Það er í nægu að snúast þessa dagana fyrir okkur United menn, leikjaplanið er ansi þétt og núna er komið að því að leika við Tottenham í deildinni á Old Trafford. Leikurinn fer fram á morgun (laugardag) klukkan 16:30. Liðinu hefur gengið afskaplega vel gegn Tottenham undanfarin ár, í síðustu 20 leikjum á Old Trafford hefur Man Utd aldrei tapað, hafa unnið 17 leiki, gert 3 jafntefli og markatalan er 42 mörk gegn 8. Tottenham eru með mjög sterkt lið og auðvitað nýjan þjálfara. Villas-Boas reið kannski ekki feitum hesti gegn United þegar hann var með Chelsea en hver veit, kannski hefur hann lært eitt og annað síðan þá og kannski hentar honum betur að mæta á Old Trafford sem lítilmagninn. Ó vangaveltur.
Það hefur verið „helvítis álag á mönnum“ síðan landsleikjahléið var, þetta verður þriðji leikurinn á sex dögum og sá fimmti á 14 dögum. Ekki stoppar álagið þar því liðið á leik á þriðjudaginn í Meistaradeildinni og svo annan leik við Newcastle í deildinni næstu helgi. Það má því gera ráð fyrir að Ferguson haldi áfram sínum reglulegum tilfærslum þegar kemur að liðsvali. Það var auðvitað töluvert áfall að lesa í vikunni um tveggja mánaða fjarveru Vidic, og eins og það hafi ekki verið nóg bættist þær fréttir við að Valencia hafi yfirgefið æfingasvæðið í vikunni á hækjum, þannig að ekki skal gera ráð fyrir honum heldur. Young, Jones og Smalling eru ennþá frá en í staðinn eru Rooney og Fletcher mættir aftur, sem eru frábærar fréttir. Báðir spiluðu í vikunni gegn Newcastle og því kannski ólíklegt að þeir byrji gegn Tottenham, það er þó aldrei að vita þó með Rooney. Aðrir leikmenn ættu að vera leikfærir þannig að hérna kemur mín spá um liðsvalið.
Lindegaard
Rafael Ferdinand Evans Evra
Carrick Cleverley
Nani Rooney Kagawa
Van Persie
Lindegaard kemur inn, af því að Ferguson er með eitthvað megaplan varðandi markvörsluna. Varnarlínan er eins og hún er vegna þess að aðra valmöguleika er þar ekki að finna. Büttner hefur verið að koma sterkur inn í liðið en ég held samt að hann sé í „rólegri aðlögun“ eins og stendur. Carrick kemur aftur inn og ég held að Cleverley haldi sinni stöðu, hann hefur staðið sig vel og síðan spilaði Scholes slatta í síðustu viku, svona fyrir mann á þeim aldri. Nani byrjar ásamt Kagawa og síðan ætla ég að vera frakkur og segja bara að Rooney byrji leikinn. Kannski kemur Giggs inn í staðinn, en gamli hefur einnig spilað slatta undanfarið þannig að mér þykir líklegra að hann verði hvíldur. Frammi verður svo Hollendingurinn geðþekki.
Villas-Boas hefur gefið það út að Tottenham ætli sér að spila sóknarbolta á Old Trafford. Það veldur mér smá áhyggjum, vörnin hefur ekki verið eins samstíga og maður hefði viljað undanfarið, þannig að einbeitingarleysi gæti reynst rándýrt gegn liði eins og Tottenham, sem eru klárlega með mannskap til þess klára þau færi sem þeim eru gefin. Ef menn verða á tánum í vörninni og þá hef ég ekkert voðalega miklar áhyggjur af þessu því ég tel vörnina hjá Tottenham, sem ekki hefur verið glæsileg heldur, ekki ráða við sóknina hjá okkar mönnum.
Man Utd hefur vissulega ekki verið að spila einhvern draumabolta í byrjun tímabilsins, ég held að við getum öll verið sammála um það. Liðið hefur hinsvegar átt ágæta kafla og það sem nú mikilvægast af þessu öllu er að þeir hafa verið að vinna leiki, þó svo það hafi ekki alltaf verið fallegt (nema gegn Liverpool, auðvitað). Tottenham hefur ekki vegnað eins vel og búist var við af þeim, 8 stig eftir 5 leiki getur ekki talist ásættanlegt miðað við hópinn sem er til staðar. Það er auðvitað hægt að skrifa það á áherslubreytingar hjá þjálfaranum og að kannski er þetta sé bara fórnarkostnaður slíkrar uppbyggingar. Ég held því að þetta sé góður tími til að mæta Tottenham, held því að tölfræðin og gengið undanfarið muni hafa sín áhrif á liðið og United nái að klára þennan leik án of mikilla vandræða.
Ég spái 3-1 sigri með mörkum frá Nani og Van Persie (2).
Tryggvi Páll says
Ég veit ekki afhverju en ég verð alltaf stressaður fyrir þessa Tottenham-leiki. Alveg sama þó að ég viti að það var Gary Lineker sem skoraði síðasta sigurmark Tottenham á Old Trafford m.ö.o. það er langt síðan Tottenham hefur sótt þrjú stig á Old Trafford.
