Newcastle kemur í heimsókn til Manchester á morgun og hefst leikurinn kl. 12:45. Newcastle átti mjög góðan nóvember og var Alan Pardew valinn stjóri mánaðarins og Tim Krul leikmaður mánaðarins. Fyrir vikið er Newcastle stigi á undan United í 7.sæti. Þeir byrjuðu þó ekki desember gæfulega, töpuðu 3-0 í Swansea. Það er franska innrásin í Newcastle sem er að gera góðu hlutina þar (auðvitað fyrir utan Hollendinginn Krul, Fílabeinsstrendinginn Tiote, Senegalann Cissé og Argentínumanninn Coloccini) og leikmenn á borð við Loïc Rémy, Yohan Cabayé (sem hefur oft verið orðaður við okkur), Yoan Gouffran, Mathieu Debuchy, og Moussa Sissoko hafa allir staðið sig vel í vetur. Þannig það verður ekki mjög enskt lið sem kemur á Old Trafford!
United verður án Wayne Rooney sem er í leikbanni, óvíst er um heilsu Shinji Kagawa sem fékk einhvers konar aðsvif eftir leikinn á miðvikudag (ha? hvaða leik á miðvikudag? var leikur á miðvikudaginn?) og óvíst er um Robin van Persie.
Þannig að liðið getur litið einhvern veginn svona út:
De Gea
Rafael Evans Ferdinand Evra
Januzaj Cleverley Jones Nani
Fellaini
Chicharito
Þetta er byggt á hugmynd sem sumir hafa velt up í dag, að Fellaini hafi jú staðið sig hvað best í holunni þegar hann var að spila fyrir Everton í fyrra. Ef hann, Cleverley og Jones eru svo allir á miðjunni eru líkur á að við ættum jafnvel að geta haldið boltanum vel. Það er algerlega kominn tími á að Januzaj byrji og spili heilan leik, hann getur ekki staðið sig ver en aðrir hafa verið að spila.
Annars er fátt meira að segja akkúrat núna, þessi leikur á morgun mun segja okkur mikið, mikið meira.
Að lokum, þau sem vilja heyra ofanritaðan tjá sig á öldum ljósvakans um United geta farið hlustað á Sportrásina frá í gær, Umfjöllunin byrjar á 34:24.
Loks minni ég á verðlaunagetraun Rauðu djöflanna!
Runólfur says
Ég reikna með meiri breytingum. Evra er gjörsamlega búinn á því eftir síðustu 2 vikur og Ferdinand … ég vona að hann spili ekki allavega.
Ooog já, þessi maður: https://www.youtube.com/watch?v=0dtXDk3HchA þarf eiginlega að fá sénsnn á morgun.
Ísak Agnarsson says
Spurning með Anderson frekar en Cleverley, annars væri ég fyllilega sáttur með Cleverley ef hann væri með sjálfstraustið.
Zaha og Fabio þurfa líka séns.
Welbeck og Young þurfa ekki séns.
Þurfum einhverja í staðinn fyrir Ferdinand og Young.
Ferdinand er flottur í klefanum en svo var G.Neville líka, þeir eru bara orðnir of lélegir fyrir þetta lið og Young hefur hreinlega aldrei verið Man Utd quality.
Annars líst mér vel á þennan pistil og þetta lið :)