Liðið sem átti að reyna að bæta fyrir frammistöðuna gegn Everton leit svona út
De Gea
Rafael Vidic Evans Evra
Nani Cleverley Jones Januzaj
Hernandez Van Persie
Varamenn: Lindegaard, Ferdinand, Anderson, Valencia, Young, Zaha, Welbeck
Eftir nokkuð varfærna byrjun fór sókndjörf uppstillingin að segja til sín og United náði upp nokkrum nettum sóknum. Það hjálpaði ef til vill að Yohan Cabaye sem byrjaði leikinn mjög fyrirferðarmikill á miðjunni fékk gult spjald áður en tíu mínútur voru liðnar. Nani og Januzaj voru nokkuð nettir en þegar Newcastle fékk boltann áttu þeir frekar auðvelt með að halda honum, lítil pressa á þá á miðjunni frá Jones og Cleverley. Jones tók sig þó á og var farinn að tækla grimmúðlega út um alla miðju. Þó ekki jafn oft og stíft og Newcastle sem sannarlega létu finna fyrir sér.
Debuchy fékk bestu færi hálfleiksins undir lokin þegar hann fékk fyrst sendingu í gegn en David De Gea varði auðvitað skot hans. Vel gert hjá De Gea, færið reyndar þröngt. De Gea varði svo skalla frá Debuchy á síðustu sekúndum hálfleiksins.
Bestu menn United í hálfleiknum voru Januzaj og Hernandez. Ekki nógu mikið að koma úr miðjunni og Van Persie var varla inni í leiknum, spilaði fyrir aftan Chicharito og hafði lítil áhrif á leikinn.
Í upphafi seinni hálfleiks kom Van Persie samt með prýðilega langa sendingu inn á Chicharito sem hitti á Krul þannig að ekkert varð úr því. Næstu mínúturnar á eftir gerði United harða hríð að marki Newcastle, hefðu getað fengið víti þegar boltinn fór í hendi Anita eftir skalla Evra eftir horn. Önnur færi í þessari hrinu voru þó ekki nema hálffæri. Newcastle hefur hins vegar verið að skora úr hraðaupphlaupum í vetur og settu hann úr einu slíku eftir klukkutíma leik. Sissoko komst framhjá Evra eftir að skalli Evra fór í hann, fór uppað teig gaf út á Cabaye og skot hans fór í Vidic og rétt framhjá hendi de Gea.
Þar með var þetta eiginlega búið. Moyes reyndi að breyta einhverju með að senda inn Zaha fyrir Nani, Anderson fyrir Cleverley og loks Valencia fyrir Rafael. Allt kom fyrir ekki, það varð engin barátta og ekki neitt. Van Persie reyndar skallaði í netið en var rangstæður
Hrun liðsins heldur áfram. Það koma þrír leikmenn út úr þessum leik með eitthvað kredit, Januzaj, Chicharito og de Gea, restin var á hælunum.
Það er fyrst og fremst augljóst í þessum leik að við eigum ekki séns á miðjunni. Newcastle var að spila gríðarlega vel, mikil pressa og þrír á miðjunni sem voru gersamlega með öll tök. Eina skiptið sem eitthvað gerðist hjá okkur var þegar menn fóru upp kantana, miðjan gaf ekkert.
Burtséð frá allri umræðu um þjálfarann þá hljótum við að skoða hversu skelfilegt það er að vera með einn almennilegan miðjumann og hrynja gjörsamlega þegar hann er ekki með. Fjárfestingarleysi síðustu ár er núna loksins að koma gríðarlega í bakið á okkur og ekki hjálpaði skelfilegt kaupasumar. Þegar við erum með Carrick á miðjunni, Rooney og Van Persie alla góða, þá höfum við átt séns. Án þeirra er þetta ekki neitt neitt.
