Þegar liðsuppstilling kom sást að blása átti til sóknar gegn Stoke. Van Persie, Rooney og Welbeck allir í liðinu, Valencia eini ekta kantmaðurinn og Scholes og Carrick á miðjunni.
United byrjaði nokkuð betur og átti gott spil, en sköpuðu ekki mikið. Ein af fyrstu sóknum Stoke gaf hins vegar aukaspyrnu næstum úti við hornfána eftir klaufalegt brot Scholes. Charlie Adam tók aukapyrnuna, góð fyrirgjöf inn í teig og þar kom Wayne Rooney og skoraði sjálfsmark með góðum skalla af markteig. Gjörsamlega óverjandi fyrir de Gea. Hrikalega slysaleg byrjun.
Ekki mátti miklu muna rétt um mínútu síðar þegar Adam tók skot að marki utan að kanti og de Gea sem hafði búist við fyrirgjöfinni og var aðeins illa staðsettur mátti hafa sig allan við til að verja boltann í horn. Næstu mínúturnar á eftir voru Stoke ferskari, héldu boltanum vel milli þess sem þeir pumpuðu fram. Spil United var á tíðum snyrtilegt en vantaði lokahnykkinn gegn þéttri vörn Stoke þar sem allt liðið bakkaði vel, flestir inni í teig. Síðan De Gea þurfti aftur að bjarga vel eftir flotta sókn Stoke og skot, og sýndi enn og aftur að af markvörðunum okkar tveimur hefur hann betri viðbrögð þegar að því kemur að taka skotin.
Loksins náðu United menn þó að brjóta gat á vegg Stoke. Evra kom upp að teignum, stakk út á Van Persie á kantinum sem smellti frábærri sendingu inn á teiginn þar sem Wayne Rooney kom á ferðinni og komst milli tveggja varnarmann og skoraði með fallegum skalla.
United hélt boltanum mun meira eftir markið og sama mynstur hélst, Stoke dró sig allaleið aftur að teig en United reyndi að prjóna sig í gegnum vörnina með samspili. Scholes var næstum kominn í gegn á 39. mínútu en vörnin náði að blokka og mínútu síðar átti Welbeck glæsilegt skot utan teigs sem sleikti ofanverða slána.
En enn og aftur náðu United að brjóta sér leið í gegn. Valencia fékk sendingu frá Scholes út á kantinn, hann gaf sér góðan tíma og á meðan kom Robin van Persie sér fyrir gjörsamlega óvaldaður á markteigshorninu nær og þegar sendingin frá Valencia kom milli fóta varnarmanns stýrði Van Persie boltanum fallega í netið. Þarna var vörn Stoke gersamlega sofandi á verðinum gagnvart eitraðasta sóknarmanni deildarinnar. Áttunda mark Van Persie í haust, og fyrsta sem hann skorar á Stretford End.
Það kom nokkuð á óvart að sjá Scholes koma inn á í seinni hálfleikinn. Hann var á gulu spjaldi eftir klassíska Paul Scholes tæklingu aftanfrá langt frá bolta og rétt fyrir hlé tók hann svipað spark í Stoke leikmann sem hefði alveg mátt gefa gult fyrir. Að öðru leyti var hann enn á ný að sýna snilldarleik á miðjunni
Það var síðan ekki liðin mínúta af seinni hálfleik þegar Wayne Rooney gaf frábæra sendingu af hægri kantinum og Danny Welbeck stakk fram sér milli tveggja varnarmanna og skoraði með dýfuskalla. Frábær byrjun. United hélt áfram sóknum og tveim mínútum síðar varði Begovic glæsilega skalla frá Jonny Evans. Welbeck hefði síðan átt að gera betur þegar hann fékk stungu frá Van Persie en gat ekki hrist af sér varnarmennina og missti boltann. United hélt áfram að pressa en ótrúlegt nokk náðu Stoke að minnka muninn. Michael Kightly hljóp upp allan völlinn, var heppinn þegar boltinn fór í hælinn á Rio, aftur af Kightly sem náði honum aftur, komst inn í teig og skoraði með góðu skoti. Hrikalegt fyrir vörnina að fá svona mark á sig.
En United héldu áfram og enn einu sinni skoraði United eftir horn. Boltinn skoppaði fram og til baka við markteiginn eftir horn Van Persie á 65. mínútu og endað hjá Rooney á fjærstöng. Hann afgreiddi boltann örugglega og aftur var komin tveggja marka forysta. Ekki hægt að segja annað en að vörn Stoke hafi verið í tómu tjóni og ekki í fyrsta skipti í leiknum. Sjötta mark United eftir horn á tímabilinu, það er af sem áður var þegar við skoruðum aldrei úr hornum.
Skiptingarnar hjá United voru frekar einfaldar, Anderson inn fyrir Scholes snemma í hálfleiknum, sem við var að búast, Nani fyrir Valencia og loksins kom Chicharito inn fyrir Welbeck sem hafði staðið sig þokkalega en sóað einum þrem færum sem hefði verið hægt að gera eitthvað úr.
