Hér er það áhugaverðasta sem við lásum í þessari viku:
- Beautifully Red sýnir okkur það fallegasta úr leik United gegn Newcastle
- Gary Neville líkir Rooney við Roy Keane, Bryan Robson, Steven Gerrard og Tony Adams
- Ferill Ravel Morrison virðist vera á hraðri niðurleið eftir að hann var seldur frá United. Nú vill Birmingham rifta lánssamingnum sem gerður var við hann og West Ham.
- Myndir af Ashley Young og stuðningsmönnum á leik United gegn Newcastle
- Graham Poll vill búa til sérstaka nefnd sem fer yfir umdeild atriði eftir leiki
- Can They Score með fína grein um Cleverley og mikilvægi hans fyrir United
- John Brewin veltir fyrir sér hvort Rooney eigi framvegis að spila á miðjunni
- Can They Score hrósar varnarmönnum United eftir leikinn gegn Newcastle
siggi United maður says
Maður að mínum smekk þessi Ellioman. Er að lesa gæðastöff, og er góður penni. Þessi síða er líka mun málefnalegri en aðrar íslenskar United síður. Ég vona jafn mikið að það haldist þannig, og að ég sjái öruggan sigur United gegn Sunderland í Des, þegar ég og konan förum í pílagrímsferðina á völlinn. Best að fara að hringja í vin minn Unnþórsson í DK og rifja upp alla söngvana.
ellioman says
@siggi United maður
Þakka þér, það er akkurat takmarkið okkar hérna.
Ánægjulegt að sjá fólk meta þetta, við ætlum okkar að halda þessu áfram í laaangan tíma :)
Endilega hringdu svo bara og ég skal hjálpa þér með söngvana!
Friðrik says
Spurning um að vera klókur í viðskiptum sir alex, hvernig væri að bjóða hernandez + 19 milljonir punda í Falcao ?
McNissi says
@Friðrik
Já það verður sko hart barist um Falcao. Nokkuð ljóst að hann hefur ekkert að gera í City, þar sem þeir hafa of marga strikera. Talað er um að Roman sé búinn að bjóða honum hálfan heiminn.
Hefði ekkert á móti því að prófa að bjóða Nani og Hernandez í slétt skipti fyrir hann.
úlli says
Ég held að við séum nú ekkert að fara að eltast við Falcao. Í rauninni vita allir að Chelsea og City eru einu möguleikarnir fyrir utan spænsku risana. Auk þess er sóknin ekki okkar brýnasta áhyggjuefni.
Jón says
Sóknin er alveg nógu sterk eins og er, held að það væri sniðugur leikur hjá Fergie að reyna fá Hummels í vörnina við hlið vidic og jafnvel að fá miðjumann eins og t.d. Moutinho. En annars myndi maður ekki slá hendinni á móti Falcao.
siggi United maður says
@Jón: Hummels er svo mikið gæjinn sem við þurfum að fá. 23 ára, með þvílíkar staðsetningar og sendingagetu á heimsmælikvarða. Þessi gæji er ekkert djók, ef fergie borgaði 28 millur fyrir Rio, þá er engin spurning að hann á að borga það sama fyrir Hummels. Efnilegasti miðvörður jarðarinnar í dag.
Guðmundur says
ég veit ekki alveg hvort hummels sé málið..
ekki misskilja mig, mér finnst hann alveg rosalega góður..Eeen eina vandamálið hjá okkur í vörninni í dag eru meiðslin, ef allir væri heilir, þá erum við með, Vidic, Ferdinand, Smalling, Jones og Evans..þurfum við annann miðvörð? og Hummels er of dýr til þess að kaupa bara því nokkrir eru meiddir..
eina staðan hjá united sem ég væri til í að styrkja væru kantarnir..þeas. ef hann ætlar ekki að spila þessa tígulmiðju alltaf..
Nani er bara ekki maður sem hægt er að treysta á, en hann er samt ótrúlega hæfileikaríkur, Young meiðist reglulega, En Valencia er ótrúlega solid svona í flestum leikjum.
Ásgeir says
þurfum miðvörð… það þíðir ekkert bara að bíða og bíða eftir mönnum úr meiðslum og síðan detta þeir í meiðsli strax aftur… búnir að vera í veseni með meiðsli hjá miðvörðum síðan byrjun seinasta tímabils. og ef við fáum hummel þá þíðir það að ferdinand dettur aftar í goggunar röðina en ég hef ekkert á móti því.. hann á ekki mörg ár eftir. en hummel á allavegna 10 ár eftir.
Aron says
Eru það ekki Vidic og Ferdinand sem meiðast oftast af þeim öllum fimm? Smalling, Evans og Jones voru nú ekki mikið frá á síðasta tímabili minnir mig, vandamálið er að þeir eru ekki í Vidic klassa og enginn af þeim þremur (Evans, Jones og Smalling) mynda jafn gott par og Vidic og Ferdinand voru á sínum tíma. En þeir hafa nú kannski ekki fengið tækifæri til þess með þá gömlu enn í liðinu. Evans er að stíga upp en ég hafði alltaf trú á því að Smalling og Jones yrðu eitt besta miðvarðarpar Englands (og vonandi heimsins seinna meir) því þeir væru líklegastir til þess að spila saman fyrir enska landsliðið einnig. En við sjáum hvað setur.