En hvað svo sem líður þeirri skoðun minni að Moyes eigi að fá tíma, og að eigendurnir hafi ætlað honum tíma, þá er samt ekki hægt að horfa framhjá því að svona spilamennska og frammistaða mun á endanum setja of mikla pressu á eigendurnar. Það er líka þannig að ef reka á stjóra þarf að ráða stjóra. Og jafnvel þó ég vildi reka Moyes, sé ég ekki hvar við eigum að fá almennilegan stjóra.
Að lokum er rétt að benda á eitt ljós í myrkrinu. Það er ólíklegt að við föllum, en það hefur hins vegar einu meistaraliði tekist. Hvaða liði? Jú, hverjum öðrum en okkar ástkæru grönnum, Manchester City.
Egill says
Þetta er ekki rétt lið, Anderson er víst á bekknum en Cleverley byrjar
Heiðar says
Anderson bæði í byrjunarliðinu og á bekknum ?
Egill says
Af hverju fæ ég upp: Your comment is awaiting moderation.???
Ingvar says
Clev er með Jones á miðjunni
Björn Friðgeir says
Anderson er orðinn svo breiður að hann kemst bæði í liðið og á bekkinn
Tómas G says
Sitja fellaini inná fyrir Van persie.. Hafa hann í holunni.. Erum að sitja marga bolta fram en þeir skalla allt frá og RVP er þvi miður meiddur
Runólfur says
Skrýtið byrjunarlið. Mér finnst ótrúlegt að Evra spili þennan leik miðað við álagið á honum undanfarið. Og 4-4-2 með Jones og Cleverley saman á miðjunni er hrottalegt combo.
DMS says
Verð nú bara að segja fyrir mitt leyti að mér finnst asnalegt að stórt lið eins og Man Utd þurfi í sífellu að nota miðvörð sem miðjumann….
….oooog staðan er 0-1 fyrir Newcastle. Frábært.
Snobb says
Djö… það jákvæða er að sennilega verður ruslið rekið
Kv. Pollyana
Jóhann says
Senda þjálvarateimið burt alt á niðurleið síðan þeir komu
Runólfur says
Er að íhuga að stofna áhugamannahóp um Boccia. Einhverjir klárir ? Þessi fótbolti er ekkert spennandi hvort eð er.
Bósi says
Get aldrei kvartað ef liðið spilar og stendur sig vel, en svona frammistaða eyðinleggur heilu vikurnar fyrir manni….
ellioman says
Runólfur skrifaði:
Sign me up!
Snobb says
https://twitter.com/IsMoyesOutYet
Það sem þar að vita um liðið næstu daga er hér að finna
DMS says
Það var alltaf vitað að þetta yrði erfitt season fyrir Moyes, en fjandinn hafi það – með þessu áframhaldi þá náum við ekki meistaradeildarsæti. Markmiðið var topp 4 en ég er ekki að sjá það gerast með svona spilamennsku. Ég held að enginn Man Utd maður hefði gert kröfu um að verja titilinn á fyrsta seasoni.
Ég er farinn að halda að Moyes sé of gamaldags og fastur í sínum aðferðum. Ferguson aðlagaði sig alltaf að tíðarandanum en ég hef á tilfinningunni að Moyes sé fastur í aðferðum sem virkuðu hjá Everton en ganga ekki upp hjá stórliðið eins og United. Ekki hjálpar honum að allt þjálfaralið United hvarf á braut eftir brotthvarf Ferguson, þeir hefðu getað leiðbeint honum eitthvað. Ferdinand talar núna um að hann eigi erfitt með að venjast því hvað Moyes tilkynnir byrjunarliðið seint.
Ég verð þó að viðurkenna að ég vorkenni Moyes aðeins. Hann fékk ekki þann stuðning sem hann þurfi í sumar til að bæta við hópinn. Sennilega fáum við aldrei að vita með fullri vissu hvað gekk á bak við tjöldin, en það var alveg ljóst að Fellaini var aldrei fyrsti kostur. Ég held að janúarglugginn muni ekki henta okkur neitt sérstaklega vel, liðin vilja ekki missa sína leikmenn á miðju seasoni og að auki hækkar verðið þegar United sýnir áhuga – sérstaklega núna þegar United verða „desperate“ á að bæta við hópinn í ljósi stöðunnar.