Fjórða markið drap nokkuð niður leikinn, United róaði þetta niður og einbeitti sér að því að hleypa ekki Stoke aftur í leikinn, þannig að sóknum fækkaði all verulega.
Allt í allt ágætissigur. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru ekki vænlegar en um leið og United tóku völdin og fóru að sækja meira kom þetta allt. Það spillir ekki fyrir þegar þarf að brjóta niður varnir að hafa Rooney og Van Persie í liðinu og þeir skiluðu sínu. Vörn Stoke hjálpaði reyndar aðeins til við það.
Áfram er það áhyggjuefni að við erum að fá of mikið af mörkum á okkur og ekki er það afsökun að vörnin sé síbreytanleg. Vissulega söknum við Vidic en þetta er samt ekki nógu gott. Það er eflaust ekki að hjálpa að markmannsstaðan er enn ekki ákveðin.
Magnús Axelsson says
Flottur sigur:)
sveinbjorn says
Var að fíla framherjana okkar í tætlur í þessum leik, ekki vel gert hjá vörninni í seinna marki Stoke, en maður sér að United er að innleiða barca tæknina með því að hafa langt bil á milli center back-ana þegar markmaðurinn er að fara að spila honum út. Rooney óheppinn með sjálfsmarkið.. Annars fínn leikur og vonandi að við tökum næsta leik með trompi.
Og já, svo stendur á síðunni að næsti leikur okkar er á móti Galatasary korter í átta á eftir, finnst það smá spes ;)
ellioman says
Maður var ekki par sáttur í byrjun þegar Stoke yfirspiluðu okkar menn. Var líka brjálaður að fyrirliðinn minn í Fantasy skyldi skora sjálfsmark! Ótrúlegt miðað við hversu frábær leikmaður Scholes hefur verið, að hann skyldi ekki fatta það að aukaspyrna við vítateiginn gegn *beep* Stoke er ekki góð ákvörðun! Tala nú ekki um þessar klaufalegu aukaspyrnur sem hefðu getað rekið hann af velli.
En þvílíkt komebakk hjá Rooney. Ánægður að sjá samspil milli hans og RVP smella saman eins og sást í fyrsta marki United. Frábær sending frá RVP og flottur skalli. Var einnig ánægður að sjá Welbeck skora þrátt fyrir að klúðra mörgum færum. Held hann þurfi bara aðeins meira sjálfstraust og þá fer allt að smella.
Ég er hinsvegar hræddur um að Carrick / Scholes kombóið fari að renna undir lok. Finnst að Cleverley megi fá stöðuhækkun og vera reglulega á miðjunni í stað þess að hoppa inn og út.
Nú er bara að halda De Gea í markinu og hætta fá sig klaufaleg mörk í byrjun sem koma liðinu loksins í gírinn. Næst er það Sporting Braga og stórleikur gegn Chelsea á útivelli. Það gengur ekki að missa Chelsea of langt frá sér og verða því að koma sprækir inn í þann leik.
Björn Friðgeir says
Sveinbjörn: Já, vissirðu það ekki? Upphitunin er að detta inn! Þetta er sko framtíðin, tveir United leikir á dag!!
Takk fyrir ábendinguna annars, eins gott þú sást þetta annars hefði þetta horfið í kvöld og farið fram hjá okkur. Leikurinn sá er auðvitað 20. nóvember.
Steini says
Er ég einn um að vera kominn með uppí kok af því að Welbeck byrji alla leiki?
Björn Friðgeir says
Steini: Nei, líklega ekki, en ég er ósammála. Hann er ekki fullmótaður striker eins og sást í dag, en ég sé enn það mikinn talent í honum að ég vil gefa honum séns þó nokkuð lengur.
McNissi says
Þetta var flottur sigur, best fannst mér að sjá að við tókum Stoke á þeirra eigin bragði… mörk eftir háar sendingar inní teig :)
Mér er svosem sama með þessi mörk þar sem þau voru bæði algjört slys en ekki flott spil eða týpísk Stoke mörk. Slysin gerast, en við erum í þeim gír að við skorum bara fleiri mörk en andstæðingurinn, sama hvað við fáum á okkur (svona næstum alltaf).
Ég er ekki mesti aðdáandi Welbeck en hann nær alltaf að skapa sér nokkur færi í leik og RVP og Rooney þurfa bara að kenna honum að klára færin betur!
DMS says
Mér fannst við fella Stoke á eigin bragði í fjórða markinu, aukaspyrna inn á teiginn, klafs og vandræðagangur og boltinn fellur til Rooney sem nær að pota honum í netið. Alveg kominn tími á að þeir kynnist eigin meðali þessir Stoke menn :)
En annars var þetta ágætur leikur. Ég er ánægður með sóknina hjá okkur en manni finnst alltaf pínu pirrandi að gefa ódýr mörk. En í ljósi þess að Stoke voru bara að tapa sínum öðrum leik á tímabilinu og eru með hávaxna og sterka vörn þá er ég vel sáttur. Mér leist ekkert á blikuna þegar þeir komust yfir, sá alveg fyrir mér að þeir myndu detta niður og setja í lás. Sem betur fer erum við með gríðarlega öflugt sóknarteymi sem sá um að brjóta upp lásinn og gott betur.
