi þjàlfari sé vita gagnslaus því miður.
Einar says
Því meira sem ég sé af því sem Amorim er að reyna skil ég betur af hverju LFC og West Ham tóku hann ekki.
Tómas says
Fyrstu tvö kommentin um þjálfaran við mjög góðar undirtektir… Í alvöru er það sýn fólks á liðið á þessum tímapunkti eftir að hafa horft á leiki liðsins seinustu ár sem og fylgst með rekstri félagsins.
Ef þið teljið að við glímum við þjálfaravandamál. Endilega deilið með okkur. Hvaða þjálfara þið viljið og segið okkur hvernig það hefði verið góð lausn til framtíðar.
Arne Slot, hefði strögglað með þennan hóp sem og Guardiola.
Einar says
Ég hef ekki þau svör en ég sé ekkert fra Amorim sem gefur til kynna hvað hann stendur fyrir. Alvöru þjálfarar setja sitt mark á liðið strax. Meira að segja Ragnick sást strax hvað hann var að reyna. Amorim er flottur i viðtölum en svörin hans á vellinum eru ekki þarna. Maður sér það að hann hefur engin svör við taktískum breytingum þjálfara andstæðingann sem hann hefur mætt hingað til. Það er að segja þegar illa gengur. Það er alltaf hjakkast í sama farinu og vonast til þess að hlutirnir batni. Hann má vissulega fá einhverja glugga til að reyna að koma sínum leikmönnum inn en my god hvað ég er ekki spenntur fyrir þessum tíma.
Sigurjón says
Sælir, er farinn að halda með liverpool, þeir eru með margfalt betra lið en við og Salah er klárlega
með þetta
Spekingurinn says
Ef maður undanskilur nauma sigra gegn smáliðum Plzen og Bodo/Glimt, þá er Everton leikurinn eini ljósi punkturinn undir stjórn Amorim.
Vissulega mætti nefna City leikinn líka, en það var að mínu mati arfaslakur leikur tveggja lélegra liða þar sem United fékk tækifæri undir lokin til að refsa lánlausu liði.
Einn sigur í síðustu 13 leikjum City, þar af 9 töp segir sína sögu.
Þessi City sigur var ekki meira statement en það að í kjölfarið hafa fylgt þrjú töp í leikjum sem ættu að vera nokkuð auðunnir fyrir dýrasta hóp í deildinni.
Skelfileg byrjun stjórans og þó ég hafi ákveðin skilning á Rashford málinu þá gekk liðinu betur með hann innanborðs.
Spekingurinn says
Næstu leikir: Newcastle, Liverpool á Anfield og svo Arsenal í FA cup.
Geri mér vonir um stig gegn Newcastle.
Doddi áttavillti says
Flottur leikur að flestu leyti, aldrei rautt og sú dómaramistök urðu okkur að falli. Erum með hörkugott lið eftir góð leikmannakaup síðustu glugga. Nýr þjálfari er á réttri leið og úrslitin munu fylgja þegar hann finnur sitt sterkasta lið. Bjartari tímar framundan.
Spekingurinn says
Doddi áttavillti 27. desember, 2024 at 01:32
“ aldrei rautt“
Tja Bruno fer með takkana á undan sér og fær seinna gula, þ.a,l. rautt spjald.
Þetta var svo skærgult spjald að það hálfa væri hellingur og menn hafa fengið beint rautt fyrir minni sakir. Að kalla þetta dómaramistök segir allt um skilningsleysi þitt á leiknum.
Tómas says
@einar taktískar breytingar þjálfara andstæðinga hafa ekki verið gera neitt út af við okkur. Það eru einstaklingsmistök, föst leikatriði og dass af óheppni. Á móti Bournemouth, Forrest og Spurs erum við með hærra xg og meira með boltann.
En leikurinn gengur út á að skora meira en andstæðingurinn og líkt og undir ETH erum við bara ekki að skora neitt.
Hann þarf tíma til að þjálfa liðið og fá leikmenn sem geta hlaupið, spilað og unnið návígi. Þá fyrst getum við farið að dæma hann.