Ég vona að við þraukum út þetta season og náum meistaradeildarsæti. Það þýðir lítið að reka stjórann ef það er enginn annar sem gæti tekið við. Mér dettur fyrst í hug Solskjær sem hefur verið að gera það gott með Molde og stóð sig feykilega vel með varalið United.
http://www.mbl.is/sport/fotbolti/2013/12/04/solskjaer_faer_frest_til_jola/
Annars væri draumastjórinn minn Jurgen Klopp…og hann mætti alveg taka með sér Reus og Gundogan.
Siggi P says
Crisis? What crisis? Þetta er miklu meira en bara kreppa. Það er allt brotið í undirstöðunni.
Þegar Ferguson bað aðdáendur um að sýna smá biðlund og gefa Moyes sjéns gerði ég þær væntingar að líklegast myndi deildin ekki vinnanst, en 4. sætið ætti að vera raunhæft og 3. sætið mögulegt. Kannski einn bikar og 8 liða úrslit í CL. Eftir Arsenal leikinn hélt ég að þetta væri að koma og markmiðunum yrði náð. Eftir það hefur ekkert gengið í deildinni og nú veit ég hvernig Liverpool mönnum hefur liðið í mörg ár: Desember og ekkert eftir að spila um í deildinni
Kannski heldur harkalegt, en það verður erfitt að ná jafnvel Evrópusæti úr þessu. Það er eitthvað meira en lítið að í samskiptum milli þjálfara og leikmanna. Sögur um að RvP vilji komast burt eru ekki til að hjálpa við það. Ef Moyes er búinn að missa hópinn er hægt að gefa honum allan þann tíma sem til er en hann mun aldrei ná neinu með þetta lið. Bæði er erfitt að fá nýja menn í hópinn þegar sögur eru um leiðinlegan móral og erfið samskipti milli leikmanna, og svo hitt, að þeir sem koma gætu sjálfir strax fallið í sömu gryfju og ekki performað. Er það kannski málið með Fallaini?
Ég tel að megin skýringin á þessum kerfisvanda sé í þessum stjóraskiptum. Hún var óvænt og varla vel skipulögð. Leikmenn voru ekki hafðir með í ferlinu, lásu jafnvel um þetta í blöðunum og á Twitter. Ekki er hugsað fyrir því að nýr þjálfari þekki liðið eða hvernig hlutirnir gangi fyrir sig og svo eru leikmannakaup algjört klúður. Loks er gerð þessi tilkynning um að gefa nýja stjóranum svigrúm, aðallega fyrir aðdáendurnar. En hvað gerir það fyrir leikmennina? Nú, það er engin krafa á þeim að vinna deildina og þar með ekki krafa um að leggja sig allan fram, eða hvað? Það er ekki góð mótivering fyrir leiki.
United menn voru vanir að stjórinn réði öllu, enginn stærri en klúbburinn og menn látnir fara ef þeir spiluðu ekki með. Nú mætti halda að þeir hafi frjálst spil, vitandi það að þeim verður varla fórnað því klúbburinn hefur bara ekki efni á því að láta neinn fara. Moyes hefur greinilega enga stjórn á stöðunni. Það hlýtur eitthvað að láta undan og það fyrr en flestir áttu von á. Vill einhver veðja að Neville bræður taka við eftir jól?
guðjón says
Moyes út! Hann er greinilega búinn að tapa bekknum og virðist heldur ekki hafa neinn sans fyrir skástu liðsuppstillingunni (það er ekki til nein góð uppstilling með svona slaka leikmenn!). Welbeck á vinstri væng um daginn og Jones, sem er nagli og góður í návígum en slakur í sendingum, inni á miðvsæðinu í dag! Hvað næst? Anderson í markið?
