Eftir fjóra sigra í Evrópudeildinni í röð hefur hagur Manchester United vænkast verulega. Liðið er öruggt með að komast áfram en gæti enn lent í umspili með óhagstæðum úrslitum og þarf því stig annað kvöld gegn FCSB í Rúmeníu.
Hugleiðingar eftir Fulham?
Langskot, hefst upp í hornið sláin inn. Sannarlega glæsileg lýsing, þegar ekki er tekið fram að boltinn hafi farið í varnarmann og þaðan í furðulegan boga yfirmarkvörðinn sem náði ekki nógu mikilli snertingu til að blaka honum frá. En við þiggjum það sem er í boði er.
United verðskuldaði ekki sigur í hrútleiðinlegum leik gegn Fulham síðasta sunnudag. Það segir sitt að bæði lið voru með 0 í flokknum „stærr færi“ í tölfræðiforritum. Vissulega er gleðilegt að liðið hafi verið skipulagt og að mestu haldið aftur af Fulham en á móti kemur kemur að sóknin var jafn geld eins og hún hefur verið síðustu ár. Rasmus Höjlund var enn eina ferðina týndur frammi og heppnismark Lisandro Martinez skildi liðin að.
Janúarglugginn
United virðist hafa gengið frá kaupunum á Patrick Dorgu, örvfættum vængbakverði frá Lecce á Ítalíu. Dorgu, sem er danskur, mun væntanlegur til læknisskoðunar í Manchester á morgun. Kaupverðið mun vera 24 milljónir punda staðgreitt og fjórar síðar ef honum vegnar vel. Ekkert hefur komið fram enn um hvort United fjármagnar kaupin, hvort liðið geti lifað á yfirdrætti fram í júní og selt þá eða þurfi að selja strax.
Nærveru Marcusar Rashfords er klárlega ekki óskað. Ruben Amorim sagðist frekar setja inn á 63 ára markmannsþjálfarann heldur en leikmann sem ekki stæði sig á æfingum þegar hann var spurður um stöðu Rashfords eftir Fulham leikinn. Þjálfaranum virðist eins og Ingu Sæland ganga illa að hemja hvatvísina.
Rashford er áfram orðaður við ýmis lið en það virðast engar yfirgnæfandi líkur á sölu. Alejandro er áfram orðaður við Napoli og Chelsea, sem vilja nýta sér bága stöðu United til að fá Argentínumanninn á góðum díl. Það að hann hafi byrjað síðustu tvo leiki bendir til að Amorim vilji halda honum.
Tyrrell Malacia gæti verið lánaður eftir tilkomu Dorgu og smávegis áhugi virðist á Casemiro. United áfram orðað við sóknarmenn, helst Christopher Nkunku frá Chelsea á láni en líka Mathys Tel sem vill víst fara frá Bayern München. Tel er afar spennandi leikmaður en United á ekki krónu í hann án þess að selja Rashford eða Garnacho.
Liðsfréttir
Lið halda opna æfingu daginn fyrir Evrópuleiki. Í morgun sást til Luke Shaw á slíkri æfingu en hann er þó vart leikfær. Victor Lindelöf var þar líka og á meiri möguleika á að komast í hópinn. Manuel Ugarte virtist líka í ágætu standi en hann fór meiddur af velli á sunnudag.
Hvað er þetta FCSB?
FCSB er nýlegt nafn í Evrópuboltanum en félag með mikla sögu. Flest þekkjum við Steaua Búkarest sigursælasta lið Rúmeníu en það skipti um nafn árið 2017 eftir deilur. Liðið er nær eingöngu skipað rúmenskum leikmönnum, þar af fjórum sem eru í landsliðhópnum.
Liðinu hefur gengið ágætlega í Evrópudeildinni í vetur, mest þökk sé sterkum varnarleik því fyrir utan 4-0 tap gegn Rangers hefur liðið aðeins fengið á sig 3 mörk í 6 leikjum. Liðið hefur þó ekki lent í mörgum liðum úr efsta hluta töflunnar.
Hve mikilvægur er leikurinn United?
Þetta þýðir hins vegar að liðið er í áttunda sæti sem gefur sæti beint í 16 liða úrslitum fyrir leikinn á morgun. Þar er það með 14 stig en United er í fjórða sæti með 15 stig. Liðin í 9. – 12. sæti gætu öll náð United ef liðið tapar. Ósigur myndi ekki endilega fella liðið niður í umspilssætin (9. – 24.) en væri óþarfi. Jafntefli ætti að tryggja sæti meðal þeirra átta efstu. Engin ástæða er til annars en stefna hátt, United er eitt þriggja liða sem ekki hefur enn tapað í Evrópudeildinni.
Sigurvegari Evrópudeildarinnar kemst í Meistaradeildina á ári. Miðað við stöðu United í ensku úrvalsdeildinni virðist helsta vonin um Evrópusæti á ári vera sú leið eða að verja bikarinn.
