Evrópudeildin er orðin síðasti möguleiki Manchester United á að ná einhverju út úr tímabilinu. Liðið spilaði ágætlega lungann úr leiknum gegn Sociedad í kvöld en fékk á sig svekkjandi jöfnunarmark og slapp loks með skrekkinn.
Það var fátt um færi í fyrri hálfleik, en þau fáu sem gáfust féllu fyrir United. Það besta var trúlega þegar liðið átti þrjár marktilraunir í röð úr teignum, fyrst Bruno og síðan tvær frá Zirksee. Sú seinni hælspyrna fyrir aftan bak sem sendi boltann rétt framhjá fjærstönginni.
Mark United kom á 57. mínútu. United náði að losa um hægri kantinn, Diego Dalot sendi boltann á Garnacho sem renndi honum inn á völlinn að vítateigsboganum þar sem Zirksee mætti og lagði boltann á markið. Markvörður Sociedad var illa staðsettur þannig boltinn fór inn nánast fyrir miðju marki.
Ferskir fætur hjá Sociedad snúa leiknum
Fimm mínútum síðar gerði þjálfari Sociedad þrefalda skiptingu á liði sínu. Meðal þeirra sem komu inn var Orri Steinn Óskarsson. Nýjum mönnum fylgdi aukinn kraftur gegn liði United sem var þreytt, enda hafði það spilað 120 mínútur síðasta fimmtudag.
Á 73. mínútu var leikurinn stöðvaður eftir að United var dæmd aukaspyrna. Verið var að skoða vítaspyrnu og grunurinn beindist að hornspyrnu sem Sociedad skömmu áður. Enginn hafði beðið um neitt og ekkert endursýn, en dómarinn þurfti ekki nema eina umferð á myndunum, boltinn hafði verið skallaður í hendi Bruno Fernandes sem lyfti henni upp fyrir höfuð og þar með í óeðlilega stöðu. Mikel Ovarazabal, fyrirliði Sociedad skoraði.
Það sem eftir var átti United í nokkru basli. Orri Steinn fékk mjög gott færi á 84. mínútu en hitti ekki rammann. Í uppbótartíma stakk hann Mathijs de Ligt af og átti gott skot sem Onana varði vel.
Að þreyja þorrann
Ruben Amorim sagði eftir leikinn að United þyrfti að komast í gegnum leikinn gegn Arsenal og mæta til leiks gegn Sociedad næsta fimmtudag. Þannig er staðan einfaldlega. Tíu leikmenn liðsins eru meiddir og fjölgaði vonandi ekki í kvöld. Liðið var með sjö varamenn, þar af þrjá beint úr unglingaliðinu. Síðustu tuttugu mínúturnar virtust þeir sem hófu leikinn mikið til vera búnir á því. Góðu fréttirnar eru að Toby Collyer er kominn aftur eftir meiðsli og náði nokkrum mínútum í kvöld.
Zirksee
Hollendingurinn skoraði sitt fyrsta mark í Evrópudeildinni í kvöld og það sjötta á tímabilinu. Í stöðu þar sem United þarf allar hendur á dekk verður að virða framlag Zirksee. Hann er ekki sjá fljótasti, leiknasti eða sterkasti, en hann er alltaf af, les leikinn ágætlega og hefur tækni til að losa um samherja sína. Hann vann til dæmis 7/12 návígum sínum í kvöld, vann tvær tæklingar, komst inn í tvær sendingar og lokaði á eitt skot. Það er mun betri tölfræði en hjá þeim heillum horfna Rasmus Höjlund.
Bjarn says
Er radcliff sami rasshaus og gleiserarnir. Hóta að fara ef stuðningsmenn verða lengi í fílu við sig