Kristjans says
When it rains it pours…
Ég held að það líka verið vont að David Gill skyldi stíga niður og maður án reynslu kom í hans stað. Hefði verið gott fyrir Moyes að hafa Gill sér við hlið í sumar. Mjög slæmt að Ferguson og Gill skyldu báðir hætta á sama tíma. Það gekk á í sumar hvað leikmannamál varðar var brandara líkast og á ekki að líðast hjá klúbbi sem þessum.
Og ég held að það sé lítið að fara gerast í janúarglugganum, því miður…
Scott hjá RM hitti naglann hér á höfuðið eftir tapið gegn Everton:
„This squad isn’t good enough to win the title, not without Sir Alex Ferguson at least, and it’s criminal that wasn’t addressed in the summer. We need huge buys in January, at overinflated prices, to save our season. But you have to wonder how many top players are going to want to move clubs and worse, move leagues, half way through the season, just a few months before the World Cup. It’s getting worrying now though. Looks like we’ll just have to sit tight this season, get in the top 4, then hope that proper signings in the summer can fix things.“
Ég er farinn að óttast það versta… Að liðið nái ekki í CL sæti og Rooney fari fram á sölu eftir HM!
Gummi Kr says
Það er orðið endanlega ljóst að Moyes er ekki rétti maðurinn í starfið og var ég reyndar búinn að átta mig á því svona ca viku áður en þéir réðu hann, Í fyrsta lagi er hann gjörsamlega hugmyndalaus svo eyðir hann tæpum 28 millum í mann sem kæmist ekki í liðið hjá Derby, hann er búinn að tapa klefanum þegar menn eins og Ferdinand eru farnir að gagnrína hann opinberlega „sæi það gerast hjá Ferguson“ svo er það eina sem hann talar um er að við verðum að halda áfram á sömu braut, sem þýðir væntanlega að tapa næsta leik. Það er ljóst að með Moyes sem stjóra getum við gleymt öllum hugmyndum um kaup á alvöru leikmönnum held að þeir séu fáir sem hafa áhuga á að spila undir stjórn manns sem hefur ekki afrekað neitt á 11 ára ferli sem úrvalsdeildar þjálfari. Svo er það rúsínan ,að losa sig við allt teymið sem var fyrir og ráða einhverja trúða sem eru misgáfulegir og fer þar fremstur Phil Neville sem hefur ekki einu sinni þjálfað 5 flokk áður. Það er allavega ljóst að þessi maður verður rekinn áður en klukkan slær 09:00 staðfest.
Karl Garðarsa says
Þetta er geðveikt! :)
Ég vil þakka Ferguson fyrir stórkostlegan tíma í starfi. Ég er glaður og þakklátur fyrir að hafa upplifað svona mikla velgengni liðsins míns. Vona að svipaður tími komi einhvern tíma aftur þó að ég efist innst inni um það. GGMU!
P.s af hverju þarf púllurum akkúrat að ganga vel þegar okkur gengur illa :-/
Björn Friðgeir says
Gummi Kr: „Kæmist ekki í liðið hjá Derby“. Fellaini er búinn að vera besti maður hjá Everton í mörg ár. Þú getur ekki sagt svona, þó það sé gaman að hrauna yfir allt og alla.
Hannes says
Velti því fyrir mér hvort að Giggs sem er nú í þjálfarateyminu geti ekki pikkað í Moyes og sagt heyrðu kallinn minn þú ert að gera þvílika vitleysu hérna , ferguson gerði þetta ekki svona.
Okkur vantar djúpan miðjumann , það sást í dag þegar cabaye sem spilar CAM fékk frjálst hlaup inn í teignn , Cleverley nennti ekki allavegana að elta hann. En það vantar svo mikið meira og margir miðlungsleikmenn sem þurfa að fara.