Leikurinn hefst klukkan 20:00
Guðunur says
RIP
Turninn Pallister says
Því miður, Amorim er það versta sem gat komið fyrir okkur. Maðurinn er örugglega fínn þjálfari í Portúgal en hefur ekkert í ensku deildina að gera. Það er svo augljóst hvað það vantar mikið fótboltainnsæi og framtíðarsýn hjá stjórn félagsins að það er farið að valda ógleði. Spurningar eins og: Erum við með hóp sem getur nýst þjálfarastíl Amorim? Hentar þessi leikstíll þeim leikmönnum sem við höfum verið að fjárfesta í sl.2 ár? Getum við hjálpað þjálfaranum með því að losa okkur við leikmenn sem henta ekki inn í kerfið og fundið nýja sem passa betur án þess að setja félagið á hausinn?
Ég hef lengi verið talsmaður þess að gefa eigi þjálfurum séns, en ég held að ráðningin á Amorim hafi verið stórt skref afturábak, rökréttast hefði verið (og líka hagkvæmast) að leyfa Ruud bara að klára þetta tímabil. Hann þekkir félagið, hópinn og spilaði þennan hollenska bolta sem Ten Hag var að reyna að sulla saman. Þetta tímabil var hvort eða er komið í vaskinn hjá Ten Hag (og lausnin var augljóslega ekki fólgin í því að skipta um stjóra). Að minnsta kosti hefði stefnan þá verið skýr og þeir leikmenn sem búið er að spreða í undanfarin ár gætu þá hugsanlega komið að einhverju gagni.
Að horfa á þennan leik á móti Palace þá bara skammaðist maður sín. Andleysið, hugmyndaleysið, skortur á sjálfstrausti og liðsheild eru allt atriði sem hreinlega æptu á mann frá fyrstu mínútu. Vonandi eyðileggur stjórinn ekki mörg sjónvörp í búningsklefanum eftir leik, við þurfum ekki á slíkum óþarfa útgjöldum að halda á næstunni.
Einar says
Það er einmitt málið. Hann væri eflaust ágætur með 100% sitt lið. Ekki að fara að berjast um stærstu titlana samt en ágætur. (Eitthvað sem við United menn eigum ekki að sætta okkur við). Að stjórnin skuli svo ráða hann á miðju tímabili er bara að fara að enda Á einn veg. Endum rétt fyrir ofan fallsæti með þessu áframhaldi. Everton og Spurs farða að sigla fram úr okkur, erum það lélegir. Hvernig hann henti svo leikmönnunum undir rútuna fyrir nokkru er svo annað rannsóknarefni. Aldrei í sögu fótboltans hefur það endað vel fyrir þjálfara sem gerir það.
dd says
Sýnir bara hvað stjórnin er léleg. Þeir hefðu geta ráðið Amorim sl. sumar og notað þessar 200 millur til að bakka upp hans kerfi.
Þess í stað er framlengt við ETH, 200 millum eytt,, ETH rekinn og Amorim ráðinn á miðju tímabili.
Enginn tími til að æfa kerfið, engir peningar til að kaupa leikmenn inn í kefið.
Illa gengur að losna við oflaunaða farþega.
Liðið verður ekki í Evrópukeppni næsta tímabil og því minna um lausafé til leikmannakaupa
Helgi P says
Leggja þetta skíta lið niður þá þarf maður ekki lengur að pæla í þessu rugli
Einar says
Af hverju er nyji vinstri bakvörðurinn okkar hægra megin og Dalot ennþá vinstra megin?!?
jonsi says
þarf að hringja i bjôrgunnar sveit og láta leita af þeim tíndir i fyrrihálleik he he
Siddinn says
Áhugavert að kaupa mann til að spila honum svo út úr stöðu… ruglið heldur áfram.
Arni says
Er þessi síða að deyja út
Sindri Guðjónsson says
Já, eins og Manchester United stuðningur á Íslandi
Einar says
Það væri fínt ef þeir sem sjá um þessa síðu kæmu með yfirlýsingu um að vera hættir. Það er betra en að setja inn einstaka sinnum eitthvað hér og allir bíða eftir einhverju. Það er enginn að fara að byrja með nýja síðu á meðan að þessi er í þessu on off ástandi.
Dór says
?
Einar says
?
boggi says
þetta er glötuð síða og er búinn að vera það lengi
Einar says
Við hefðum betur fengið Moyes aftur. Heyrði i útsendingunni áðan í Everton leiknum að hann er búinn að ná í 13 stig í 6 leikjum. Sama og Amorim síðan hann mætti.
Sindri Guðjónsson says
Ég er ósammála Bogga. Hefur verið fín síða.
Arni says
Þetta var fín síða en þetta er búið að vera frekar dapurt í svoldið langan tíma
Tinni says
RIP
Helgi P says
Djöfull er þetta orðið lélegt lið við förum niður ef þetta heldur svona áfram
sfs says
Segir ansi mikið þegar maður gerir sig ánægðan með stig á Goodison
Vigfús Halldórs. says
ÞAð er búið að redda þessu ..Ratcliffe ætlar bara að hafa ávexti fyrir starfsfólk og súpu og brauð ef það er svangt. Litla þrotið hjá þessum klúbb allt að stefna í gjaldþrot? þeir skulda 1 miljarð punda og af því 300 mil ógreitt í leikmannakaup það verður athyglisvert hvað Amorim fær til kaupa næsta tímabil. Gætu byrjað að losa svona 10 ofborgaða aumingja þá kanski gætu þeir skrapað saman í 2 leikmenn.
Einar says
Vilja eigendur þessarar síðu ekki bara selja hana?