Byrjunarliðin voru að detta inn og þau eru eftirfarandi:
De Gea
Rafael Carrick Evans Büttner
Fletcher Cleverley
Kagawa Rooney(c) RvP
Hernandez
Bekkur: Johnstone, Rio, Anderson, Giggs, Nani, Young, Welbeck
Hernandez, Rooney og RvP byrja allir inná í kvöld. Það verður því vonandi blásið til sóknar. Þið verðið að afsaka hvernig þetta er sett upp hérna, eins og er ræður kerfið ekki alveg við tígulmiðjuna sem verður augljóslega notuð núna. Reikna með að Fletcher sé í uppsópinu á miðjunni með Kagawa og Cleverley fyrir framan. Rooney styður svo við miðjuna og framlínuna fyrir aftan RvP og Hernandez. Þetta er spennandi lið og leikurinn verður vonandi góð skemmtun
Lið Braga er svona:
Beto
Salino Coelho Vinicius Elderson
Micael Amorim Custodio Viana
Alan Éder
Bekkur: Quim, Mossoro, Helder Barbosa, Michel, Baiano, Ze Luis, Anibal Capela.
Leikurinn hefst klukkan 18:45. Endilega ræðið leikinn hér á meðan á honum stendur.
Jói says
Grunar að liðið verði með tígulmiðju frekar en þetta starting á myndinni…
Jói says
aaaa, ef ég hefði bara lesið þetta. Skil þig!
Daníel says
Er ég alveg geðveikur eða tel ég bara 6 varamenn hjá United?
Sævar Knútur. says
sælir, er einhver með stream á leikinn eða veit einhver um gott stream? :)
ellioman says
Af Twitter
„Anders Lindegaard out for a week with a hand injury, according to United.“
Steini says
Daníel nei það ertu ekki, sé ekki betur en það vanti Welbeck á bekkinn í þessarri upptalningu.
ellioman says
@Sævar
wiziwig punktur tv skástrik broadcast punktur php spurningarmerki matchid samasemmerki 172257
:)
Tryggvi Páll says
Welbeck kominn á bekkinn. Ég verð að játa að ég þekki ekkert til þessara leikmenn Braga þannig að ef menn eru í vitlausum stöðum þá verða menn bara að horfa að framhjá því.
Annars er ég umtalsvert spenntari fyrir þessum leik eftir að ég sá byrjunarliðið.
ellioman says
Sama hér, þetta er mun sterkara lið en bjóst við. Það á greinilega að slútta riðlinum ASAP. Ekkert rugl.
Get ekki sagt annað en að ég er mjög sáttur við það.
Björn Friðgeir says
Taktíkin snargengur upp strax, komnir marki undir eins og þarf í vetur til að við förum í gang. Hefðum gefið markið fyrir leik ef það hefði verði löglegt
ellioman says
Er ekki bara best að byrja alla leiki 0-1 undir?
Þetta er orðið alveg fáránlegt.
Atli Þór says
Hvað er að gerast með þetta United lið? getum við ekki haldið hreinu í einn leik? leiðinegt að horfa uppá það að við lendum alltaf undir.
Björn Friðgeir says
Nei, heyrðu nú, þetta var ekkert fyndið
Trausti says
Vörnin í molum!
Stefán Arason says
Hvað er í gangi! Inná með Rio og það strax….
ellioman says
Nei, ég var lítið hræddur við 0-1 en 0-2 + þessi vörn er að hræða mig!
Atli Þór says
Þessi vörn er með allt lóðrétt niður um sig.
Danni says
Ég er orðinn alveg virkilega þreyttur á þessum slöku byrjunum þetta tímabil, þó að það skili sér oftast ágætlega þá finnst mér þetta alls ekkert skemmtilegt… og 0-2 undir gegn Braga er ekki beint ásættanlegt
Danni says
Jafnvel þótt að krúttið var að skora
ellioman says
Jæja, game on! Vel gert hjá RVP, Kagawa og Chicharito.
Jafnið þetta nú!
Tryggvi Páll says
Algjör grundvallaratriði sem eru að klikka í vörninni. Gott mark hjá okkur samt.
Trausti says
Vel gert hjá dómaranumað leyfa leiknum að halda áfram. 1-2
Stefán Arason says
Að horfa á united spila svona ílla er bara sálarskemmandi…Hrikaleg frammistaða gegn ekki betra liði en þetta…braga meiga reyndar eiga það að þeir eru erfiðir þegar að þeir spila á útivöllum, ekki tapað síðustu 7.
En ég vil að United fari aftur í http://www.youtube.com/watch?v=v7hEqCdAwjs …..
fínt að nota tígulinn á útivöllum en til hvers að breyta því sem að virkar vel á heimavelli…
ellioman says
Vel gert herra Johnny Evans!
Fátt sem mér þykir skemmtilegra að sjá en þegar menn sem ég er sífellt að verja, eins og Hr. Evans, skora.
2-2 og 25 mín eftir. Komaso!
ellioman says
Þessi línuvörður er annars í tómu rugli í kvöld.
Björn Friðgeir says
Stundumm þarf bara að gefa tvö mörk til að þetta verði spennandi.
Trausti says
Chicarito að spila gríðarlega vel og skorar með góðum skalla. Flott sending frá Beckha… Cleverley.
ellioman says
Það var rétt! 3-2!
Flott comeback hjá okkar mönnum.
Djöfull erum við í góðum málum hvað varðar sóknarmenn, þetta er yndi.
Þurfum bara að hætta leika inn mörkum og þá erum við að tala saman!
Tryggvi Páll says
Leikskýrslan er komin inn.