Maður leiksins: Rooney (með réttu hefði hann átt að fá boltann með sér heim eftir leikinn, þrenna)
úlli says
Gott að hafa þá tilfinningu að liðið geti skorað nánast hvenær sem er. Það er ekkert sjálfgefið að skora 4 á móti Stoke. Ég er líkt og sumir pínu þreyttur á Wellbeck, hljómar kannski asnalega en ég held einhvern veginn að hann hafi ekki greindina í að verða jafn eitraður og fótboltahæfileikar hans leyfa.
Hrikalega mikilvægur leikur gegn Chelsea um næstu helgi. Verður að segjast eins og er að þeir eru að koma á óvart og komið rosalegt sjálfstraust í þá.
p.s. Smá skeyti til síðuhaldara: Gerir mikið fyrir síðuna að láta mynd fylgja með leikskýrslum og slíku.
Guðmundur says
ég sá bara seinni hálfleik, og fannst welbeck frekar solid, ég vil sjá hann í liðinu frekar en Hernandez.
En ætlar enginn að ræða þetta með ferdinand? veit hann ekki að það er enginn stærri en liðið og það er enginn stærri en Sir-inn..
Það kæmi mér ekki á óvart ef dagar ferdinand séu liðnir fyrir United
McNissi says
@Guðmundur
Já er sammála þér með Ferdinand, ætti að vita að stór nöfn hafa fallið á því að fara ekki eftir orðum Ferguson. Verður fróðlegt að sjá hvernig honum verður refsað.
Það fáránlega í þessu er að þeir sem neituðu að klæðast þessum bolum: Ferðinand bræður og fleiri, eru allir litaðir. Ef þeir vilja ekki berjast fyrir þessu, þá vilja þeir greinilega ekki breytingu.
ps. er bara að hugsa upphátt hérna…. finnst þetta skrýtið mál og furðuleg ákvörðun hjá þeim!
siggi United maður says
ég tek þessu með Ferdinand og Roberts, þannig að þeir neiti að klæðast þessum bolum, þar sem þeim finnst ekki bara nóg að klæðast einhverjum bolum og svo heldur þetta dót áfram. Plús, ef þetta er spurning um að vekja fólk til umhugsunar, þá eru þeir búnir að vekja miklu meiri athygli á þessu, heldur en ef þeir hefðu bara farið í bolina.
davíð says
Ferdinand er samt farinn að fara ótrúlega í taugarnar á mér, alltaf eins og fáviti á Twitter og ég vildi eiginlega að hann færi bara að halda kjafti.
Ég ætla ótrúlegt en satt að taka upp hanskann fyrir Terry og Suarez hérna, þó mér finnist þeir vera leiðinlegustu karakterarnir í deildinni. Staðreyndin er sú að leikmenn segja alls konar kjaftæði inni á vellinum en það þýðir alls ekki að þeir meini það. Allir sem tekið hafa þátt í íþróttum vita þetta. Jájá, black cunt hljómar illa og kannski farið yfir hið margfræga strik, en það þýðir engan veginn að Terry sé einhver rasisti.
Er eitthvað skárra það sem Materazzi gerði árum saman til að koma leikmönnum úr jafnvægi? Nei, að mínu mati ekki. Spáið í Luke Chadwick, getið þið ímyndað ykkur kjaftæðið sem hann hefur þurft að heyra á sínum tíma frá leikmönnum og áhorfendum? Er það miklu skárra en fyrir þeldökkan mann (sem er auk þess langt frá því að vera einhver örlítill minnihluti í ensku deildinni) heyra sagt black cunt?
Ingi Rúnar says
Styd Rio í tessu máli, honum er frjálst ad hafa sínar skodanir, Ferguson á ekkert ad vera ad skipa monnum um hvernig teir klædi sig, eda hvort teir taki tátt í einhverju átaki eda ekki, tad er ekki einsog tessi vandamál hverfi med tví ad klædast bolum. Finnst ad Ferguson hafi tekis sér fullmikid vald yfir monnum tarna…..
jóhann ingi says
Mér er slétt sama um thetta Ferdinandmál thannig séd. Held bara ad FA séu med allt nidrum sig og viti ekkert hvernig á ad taka á thessum omurlegu kyntáttanídsmálum. Ekkert samhengi í thessum dómum sem hafa verid birtir og ég held ad Ferdinandbraedur séu fyrst og fremst ósáttir vid thad. Svo kórónadi Chelsea thetta náttúrulega med thví ad gera ekkert vid Terry og hann heldur meiradsegja bandinu.
En ég held ad vid eigum eftir ad sjá hrikalegt united lid á morgun. Med Cleverley og Anderson inni á midjunni. Spái 5-1 fáum eitt á okkur svona ad gomlum vana. Spái thví ad Ferdinand verdi ekki í hóp og ekki Scholes heldur. Minnsta kosti 3 framherjar í startinu líka :D
Áfram United
Friðrik says
Hverskonar kjaftæði hefur Luke Chadwick þurft að þola ??
Björn Friðgeir says
Davíð: Nei, það er ekki saman að líkja kynþáttaníði og að vera kallaður ljótur.