Jæja, þá er stjórinn búinn að koma með sýna útgáfu af byrjunarliðinu. Skoðum hvað hann leggur til.
Lindegaard
Rafael Evans Ferdinand Evra
Nani Scholes Carrick Giggs
Kagawa
Van Persie
Bekkur: De Gea, Anderson, Rooney, Hernandez, Welbeck, Cleverley, Wootton
Jæja, ekki alveg eins og ég spáði, en samt sem áður ekkert sem kemur á óvart, nema kannski að það er smá útfærslubreyting á kerfinu. Virðast ætla að spila meira 4-4-1-1, mér lýst bara vel á það! Markverðirnir halda áfram að skiptast á, þeir gömlu halda sínum sætum, Rooney kemur ekki inn eins og ég hafði spáð (og vonað) og Nani er á sínum stað þrátt fyrir vandræði hans í vikunni. Kannski hefur Ferguson ekki aðra möguleika varðandi Nani, fyrst Valencia og Young eru meiddir, en það voru sögur á kreiki þess efnis að stjórinn hafi verið brjálaður yfir því að Nani hafi slegið Petrucci á æfingarsvæðinu í vikunni. Ef öll sú saga reynist rétt, þá er Nani ekki refsað fyrir það, allavega eins og er.
Koma svona United!!
Atli Þór says
Góðir straumar??
ellioman says
Hræðileg vörn hjá okkar mönnum þegar Spurs skoruðu. Svo er spilið ekki að blíva þessa stundina. Mikið hlakkar mig til þegar Rooney verður orðinn 100%
EDA says
Það er nú gott að Tottenham menn hafi vælt undan dómurum í þessum viðureignum. Persie hefði átt að fá víti og svo var brotið á Kagawa í teignum en aukaspyrna dæmd. Samsæri samsæri samsæri ;)
EDA says
Annars er vörnin algjörlega í bullinu í þessum leik, svo eru Giggs og Nani ekki mikið skárri. Reyndar er allt liðið að spila eins og hauslausar hænur.
ellioman says
úfff… Annað mark þar sem er bara hlaupið í gegnum vörnina. Arrrg!
DMS says
Jesús, held við hefðum betur getað sleppt því að stilla upp varnarmönnum í þessum leik – þeir eru ekki að gera neitt af viti þarna inná. Menn hörfa bara frá boltamanninum og eins og enginn þori að gera neitt. Mér finnst þessi uppstilling heldur ekki vera að virka. Inn á með Rooney í hálfleik!
Atli Þór says
United hefur engan áhuga á að vinna þennan leik.
DMS says
Vonum það besta í síðari hálfleik. Mér fannst Nani alveg eiga tilkall til vítaspyrnu þegar haldið var í hálsmálið á honum þegar hann var að reyna að komast framhjá Vertonghen. Mögulega er orðsporið ekki að hjálpa honum í svona stöðum.
Annars höfum við áður verið í svartsýnni stöðu gegn Tottenham og komið með gott comeback í síðari hálfleik. Vonandi gerir Ferguson breytingar í hálfleik og smellir allavega Rooney inn á. Mér finnst Giggs hafa týnst og menn bara almennt ekki á tánum, lélegar sendingar og ekkert flæði í spilinu. Við eigum ansi erfitt uppdráttar gegn miðju-bryndrekum eins og Sandro og Dembele. Koma svo United!!
GG says
Það gengur ekki að hafa bæði Giggs og Scholes saman á miðjunni. Anderson átti stjörnuleik á móti Newcastle. Hefði viljað sjá hann inná og Cleverley líka. Því miður er sóknin alveg bitlaus og vörnin bara ekki til. Það vantar miklu meira hungur í okkar menn. En sem United maður held ég enn í vonina um betri leik í seinni hálfleik.
Björn Friðgeir says
Lítur út fyrir að Birgir formaður Tottenham klúbbsins sé að dæma þennan leik. Tveim vítum sleppt…
Birgir - formaður Tottenhamklúbbsins says
Vill bara þakka fyrir góðan leik …… þetta var æsispennandi allt til loka – leikur sem var ekki fyrir hjartveika – líklega einn besti leikur tímabilsins so far … En það er alveg á hreinu að það áttu ekki að vera nein víti – góð dómgæsla :o) ….. karma frá síðustu helgi kannski. En gott að rjúfa þetta record ykkar, það var kominn tími á þetta alveg klárlega.
Aron says
Horfði ekki á leikinn og ánægður með það. Hefur eflaust verið mikil skemmtun í seinni hálfleik en það verður eflaust talað um einhver víti. Sumir munu þá segja víti en aðrir karma væntanlega en leiktíðin er nýhafin og við getum hefnt okkar á White Hart Lane, don’t worry (3-0 í fyrra remember en það skiptir ekki máli strax). Nú þarf að sparka skóm og henda hárblásurum til þess að hræða úr mönnum líftóruna svo þeir klikki ekki aftur í bráð. GGMU