Hérna er góð grein – http://www.unitedrant.co.uk/latest/six-months-and-its-all-crap-ta-ra-moyes/
Leikmenn hafa enga trú á Moyes og eru bara áhugalausir inná vellinum, alltaf ef að United hafði lent undir (meira að segja seint í leikjum) þá hafði ég trú á þeir myndu jafna og jafnvel vinna. Tek dæmi Southampton away leikinn í fyrra. En núna í síðustu tveimur leikjum vorum ekki líklegir til þess að jafna gegn newcastle og everton.
Því miður þá held ég að ef Moyes heldur starfinu og verslar ekkert merkilegt í janúar þá verður enginn meistaradeild hjá okkur næsta tímabil. Er ansi hræddur um að þetta sé skuggalega svipað dæmi og þegar Roy Hodgson dró Liverpool djúpt í skít.
Hannes says
Velti því fyrir mér hvort að Giggs sem er nú í þjálfarateyminu geti ekki pikkað í Moyes og sagt heyrðu kallinn minn þú ert að gera þvílika vitleysu hérna , ferguson gerði þetta ekki svona.
Okkur vantar djúpan miðjumann , það sást í dag þegar cabaye sem spilar CAM fékk frjálst hlaup inn í teignn , Cleverley nennti ekki allavegana að elta hann. En það vantar svo mikið meira og margir miðlungsleikmenn sem þurfa að fara.
Hérna er góð grein – http://www.unitedrant.co.uk/latest/six-months-and-its-all-crap-ta-ra-moyes/
Leikmenn hafa enga trú á Moyes og eru bara áhugalausir inná vellinum, alltaf ef að United hafði lent undir (meira að segja seint í leikjum) þá hafði ég trú á þeir myndu jafna og jafnvel vinna. Tek dæmi Southampton away leikinn í fyrra. En núna í síðustu tveimur leikjum vorum ekki líklegir til þess að jafna gegn newcastle og everton.
Því miður þá held ég að ef Moyes heldur starfinu og verslar ekkert merkilegt í janúar þá verður enginn meistaradeild hjá okkur næsta tímabil. Er ansi hræddur um að þetta sé skuggalega svipað dæmi og þegar Roy Hodgson dró Liverpool djúpt í skít.
Hjálmar says
Nokkrir punktar:
*Menn tala um Ferguson faktorinn, þ.e. að liðið er kannski ekki eins gott sem hann skildi eftir sig en hann náði að hýfa það upp. Segjum að það sé raunin og margir kalla „Moyes burt“ og fá nýjann mann. Sá maður mun alltaf þurfa að byggja upp nýtt lið og ef það er ekki að ganga nógu vel á þá að reka þann mann og fá nýjann?
*Ég er smá smeikur við að Moyes sé að láta pressuna fara með sig, t.d. eftir Everton leikinn og hann hafi verið að „rífast“ við stuðningsmenn Everton (segja sögunnar) og síðan í dag að hann vildi ekki taka Persie af velli út af þá yrðu stuðningsmenn brjálaðir.
Tvennt í þessu að mínu mati: Hann þarf að halda kúlinu og taka ákvarðanir sem hann telur bestar þótt þær séu erfiðar eða óvinsælar!
*United er inni í öllum keppnum og hafa gert vel í CL. Síðustu tveir leikir hafa ekkert verið ómögulegir, 4 stangaskot og töluvert betri aðilinn. Á þessum tímapunkti eru hlutirnir ekki að detta með liðinu og það er eitthvað púsl sem er að smella saman.
DMS says
Þetta slær mig aðeins:
„Baulað var á Moyes öðru sinni í sömu vikunni er hann gekk af velli á Old Trafford í gær en hann vill ekki meina að dapurt gengi United sé vegna þess að hann hafi breytt sigurformúlu Sir Alex Fergusons hjá félaginu of mikið.