Ég hef horft á flesta leiki Tottenham í deildinni og það verður að segjast eins og er að AVB hefur alls ekki heillað mig. Liðið hefur spilar afar hægan og hugmyndalausan bolta og spurning hvort að leikmenn séu í nægilega góðu formi því þeir fá alltaf á sig mark á lokamínútum leiksins. Þeir hafa þó aðeins verið að braggast undanfarið og kannski eru menn farnir að venjast þeirri spilamennsku sem AVB vill sjá, sjáum til.
Ég er alveg hjartanlega sammála með þetta byrjunarlið. Ég vil þó að David De Gea spili þessa leiki og það kæmi mér ekkert á óvart ef Scholes myndi byrja leikinn en Cleverley stóð sig vel í vikunni og á skilið byrjunarliðssæti.
ellioman says
Ferguson með góðar fréttir um Valencia:
„Antonio Valencia is doubtful,“ stated Sir Alex. „He got a knock, first of all, when he went into the tackle with [Daniel] Agger and [Glen] Johnson before he broke clear and got brought down. He got an ankle injury there. But, if he’s not okay for tomorrow, he should be okay for Tuesday [against Cluj].
Annars þá er ég orðinn nokkuð spenntur fyrir leiknum. Eftir viðtalið við Birgi langar mig enn meir að sigra þá á morgun :)
Arnar Magnússon says
Vonandi að Carrick og Giggs spili aldri saman aftur gegn stór liðunum. Flott byrjunarlið spái 3-2
Ingi Rúnar says
Vid Valur Dadi sonur minn spáum okkar monnum sigri ad sjálfsogdu, 3-1 :)
Og vonumst eftir flottu spili, ekki nidurgangi einsog á móti Liverpool……
Egill Guðjohnsen says
Er alveg sammála þessu byrjunaliði.
Þetta verður mjög fjörugurleikur og ég ætla spá 3-0 sigri þar sem Rooney,Cleverley og RVP verða með mörkin!!
Bjarni Þór Pétursson says
Nú má United liðið fara að hrökkva í gírinn. Halda hreinu, spila solid og skila öruggum sigri – fá smá sjálfstraust í liðið. Nani og Rooney skulda eftir heldur dapra byrjun og vonandi að Kagawa tengist liðinu betur. Með þessa þrjá plús RVP, allir á eðlilegri getu, þá ætti United að geta blómstrað á næstunni.
Stefán Arason says
Hlakka mikið til að sjá þennan leik, þetta er leikur sem að býður uppá mörg mörk og skemmtilegan bolta.
Vörnin okkar er ekki uppá marga fiska og vonandi að Buttner fái sénsinn á undan hríðfallandi Evrunni, ætla að gerast djarfur og spá 4-2 sigri okkar manna, Persie(2), Hernandez og Rooney með mörkin, Defoe með bæði mörk Tottenham, og auðvitað leggur okkar maður þau upp.
Björn Friðgeir says
Slúðrið sem er að detta inn:
Skv fréttum Daily Mail (örlítið, en ekki alfarið, traustari heimild en Baggalútur) á Nani að hafa slegið Davide Petrucci á æfingu. Slæmt er ef satt er. Undirfyrirsögnin er auðvitað „Nani á leiðinni burt“ en það er ekki eins og það sé eitthvað nýtt slúður.
Þetta hjálpar samt ekki Nani. Á góðum degi er hann einn mest skapandi spilarinn okkar, en það hefur vantað upp á það í byrjuninni.
Arnar Magnússon says
Daily Mail er rusl síða.
úlli says
Hef ekki séð neinn hér minnast á það, er ég sá eini sem er þreyttur á að sjá Anderson beinlínis feitan inni á vellinum? Þetta gerist aftur og aftur. Fínn leikmaður en í 100% formi myndi hann eigna sér þessa deild.
Minnir mig á Ronaldinho og hnignun hans þegar hann nennti ekki lengur að vera í toppformi. Skil ekki hvering hægt er að komast upp með þetta hjá Manchester United.
(Ég geri mér ljóst að maðurinn er ekki feitur, en þessi 10% sem hann vantar upp á er það sem skilur á milli feigs og ófeigs inni á vellinum).
Björn Friðgeir says
Úlli: Við vorum að ræða þetta aðeins á meðan á Newcastle leiknum stóð. Mér fannst hann nefnilega aðeins grennri en venjulega. Hann var hins vegar alveg búinn á því síðustu 10 mínúturnar!
DMS says
Ég skil ekki hvernig menn sem hafa það af atvinnu að æfa á hverjum degi geti verið „feitir“. Það er svo sem erfitt að skilgreina Anderson sem feitan en miðað við atvinnuknattspyrnumann á hæsta stigi þá er hann ekki í 100% formi. Hvað er gaurinn að éta þegar hann er ekki á æfingasvæðinu?
Hér er mynd af honum þegar hann var hjá Porto:
http://shop.sportsworldcards.com/ekmps/shops/sportsworld/images/fc-porto-anderson-153-panini-uefa-champions-league-2006-07-football-trading-card-5210-p.jpg
Hér er önnur mynd af honum hjá okkur:
http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2012/03/12/article-2114063-1216C729000005DC-342_468x355.jpg
En hvað varðar leikinn gegn Tottenham þá býst ég við hörku leik og kæmi mér ekki á óvart ef við myndum fá að sjá nokkur mörk á báða bóga. Ef að satt reynist með Nani þá erum við án þriggja vængmanna, Valencia er tæpur og Young er frá vegna meiðsla.