„Breytt henni? Ég held ég hafi ekki breytt neinu. Þetta eru sömu leikmennirnir. Ég keypti einn leikmann, eitthvað sem ég hefði alltaf gert. Þetta er í raun sama liðið nema ég tók Adnan Januzaj inn í liðið. Þetta eru sömu leikmennirnir og unnu úrvalsdeildina á síðustu leiktíð,“ sagði David Moyes“
Er þetta ekki vandamálið? Hann breytir ekki neinu. Ferguson komst upp með að kreista það besta úr meðalmönnum oft á tíðum. Moyes þarf að gera breytingar. Hann þarf að styrkja miðjuna og ég reyndar hef smá samúð með honum hvað það varðar – kannski ekki honum beint að kenna að sumarið klúðraðist á markaðnum. En það er á hreinu að breytinga er þörf, það er ekkert hægt að ætla að gera allt eins og Ferguson gerði.
Ég held líka að fear factorinn sem leikmenn höfðu í garð Fergie sé ekki til staðar hjá Moyes. Þú þarft að vera stórt egó, með sjálfstraust og standa við þínar eigin ákvarðanir ef þú ætlar að ná stjórn á klefa sem inniheldur leikmenn sem eru sjálfir með stórt egó og halda að þeir viti allt best sjálfir. Það þýðir lítið að koma inn og ætla að apa allt upp eftir Fergie án þess að vera með egóið og sjálfstraustið í það.
En vonandi fara hlutirnir að detta með okkur. Það má líka ekki gleyma því að við höfum ekki haft heppnina með okkur undanfarið, ótrúlegt að liðið hafi ekki skorað gegn Everton og með smá heppni gegn Newcastle hefðum við átt að fá víti þegar boltinn fór stöngina og svo í höndina á leikmanni Newcastle sem stóð á marklínunni.
Ensku fjölmiðlarnir eru hinsvegar að elska þetta, snjóboltinn heldur áfram að rúlla og stækka og pressan á Moyes eykst enn frekar. Allskonar kjaftæði fer líka á kreik, eins gamall fylliraftur frá Liverpool hélt því fram að Persie hefði farið fram á sölu…sennilega bara til að strá salti í opið sár hjá United.
Gummi Kr says
Fellaini var fínn hjá Everton en það er ekki ávísun á að hann hafi geta eitthvað hjá okkur, enda er það að sína sig þegar hann er annhvort á beknum eða uppí stúku.
Ilkay says
Ég missti sem betur fer af þessum leik, efast um að ég nenni að horfa á fleiri leiki með þeim. Þetta djobb virðist vera Moyes ofvaxið.. En þetta er svosem bara framhald af því sem hefur verið að gerast undanfarin ár.. Liðið hefur í fullri hreinskilni sagt ekki verið þekkt fyrir merkilegan fótbolta en þó var einn maður sem náði alltaf að maxa..og úrslit og árangur eftir því…. Gamli SAF.
Ég sé ekki neina lausn í sjónmáli, nema það að hreinsa til í leikmannamálum og það verður varla gert í einhverjum janúarglugga á hálfu seasoni.. Hvaða lið vilja missa topp leikmenn í Janúar? Nema við séum að horfa til miðlungsleikmanna miðlungsliða sem eru ekki í baráttu í Meistaradeild.. Ekki nema stefnan sé hreinlega sú að verða miðlungslið..
Þannig virðist miðlungs-Moyes vera ágætis starfskraftur. Hann fær örugglega allan þann tíma sem til þarf, en meðan þetta er svona skemmtilega miðlungs allt saman..þá finnur maður sér bara eitthvað betra að gera en að horfa á leiðinlegan fótbolta.
Hanni says
Það var nú Ferguson sem klúðraði þessum málum….. http://football-italia.net/42438/pogba-2013-was-golden-year Mikið gæti Moyes notað þennan dreng núna. Annars sýnist mér að við hefðum betur farið beint til Wigan og fengið stjórann þeirra. Hann er líka að láta Moyes kallinn líta illa út með því að láta Everton spila betur en nokkru sinni fyrr (allavega síðan Premiershipið byrjaði). Held líka að Ferguson hafi áttað sig á því að nú væri góður tími til hætta því það væru nokkrar alvarlegar holur í þessu liði.
Það breytir því samt ekki að nokkrir góðir leikmenn virðast hafa alveg gleymt því hvað þeir eru góðir.
Það má ekki heldur gleyma því að tapa næsta leik gæti reynst dýrkeypt. Kíkið á hvaða lið eru að vinna riðlana í CL. Líst ekki á að lenda í neinu þeirra. Desember kemur til með að segja okkur hvort við eigum möguleika á CL-sæti eða ekki. Næstu fimm leikir í deildinni þurfa a.m.k. skila 10-12 stigum. Í fyrra hefði maður sagt að þetta væru allt leikir sem ættu að vinnast en í dag þá er reyndin önnur. Ef við náum ekki allavega 10-12 stigum þá erum við að tala um 7-11 sæti gæti orðið að raunveruleika.
Eins finnst manni alveg eins líklegt að það gætu þá orðið einhver kjánaleg ,,panic-buys“ í janúar sem myndu svo leyða til enn meiri vitleysu eftir áramótin.
Verð að segja að ég væri alveg tilbúinn að afskrifa þetta tímabil ef maður sæi eitthvað plan í gangi, t.d. ungt lið að koma í gegn eða það væri verið að vinna í breytingu á fótboltastefnu (eins og Rogers er að gera hjá Liverpool), en staðreyndin er sú að það er bara ekkert í gangi. Andleysi og hugmyndaleysi eru tvö orð sem mér detta í hug ef ég þyrfti að lýsa ManUtd þessa dagana.
ok says
Slökum nú aðeins á, við erum í lægð en það var líka alltaf vitað að þetta yrði erfitt tímabil undir nýjum stjóra. Sama hver það hefði verið.
Ekki hefði ég frekar viljað mann sem var búinn stýra liði í fallbaráttu 2-3 ár í röð og mistókst loks í fyrra. Það má vera að Everton séu að spila betri bolta en við núna, en ég er alveg viss um að það muni breytast. Það er jú nóg eftir af tímabilinu!
Það er líka alveg klárt mál að Fellaini var ekki fyrsti kostur Moyes því þá hefði hann verið keyptur fyrr þegar hann hefði fengist ódýrari. Að mínu mati er hann ekki nógu góður fyrir ManUtd en ég treysti Moyes alveg fyrir þessum málum, alveg eins og SAF gerði. Það virðast því miður allir vera búnir að gleyma því sem hann sagði í lokaræðu sinni á OT…
Þið getið vælt eins og þið viljið en Moyes er ekki að fara neitt í bráð.
Hanni says
@ ok:
Það getur vel verið að Moeys rétti úr kútnum og þetta fari að lagast hjá Utd eftir áramótin en lið sem er stjórnað af David Moyes kemur ALDREI til með að spila skemmtilegri fótbolta en lið sem er stjórnað af Roberto Martinez. Ekki misskilja mig það má vel vera að ManUtd fari upp fyrir Everton í deildinni og satt best að segja ef borinn er saman fjárhagurinn þá ætti ManUtd að enda flest tímabil fyrir ofan Everton. Munurinn á karakter liða hjá Martinez og Moyes er gjörólíkur. Martinez vill frekar spila skemmtilegan bolta og tapa heldur en spila leiðinlegan bolta og vinna. Moeys vill að liðin sín séu ,,solid“, skipulögð og samkvæmt því sem maður hefur lesið um Moyes þá virðist hann vera meira ,,reactionary“ þjálfari. (þið verðið að afsaka ensku sletturnar. Ps. Ef þú skoðar sögu Wigan og hvaða pening þeir hafa á milli handana þá er kraftaverk að Martinez hafi haldið þeim upp eins lengi og hann gerði.)